Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 11
Eg heföi átt að taka til fótanna, eða að minnsta kosti reynt að finna einhverja útgönguleið. En ég var sem negld föst. bað voru ekki öldurnar, sem vöktu með mér mestan óttann, heldur grun- urinn. Ég hafði reynt að útiloka þennan grun, en nú kom hann aftur, ákveðnari og sterkari en áður. Ég var komin i dauðagildru. Nú var um lifið að tefla. En ef að þetta var dauðagildra, þá hafði einhver komið mér i hana. En hver? bað var aðeins eitt svar við þessu, en ég vildi ekki ljá þvi eyra... Nei, það mátti ekki vera satt! betta hlaut að vera tilviljun, örlagarik tilviljun, ein af mörgum, sem undanfarið höfðu orðið á vegi minum og breytt lifi minu, hrifið mig burt frá heimili foreldra minna og opnað mér dyr að nýjum heimi, tveggja ára hamingju. Ég var svo hamingju- söm, sem aðeins þeir geta verið, sem eru ungir og ástfangnir. Og svo hafði mér verið kippt upp með rótum, til að fara til Tregarran hallar. betta hlutu að vera tilviljanir, það mátti til að vera það! begar ég kom til Tregarran, hafði sólin skinið frá skafheið- rikum vorhimni. bað voru aðeins tveir mánuðir siðan, ekki lengri timi og hvað hafði skeð á þessum stutta tima... bokunni hafði létt, þegar við Charles gengum i land i Southampton. Sólin skein glatt alla leiðina til Tregarran og ég tók það sem gæfumerki. Ég þráði það eitt, að verða hamingjusöm áfram, hér á minu nýja heimili. Vegurinn hlykkj- aðist milli grænna ása og þegar þeir hurfu að baki okkar, var eins og grænni blæju væri varlega lyft af dýrum skartgrip. Við siðustu beygjuna kom Tregarran i ljós. Já, höllin var eins og fagur skart- gripur, umlukt skærum, grænum litum og féll svo unaðslega inn i landslagið. Að baki lá hafið, eins og blátt silkiband. Ég man hve hrifin ég var. — En dálsamlegt! kallaði ég upp yfir mig. Charles brosti. Hann haföi stöðvað bilinn á siðasta hæðardraginu og hallað sér fram a stýrið og það leit út fyrir að hann væri ekki siður hrifinn en ég. Svo greip hann hönd mina og þrýsti hana fast og ég fann hve stoltur hann var. Ég reyndi að sjá sjálfa mig i húsmóðurhlutverkinu á Tregarran, en það var sú staða sem beið min, en það lá liklega ekki lengur fyrir mér. Ég titraöi af taugaspennu. Charles hlýtur að hafa fundiö hve taugaóstyrk ég var, þvi að hann sneri sér að mér. — Hvað er að, ástin min? — Ekkert, flýtti ég mér að segja. betta var heldur ekki staður og stund, til að segja honum hvað ég óttaðist. Ég held lika að hann hafi vitað það, en ekki getað sjálfur breytt einu eða neinu. Charles Trendennis var maðurinn minn, en hann var lika erfingi að Tre- garran. Nei, ég gat alls ekki sagt honum frá ótta minum. — Viö skulum halda áfram, sagði ég. Eg vildi ljúka þessu af sem fyrst. Fyrir nokkrum mánuðum hafði allt verið svo einfalt. Við vorum hamingjusöm ög frjáls, ungar manneskjur, með tveggja ára hjónaband að baki, reiðubúin aö fryggja framtið okkar með eigin framtaki. Við höfðum hitzt i heimabæ minum, Montpellier og búsett á Kýpur, þar sem Charles hafði keypt ávaxtaplant- ekru. Fjölskylda hans, Tregarran höll og öll sú ættarhefð, hafði verið svo fjarrænt, að ég hafði aldrei hugað að þvi. Mér fannst ótrúlegt að ég þyrfti að hafa pokkrar áhyggjur af þvi, hvernig Framhald á bls.3'6 3 . TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.