Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 46
burstaði snjóinn af buxunum sin- um, þar sem ég hafði ekki tekið með mér aukabuxur. Clay heyrði til min og kom fram i ganginn. — Sæl, Linda, mér datt ekki i hug að þú kæmir i kvöld. — Julian fylgdi mér, annars hefði ég ekki komizt. Hann ætlar að sækja mig aftur klukkan tiu. — Þú hefðir getað verið hér i nótt. Það var sagt i útvarpinu, að storminn myndi lægja i nótt. — Ég veit það, en Adria vildi endilega að ég kæmi aftur i kvöld. Hún' hefur sjálfsagt slæmar draumfarir, en ég veit ekki hvernig ég á að koma i veg fyrir það. Hann var dálitið kuldalegur á svipinn. — Ja, þú lætur sannar- lega ekki þitt eftir liggja, Linda. Og Julian grunar ekki neitt. Ég heyröi það á honum, þegar hann minntist á þig i simann. Þú ert sniðug stúlka. En hvort þú græð- ir eitthvað á þvi, það veit ég ekki. Hverju býst þú við? Ég varð reið. — Eitt var það sem Adria sagði mér i dag, hún sagði að Shan hefði læst dyrunum milli bókaherbergisins og her- bergi Margot, eftir að Margot var dáin. Mig minnir að þú hafir sagt, að dyrnar hefðu verið læstar, þegar þú varst þar — þegar þú heyrðir hana hljóða. Hann kinkaði kolli, vingjarn- lega að mér fannst, þótt hann væri ennþá kuldalegur. — Shan gerði þaö að sjálfsögðu min vegna. Mér datt þá auðvitað ekki annað i hug en að samþykkja það, til að verja sjálfan mig. Ég er ekkert fyrir þaö, að stinga nefinu I það. sem mér kemur ekki við, en það getur verið auðveldara. Breytir það nokkru, þar sem ég fór aldrei gegnum þessar dyr? Eigum viö ekki að snúa okkur að fondu geröinni? Það komu allir mjög snemma inn i dag. Hann opnaði dyrnar fram I and- dyrið og svipur hans var dálitið striðnislegur. Ég gekk á undan honum inn i móttökusalinn, þar sem flestir gestirnir voru komnjr ^aman og ég fór strax að sinna skyldustörfum minum. Flestir gestanna voru farnir upp til að hafa fataskipti, en ein kona sat i stól undir ljóshlif og hafði lagt bókina, sem hún var að lesa i, frá sér. — Leynilögreglusaga. sagði hún og klappaði á bókina. — Það er ágætis lestrarefni á svona kvöldi. Ég get nú reyndar ekki lesið mikið hérna niðri, verð allt- af að hlusta á það sem fólkið seg- ir. Hún veifaði hendinni. — Þaö getur verið skemmtilegra en mest spennandi skáldsögur. Sjá- um nu Clay yðar Davidson. Hann var að segja mér frá sögunni, sem hann er að vinna að núna. Það er eiginlega hryllingssaga og mjög athyglisverð. Ég spurði hvort hann hefði lifandi fólk að fyrirmyndum. Ég settist i stól hjá henni. — Og hverju svaraöi hann? — Hann segist ekki gera þaö. Hann segir að venjulegt fólk myndi aldrei gera það sem hann óskaði. En ég hefi hann samt grunaðan um, að hann notfæri sér eitthvað af þvi sem hann kynnist i samvistum viö annað fólk. Það getur reyndar veriö, að honum sé það ekki sjálfum ljóst og að það falli inn i söguþráðinn. Ég hugsa að það sé hægt að vita töluvert um höfundinn meö þvi að lesa bækur hans. — Þér gerið mig forvitna um skáldsögur Clays, sagði ég. — Þaö er bezt að ég fái hann til að lána mér eitthvað af þeim til að lesa, þegar ég hefi tima. Við töluðum svo um daginn og veginn, þangað til einhver kom og kailaði i hana. Við Clay sátum við litla horn- borðið og spjölluðum saman. Þaö heyrðist mikið á og húsið hristist i verstu rokunum. Kertin reyktu og vaxið rann af þeim. — Ég vona að það setjist ekki ising á rafleiðslurnar sagði Clay. — Það hefur komið fyrir áöur og þá verður straumlaust. Við vorum bæði eins og á verði, forðuðumst að minna hvort annað á það sem örugglega var efst i hugum okkar. Ég sagði honum að einn gestanna hefði verið að mæla meö bókunum hans og bað hann aö lána mér eitthvað af þeim til að lesa. Hann virtist mjög ánægður. — Ef þér er alvara, þá skal ég lána þér handrit á eftir. Þú getur tekið þaö með þér, ef þú vilt. Ég sagðist hafa góðan vasa á úlpunni minni, svo það þyrfti ekki að blotna á leiðinni, mig langaði mikið til að lesa það i kvöld. — Það segir þér ekki mikið, sagði hann striðnislega. Ég borðaði salatið mitt og leit ekki á hann, en eftir stundarkorn hélt hann áfram i sama tón. — Þi>ert ekki efni i njósnara, það er hægt að lesa i gegnum þig. Ég er viss um, að jafnvel