Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 23
við að halda þeim hreinum. Svo- leiðis háttalag gefur lifinu ekKi mikið gildi. Arið 1930 ákvað Helga að ráðast i byggingu fæðingarheimilis til þess að starfskraftar ljósmæðr- anna nýttust betur og þær fengju betri starfsaðstöðu, ef eitthvað gengi úrskeiðis við fæðingar. Bygginganefnd veitti tveimur konum byggingarleyfi á sama fundinum, en þá var það harla fá- titt að konur stæðu fyrir bygging- um. Þær voru Helga Nielsdóttir og Þórey Þorsteinsdóttir i Þor- steinsbúð. Þóra, móðir Jóns Haf- liðasonar, varð fyrst til þess að bjóða Helgu aðstoð við byggingu fæðingarheimilisins með láni að upphæð 2000 krónur. Fram- kvæmdir hófust sumarið 1931 á horni Eiriksgötu og ÞorfinnSgötu. Margir lögðu Helgu lið við bygg- inguna og hún vann sjálf mikið við hana. Meðal annars ók hún mölinni ofan af Kjalarnesi og sunnan af Álftanesi á Fordvöru- bilnum með ,,high- and lowpedöl- unum”. Framkvæmdirnár gengu vonum framar hratt og fyrsta barnið fæddist á heimilinu 25. júni 1933. Það var Anna, dóttir Guð- rúnar Sigurðardóttur og Gisla Gestssonar, sem voru Helgu sam- tiða i Kaupmannahöfn. Fullbyggt rúmaði húsið 12 sængurkonur. Það varð brátt of litið, svo að Helga sótti um að fá að byggja við húsið á lóðinni númer 68 við Þorfinnsgötu, sem nú er númer 14. Helga stóð einnig fyrir byggingu sumardvalarheimilis fyrir börn ógiftra mæðra, sem þær skildu eftir á fæðingarheimil- inu hjá henni. — Þegar ég byggði viðbótar- heimilið, sótti ég um sjúkrahús- leyfi fyrir heimilið, þvi að i við- byggingunni var ágætis skurð- stofa og allt til alls. Sjúkra- húsleyfi hefði létt róðurinn við að reka heimilið, en það fékkst ekki. 1939 var svo komið, að ég skuldaði matarreikninga fyrir árið. Aðrar skuldir höfðu lika hrannazt upp vegna heimilisins og ég fór þess á ieit, að bærinn borgaði kol og ljósakostnað, sem mig minnir að hafi verið 1500 krónur á ári. En ég fékk það ekki samþykkt. Ég var orðin langþreytt á að hafa litið annað en skuldir út úr þessu basli minu með heimilið og ákvað að leggja starfsemi þess niður. Ég hafði ekki tekið mér fri i fimm ár. Alls störfuðu sjö stúlkur hjá mér á Fæðingarheimilinu og ég leysti þær allar af i frium. Ég var lán- söm að hafa starfandi hjá mér góða ljósmóður, Pálinu Guð- laugsdóttur, þvi að önnur hvor okkar varð alltaf að vera til taks. Svo fengu aðrar ljósmæður lika að sitja yfir sængurkonum á heimilinu, ef þær þurftu með og vildu. — Þó að litið væri um eiginleg fri hjá okkur Pálinu, kom það náttúrlega fyrir að við skruppum i bió eða leikhús á kvöldin, en við létum alltaf vita, hvar okkur væri að finna, ef þyrfti að ná i okkur. Þegar var verið að sýna ,,A hverfanda hveli” i Gamla Bió, fór ég að sjá mvndina og þegar aum- ingja konan datt niður stigann i Framhald á bls. 38 Svo vorum við náttúrlega við fæð- ingarnar hvenær sem kallað var. Stundum var þvi ekki mikið um svefn. Mér fannst ágætt, ef ég gat sofið i tvo til þrjá tlma á sólar- hring. Ég hef alltaf notið þess, hvað ég er svefnlétt. Ég get lesið til klukkan fjögur og fimm á morgnana og verið jafngóð, ef ég sef i tvo til þrjá tima, áður en ég fer til vinnu. Þetta hefur likakom- iðsér mjög vel. Sumarið 1930 vor- um við bara tvær starfandi lós- mæður i bænum, Vilborg Jóns- dóttir og ég. Þetta var vegna veikinda og fjarveru hinna ljós- mæðranna. Ég skrifaði þá Guð- rúnu Halldórsdóttur, sem var starfandi i Kaupmannahöfn, og bað hana um að koma heim eins fljótt og hún gæti. Hún brá fljótt og vel við þeirri bón og koma heim skömmu seinna. 