Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 21
Ilelga M. Niclsdóttir viö starf sitt lijá Heiniilishjálpiniii. aö mestu gleði lífsins bá sat Sigurlina Einarsdóttir ljósmóðir, sem bjó i Hólum i Evjafirði. yfir móður minni. Hún hafði ljósmóðurfræðina með sér og lánaði mér hana til að lesa. Mér fannst þetta mjög forvitni- legt og fékk áhuga á að kynnast þvi nánar. Annars ætlaði ég mér að verða læknir, þegar ég var ung. Mér var einkar lagið að hjálpa og hjúkra veikum skepn- um alveg frá þvi ég var farin að geta hjálpað til viö bú- skapinn heima á Æsustöðum. Ég fór i Gágnfræðaskólann á Akureyri með læknanám i huga. en þar veiktist ég og varð að hætta námi. Ég hugsaði mér þá að verða hjúkrunarkona heldur en ekki neitt, en úr þvi varð nú ekki og ég er ánægð með hlut- skipti mitt sem ljósmóður. Ég er V kannski ekki alveg frá þvi, að skemmtilegra hefði verið að vera læknir, en ég hef aldrei séð eftir þvi að ég varð ekki hjúkrunar- kona. t þvi starfi er óhjákvæmi- legtað kynnast svo miklu af sorg- um og hörmungum en ljósmóðirin verður hvað eftir annað vitni að mestu gleði lifsins, þegar móðir eignast barn, sem veitir henni hamingju. Þegar Helga var við nám i Ljósmæðraskólanum, tók ljós- móðurnámið sex mánuði. Þá var engin fæðingardeild starfandi, svo að ljósmæðranemarnir fóru með starfandi ljósmæðrum i vitj- anir og yfirsetur úti um bæinn. Helga naut tilsagnar Þórunnar Björnsdóttur ljósmóður. — Um það leyti, sem ég var að ljúka skólanum, veiktist Þórunn og bað mig um að halda áfram að vinna með sér. Mér fannst alveg kjörið að fá eina sex mánuði til viðbótar undir hennar leiðsögn. Ég fékk að vera ein við nokkrar fæðingar, en annars var hún oft- ast með mér, þó aðhún gengi ekki heil til skógar. Mér var boðið Húsavikurumdæmi, þegar ég hætti hjá Þórunni, en ekki varð af þvi að ég tæki við þvi. Og ég gat ekki hugsað mér að fara að starfa uppi i sveit, þar serti var langt að sækja lækni. Sjálfsálitið hefur vist ekki verið of mikið. Hvort sem um var að kenna skorti á sjálfstrausti eða einberri fróðleiksfýsn og vilja til að inna starf sitt af höndum eins vel og framast var kostur, fór Helga til Kaupmannahafn- ar til framhaldsnáms i ljós- móðurfræðum við Rikisspitalann þar. Og þá lét hún ekki langa sjó- ferð aftra sér. — t Kaupmannahöfn tóku þau systkinin Steinþór Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir á móti mér og ég var hjá þeim i nokkra daga, áður en ég fór á Rikisspital- ann. Ég hafði lært slangur i dönsku, en kunnáttan var þó ekki merkilegri en það, að fyrstu dag- ana þurfti að benda mér allt, sem ég átti að fara. Ég þurfti að þreyta inntökupróf inn i skólann og það var meðal annars fólgið i skriflegum stil. Mér gekk ágæt- lega að skrifa hann, þvi að ég hafði skrifað dönsku þó nokkuð, þó að mér gengi illa að skilja tal- málið. Prófessor Hach sem var mikils metinn prófessor i fæð- ingarhjálp um öll Norðurlönd og viðar, sagði við mig i inntöku- prófinu: ,,Af hverju heitirðu dótt- ir? Ertu frá Jótlandi?” Ég sagði honum eins og var, að ég væri is- lenzk og hann kannaðist við þenn- an islenzka sið að kenna börn til fornafns föðurins. Ég var eina is- lenzka konan, sem þarna var við nám, en af 34 nemendum voru út- lendar auk min, þrjár færeyskar stúlkur og ein grænlenzk. Ég var i eitt ár við nám á Rikisspitalanum og það var nokkuð erfitt ár, þó að það væri vissulega bæði lærdóms- rikt og skemmtilegt. Ég fékk ekki nema einn heilan fridag allt árið og það þætti vist ekki mikið núna. Prófessorinn spurði mig seint á árinu, hvort ég hefði ekki komið á þennan og hinn staðinn i 3 . TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.