Adria gerir það. Mér varð hugsað til Adriu og hálsmensins. — Ég hitti Stuart 1 morgun, sagði ég. — Hann sagði að Emory hefði alltaf haft horn i siðu hans og jafnvel skrökvað upp á hann. Hann heldur að Emory viti sitt af hverju: ef ég bara gæti fengið það upp úr honum. — Það er öruggt að Emory myndi ljúga sig til heljar fyrir Julian, sagði Clay. — En mesta lygin er auðvitað sú, að Emory hafi veriðsá, sem fyrstur kom aö Margot, eftir að hún datt niður i gilið. Ég horfði undrandi á hann. — En... en hver...? Clay leit snöggt i kringum sig, en hvinurinn i storminum kom i veg fyrir að til okkar heyrðist og enginn virtist hafa áhuga á borö- inu okkar við eldhúsdyrnar. — Julian fann hana, sagði Clay. Ég saup hveljur. — En Julian hefði ekki... Clay leit niður á diskinn sinn. — Að minnsta kosti heldur Emory það. Hann vissi að Margot haföi gert allt til að reita Julian til reiði, svo hann sleppti sér alger- lega. Ef ég þekki Emory rétt, þá myndi hann ekki svífast neins, til að vernda Julian. Eða sjálfan sig, hugsaöi ég. Ég gat vel imyndað mér Emory hrinda stólnum fram af hallan- um. — Jafnvel koma sökinni á Stuart? sagði ég. — Sérstaklega til þess. Emory var alltaf á móti honum, vegna... vegna þess að Margot var farin að gefa honum hýrt auga. Þarna sá hann leiö til að losna við hann og hreinsa Julian af öllum grun. — En hvað fannst honum um þinar hýru augngotur? ég geröi það með vilja, aö láta þetta dynja á honum. — Þú veizt, að Shan er opinská. Mér skilst að Margot hafi eyðilagt hjónaband ykkar. Stiliing hans var aödáunarverö, hann gat jafnvel brosað til min. — Kannski ert þú ekki svo lélegur njósnari, þegar á allt er litið, Linda. Það getur haft sitt að segja, að hræra i þessum málum, nema þá að það slettist á þig sjálfa. En þetta er nú allt gömul saga, löngu liðin og... — Shan er ekki á þeirri skoöun, tók ég fram i fyrir honum. — Hún segir að Margot hafi viljaö ná I þig aftur, og alls ekki viljað trúa þvi, að hún væri búin að glata sin- um fyrri töfrum. Grettan á andliti hans sýndi ljóslega hvert álit hann hafði haft á Margot. — Við vorum nú að tala um Julian, ekki mig. En ég hafði ekki viljað hlusta á þessa skýringu hans um Julian, vegna þess, að ég vildi ekki trúa þvi sem Clay sagði. — Julian hefði aldrei leyft Emory að segja aö hann hefði fundið Margot, nema að það væri satt, sagði ég. Clay brosti, dularfullu brosi. — Julian setur sjálfur sin lög, sagöi hann. Ég gat varla kyngt matnum, það sem eftir var af máltfðinni. Clay fylgdist með þvi, en lét samt ekki á þvi bera. Julian, Adria, Stuart! Ég gat ekki imyndaö mér, aö nokkurt þeirra hefði hrint Margot fram af hallanum. Ég gat heldur ekki fórnað einu þeirra á kostnað hinna. En samt var mér ljóst, aö þegar til kastanna kæmi, væri það Stuart, sem ég reyndi að frelsa. Var hann að reyna að vernda Julian? — Hefur þú miklar áhyggjur af Julian? spurði Clay. — Ég hefi áhyggjur af öllum, sem eru ákærðir saklausir, sagði ég. — Hvernig veizt þú, að Emory sagði ekki satt, þegar hann sagð- ist hafa komið fyrstur að henni? — Shan leit út um gluggann i dagstofunni. Hún sá Julian niðri i gilinu. Hún sagði mér það siðar. En hún segir aldrei neitt, sem gæti skaðað bróður hennar. Ekki frekar en ég, hugsaði ég. — Shan hefur haft sitt hvaö að gera. Hún mætti Adriu I stigan- um, þegar telpan va'r að flýja undan einhverju. Leit út um gluggann. Læsti dyrunum milli herbergjanna. En það sagðir þú mér ekki. Getur þá ekki lika ver- ið, aöhúnhafiýttMargot fram af. Clay kipraði saman varirnar og hún sá að augu hans gneistuðu af reiði. Hann þreif 1 úlnlið minn undir borðdúknum og mér lá við að hljóða af sársauka. — Ég hlusta ekki á néitt slikt um Shan. Aldrei. Ég hefi sagt þér sitt af hverju, vegna þess að ég kenni I brjósti um þig vegna bróð- ur þins. Ég hafði heldur aldrei neitt á móti Stuart. En þaö eru takmörk fyrir þvi, sem þú getur sagt og gert. Hann gerði mig hrædda. Ég reyndi að losa hönd mina úr járn- greipum hans. Stormurinn kom mér til hjálpar. Þaö koin ofsaleg stormhviöa, sem skók þetta gamla hús, ljósin urðu snöggvast mjög skær, en svo dóu þau út. Ein 46 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.