1 ágúst- mánuði þetta sumar var ég við 28 fæðingar. Suma dagana voru fleiri en ein fæðing og einn sölar- hringinn sat ég yfir fjórum kon- um. Það var góð samvinna milli min, Guðrúnar og Vilborgar, enda veitti ekki af, þvi að við sát- um yfir austur i Þingvallasveit lika. Stundum var svo mikið að gera hjá okkur, að lögreglan ók á milli okkar til þess að vita, hver okkar yrði fyrst tilbúin að koma til næstu sængurkonu. Alls tók ég á móti 229 börnum árið 1930 og öllum i heimahúsum. Það bjarg- aði mér, að ég var komin á bil, þvi að áður hafði ég verið á reiðhjóli og það tók náttúrlega lengri tima og var erfiðara. Ég var svo barnalegur, að spyrja Helgu, hvort það opinbera hefði veitt henni einhvern styrk til bilakaupanna. — Nei, guð minn almáttugur. Ég keypti gamlan bil, sem Hall- grimur Benediktsson hafði átt og borgaði fyrir hann 2700 krónur. Hann var af Chryslergerð. Næsti bfll, sem ég átti var gamall Ford- vörubill. A honum voru engir gir- ar, heldur ,,high- óg lowpedalar”. Þvi næst var ég á mótorhjóli þangað til ég sá mér fært að kaupa mér nýjan Plymouth árið 1942. Siðan hef ég átt allar mögu- legar gerðir af bilum. Austin, Chevrolet, Opel, Skoda og núua á ég Peugeout. — Fyrstu árin, sem ég var praktiserandi hérna I Reykjavik, fengum við ljósmæðurnar yfir- leitt 45 krónur fyrir að taka á móti barninu og fara til móðurinnar i átján skipti eftir fæðingu. Áður en sjúkrasamlagið tók til starfa varð fólkið að greiða þetta sjálft, en eftir það minnir mig að sjúkra- samlagið hafi greitt 20 — 30 krón- ur af fæðingarhjálpinni. -— Manstu hvernig þessum málum var háttað i Danmörku, þegar þú varst þar við nám? — Já, þar þurftu konurnar ekki ,að greiða sængurleguna, nema þærlægju á einbýlisstofu. I Kaup- mannahöfn kynntist ég annarri starfsemi, sem vakti athygli mina og aðdáun. Það var mæðra- hjálpin. ógiftar mæður, sem eng- an áttu að, voru aldrei látnar fara af sjúkrahusinu fyrr en fulltrúi Mæðrahjálparinnar hafði talað við þær. Stúlkurnar fengu svo að búa hjá Mæðrahjálpinni með börnin sin og vinna fyrir þeim. Meðan ég var rt Itikisspitalanum eignaðist ein þessara stúlkna sitt þriðja barn. Hún var verkstjóri á saumastofu hjá Mæðrahjálpinni og hafði öll börnin sin hjá sér. Mér fannst þessi starfsemi öll til llelga er enn i fullu fjöri og um niiðján desember tok hún á móti 3464. baruinu. einu sinni til konu, sem var að þvl komin að fæða, og hafði þrjú börn i rúminu hjá sér. tbúðin var ekki nema eitt herbergi og eldhús og maðurinn var frammi i eldhúsinu með börnin meðan konan fæddi. Konur hafa oft mikla matarlyst eftir fæðingu, svo að ég spurði konuna, hvort ég ætti ekki að hita eitthvaðhanda henni. Hún sagðist þá halda, að ekkert væri til af mat á heimilinu. Ég fór þá heim til min á Njálsgötu 1, en þar bjó ég hjá vinafólki minu Ingibjörgu Þorláksdóttur og Jóni Hafliða- syni. Ingibjörg var alltaf boðin og búin að hjálpa þeim, sem höfðu minna en hún, þó að ekki væru þau hjónin efnuð. Hún fékk mér haframjöl, sem ég fór með til sængurkonunnar og eldaði úr graut handa henni og börnunum. Sem betur fer er þetta nú breytt. En mér finnst lika ömurlegt að vita til þess, hvernig sumar konur nú þeytast og þveitast um allt of stórar ibúöir og eru að gefast upp fyrfrmyndar og dáðist að henni, en ekkert sambærilegt var til hérna heima. Hvitabandið gaf að visu barnmörgum fátækum fjöl- skyldum einn til tvo potta af m jólk á dag. þegar konurnar lágu á sæng. Þá tiðkuðust heidur ekki aðrar sængurgjafir en eitthvað matarkyns, sem nágrannakon- urnar færðu fjölskyldum, sem hafði fjölgað hjá. Matargjafir komu sér lika bezt, þvi að margir höfðu varla nóg að borða. Ég kom heim frá Kaupmannahöfn um svipað leyti og kreppan skall yfir. Atvinnuleysi var mikið og ég varð að gefa vottorð til fátækrafulltrú- anna, ef konur atvinnulausra manna eignuðust barn, svo að þeir fengju aukaviku i atvinnu- bótavinnu. Oftast var það i Flóa- áveitunni, sem var kölluð Siberia. Við áttum lika okkar Siberiu. Að- koman var oft slæm á heimilun- um, þar sem ég sat yfir. Ég kom 3 . TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.