Vikan


Vikan - 17.01.1974, Qupperneq 5

Vikan - 17.01.1974, Qupperneq 5
brag&að sopa af vini, og þegar þau reykja, hef ég einhverja minnimáttarkennd, og mér finnst ég vera útundan. Hvað á ég að gera? A ég að hætta að vera meö þeim eða fara að reykja? Kæri Póstur, láttu þetta bréf nú ekki lenda i hinni frægu ruslakörfu, og ég vonast eftir hjálp. Kærar þakkir. G.Þ. Það er lieldur öfuguggalegt, að þú skulir vera meö minnimáttar- kennd út af þvi, scm þú ættir að vera hreykin af. En svona er það nú einmitt á þessum árum, þá er svo mikið atriði að vera eins I háttum og félagarnir, og mjög margir krakkar leiðast eingöngu þess vegna út i reykingar og drykkju. Stattu fast á þinni bind- indissemi, þú sérð áreiðanlega ckki eftir þvi. Það er hins vegar óæskilegt, að þú veröir aö segja skiliö við kunningja þína af þeiin sökum. Þú átt fullan rétt á þvi, að þeir Virði afstöðu þina. Hvað geta strákar not- að? Sæll og blessaður Póstu! Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvað geta strákar notaö til aö1 gera ekki stelpur óléttar? Þvi ég er of ung til aö nota pilluna. 2. Ég er með strák, sem er 3 ár- um eldri en ég, og hann hefur þrisvar beðið mig um það, en ég hef ekki viljað það. Og þess vegna er hann búinn að missa allan á- hnga á mér. 3. Hvernig er stafsetningin og skriftin, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Ég vona, að bréfiö lendi ekki i ruslinu, þvi að ég verð aö fá svar viö þessu. Elin 1. Það er aðeins til cin tegund af getnaðarverjum fyrir karlmenn, nefnist hún smokkur og fæst i hverju apóteki. 2. Þessi strákur heföi að öllum likindum misst á þér áhugann hvort eð er fyrr eða siðar, svo að þú skalt ekkert vera að gráta hann. Þú geröir rétt að ncita hon- um um það. Engin stúlka ætti að fara að vilja stráks i þessum efn- um, nema hún vilji það raunveru- lega sjálf og sé alveg örugg um, að nauösynlegar varúöarráðstaf- anir séu geröar. Þetta cr eina ráðið, scm hægt er að gefa ungum stúlkum i þessum efnum. 3. Skriftin cr heldur subbuleg, stafsetning ekki nógu góð og þú ert i mesta lagi 14 ára. En þú verður að afsaka, að ég sleppti úr tveimur spurniiigum þinum. Það cr sérstakur poppþáttur hér i blaðinu, og þú verður að snúa þér þangaö. Vill ekki skemma á milli Kæri Póstur? Ég þakka þér allt gamalt og gott, sérstaklega fyrir Póstinn. En tilefni þessa bréfs var að biðja þig um ráð. Ég er hrifin af strák, sem er jafngamall mér, og hann veit það. Ég hef einu sinni verið með honum ,enég vilekki vera með honum, vegna þess að hann er með stelpu. Ég vildi ekki vera með honum vegna þess, en hafði enga afsökun. Ef ég mundi segja að hann væri með stelpu, þá mundi hann fatta, hver sagði mér það og gengi frá vinkonu minni, og það vil ég ekki, þvi þau eru vinir. Hún er oft að spyrja hann, hvort hann sé hrifinn af mér, og hann segir já. Þá spyr hún, hvort hann sé' hrifinn af stelpunni, en hann segir ég veit það ekki. Ég veit ekki, hvað ég á að gera til þess aö ná i hann, án þess að skemma á milli hans og stelpunn- ar. Ég vona, að þetta lendi ekki i körfunni eins og öll min bréf. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin, og hvað lestu úr henni? Ög hvað álitur þú, að ég sé gömul? Hvernig eiga vatnsberinn (stelpa) og Bogmaðurinn (strák- ur) saman? Ein sem vonast eftir svari. Þetta er nú dálltið ruglingslegt, Ijúfan, og ég veit ekki frekar en þú, hvernig þú átt aö fara að þvi að ná i þennan pilt, án þess áð skemma á milli hans og stelpunn- ar. Vatnsbera og bogmanni er ekki spáð sérlega góöu saman. En svo er það skriftin þin og stafsetn- ingin. Ég varð nú að leiörétta nokkrar stafsetningarvillur, en ég lét stilinn að mestu halda sér, þó hann sé órökréttur I meira lagi. Hvað veit t.d. strákurinn? Að hann er jafngamall þér, eða að þú erthrifin af honum? Og veiztu, að það má skilja orð þin svo, að pilturinn mundi drepa vinkonu þína, ef þú létir vitneskju þina uppi? Að ganga frá éinhverjum þýöir nefnilcga að drepa hann. Og úr hverju viltu, að ég lesi, skrift- inni eða stafsetningunni? Að visu veit ég vel, við hvað þú átt, en þú heföir gott af þvi að hugsa betur uin það, sem þú skrifar. Vertu bara dugleg að læra og vanda þig, þú gætir t.d. hugsað pinulitiö ininna um stráka I staðinn. Það er nógur timi fyrir svoleiðis, þú ert greinilcga kornung ennþá. PÉKiKvöVA'á'.’. V ov. IIIM PRlITIJi Látiö prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðj- an á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útveg- um með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA Hilmir M. SIÐUMULA 12 - SIMI 35320 3 . TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.