Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 45
eitthvað likt, þótt ég geti ekki lýst þvi. En það var eitthvað meira en það og hann vissi þaö lika. Ég hreiðraði um mig viö arm hans, innilega glöð og hvorki hrædd né kviðandi lengur, alls ekki hrædd við storminn. — Ég held það væri bezt fyrir okkur, að fara niður núna, sagði hann að lokum. — Myrkrið skell- ur fljótt á, þegar veðrið er svona og það getur orðið erfitt að fylgja brautinni. Adria sneri sér treglega við, strauk snjóinn úr augnahárunum meö blautum vettlingunum. Hún var rjóö og hraustleg og virtist hamingjusöm, eins og skuggarnir frá Greystones væru alveg horfn- ir. -c-.Ég vildi að við þyrftum ekki að fara niður, kallaði hún hátt. — Ég tek undir það sagöi ég og Julian hló glaðlega og ég vissi að hann var sama sinnis. — Mig langar ekki til að eiga Isjómfrú fyrir dóttur, sagði hann, um leið og hann fór að mjaka sér niöur af pallinum. — Við skulum koma okkur heim, svo við getum yljað okkur við arineldinn. Réttu mér höndina, Linda. Það var gott að hafa storminn i bakið og ég hlakkaði til að koma heim i hitann. En fljótlega fann ég, að gleðin sem hafði náð á mér taki uppi I fjallinu, hvarf smám saman. Allir erfiðleikarnir voru fram undan, mér var ljóst að ég hafði eiginlega ekki rétt til að njóta þessara stunda i fjallinu eða samvistanna við Adriu og Julian. Ég var sannarlega ekki frjáls gerða minna. Það var mjög heppilegt, að Adria hélt sinu góða skapi. Meðan ég var að skipta um föt, stóð Julian viö loforð sitt og kveikti mikinn eld i arninum i dagstof- unni og hann haföi lika beðið stúlkuna um að hita súkkulaði handaAdriu og rommtoddý handa okkur. En ég gat ekki notið þessa. Ég fann augu Julians hvila á mér, en ég þorði ekki að lita á hann. Þaö var of margt, sem skildi á milli okkar og ég gat ekki notið þessa. Það var of margt, sem skildi á milli okkar og ég gat ekki komiö heiðarlega fram við hann að svo stöddu, ég þurfti að hverfa til undanbragða. Ég notaði mér kuldann, til að beina athygli minni aðarineldinum, en ég fann, að það var annað og meira en lik- amlegurkuldi, innrikuldi, sem ég hafði ekki fundið til úti i snjónum. Allt i einu sneri hann Sér aö mér og sagði: — Hverskonar mann- gerö ert þú, Linda, nefiö á þér vis- ar svolitiö upp á við og getur bent á hroka, en munnurinn er svo op- inn og ærlegur? — Vertu ekki að tala um munn- inn á mér, ég veit hann er alltof stór, sagði ég og fann að ég roðn- aöi. — Það litur út fyrir, að þú fórn- ir lffi þinu fyrir aðra, en heldurðu ekki að þú ættir að hugsa svolitiö um sjálfa þig lika? Ég var ábyrg fyrir Hfi Stuarts, hugsaöi ég, en reyndi að svara, eins og i vörn: — Ég á auðvitaö mitt eigið lif. — Að sjálfsögðu er það bundið einhverjum karlmanni? Hann var að egna fyrir mig. Hann var með striðnissvip og mér fannst óþægilegt að finna fyrir augnaráði hans. — Vitaskuid, sagði ég. — Það er maður, sem ég vann með i borginni og ég veit hann hefur hug á þvi að fá mig fyrir konu. — Það liggur ekki ljóst fyrir enn- þá, sagði ég og var Adriu þakklát fyrir, að hún skyldi trufla þetta ó- þægilega samtal. Um hvern eruö þið að tala’, spurði hún óþolinmóð. — Við erum að tala um líf Lindu, sagði faðir hennar. — Hún er hér að lita eftir gestunum i skiöaskálanum og hér til að lita eftir þér. En hvenær fer hún að hugsa um sjálfa sig? Við vorum rétt búin aö ljúka við drykkina, þegar Shan kom niður sligann og sveif inn i stofuna, klædd siðum, fjólubláum slopp meö stórum gulum blómum. A annarri hliðinni var klauf, sem náði upp undir hné. Hún virtist undrandi og alls ekki ánægð yfir þvi að finna okkur þarna fyrir framan arininn. — Ég gat ekki verið ein uppi lengur, sagði hún og fleygði sér niður i einn hægindastólinn, þar sem hún teygði úr fótunum. — Ég var að hlusta á veðurfregnirnar og það er spáð blindbyl og roki og það lætur sannarlega ekki á sér standa. — Það er liklega betra, að ég reyni aö koma mér til skiðaskál- ans, meöan fært er, sagði ég. — Ef veðriö versnar, þá verð ég þar i nótt. Ef gestirnir hafa farið út i dag, þá koma þeir örugglega snemma heim. Adria setti frá sér bollann og kom til min. — Farðu ekki þangað i kvöld. Linda, vertu hérna hjá mér. Mig langar svo til að hafa þig hérna i kvöld. Ég var ákaflega snortin yfir innileik telpunnar og tók báöar hendur hennar i minar. — Ef þig langar til þess, þá lofa ég þvi, að koma aftur I kvöld, sagði ég. — Haföu engar áhyggjur, sagöi Julian, ég skal fylgja þér, Linda, og ég skal lika koma og sækja þig. — Jæja, ég ætla þá að flýta mér, sagði ég við Adriu. — Viltú koma með mér upp, við getum rabbað saman, meðan ég hef fataskipti. Við fórum saman upp. Það var eins og að koma i annan heim, að ganga inp I turninn. Það hvein i storminum og snjórinn hafði byrgt alla glugga. Það var lika ljóst, aö það haföi snjóað upp að dyrunum og ég sá nú, hversvegna þessar dyr voru læstar að vetrin- um. Cinnabar var að ráfaum gang- ana, greinilega órólegur. Adria tók hann upp og kom meö hann inn til min, þar sem hún setti hann á mitt rúmið. Það var nú nokkuö dimmt úti og allur þessi snjór gerði umhverfið hálf draugalegt. Ég dró tjöldin fyrir gluggann, til að loka fyrir útsýnið til brunatrjánna. — Má ég hjálpa þér að taka upp dótiö þitt? spurði Adria. Ég kinkaði kolli. Þú getur byrj- að á ráptuðrunni, ef þig langar til þess. Hún fór að tina upp úr töskunni, inniskó og fleira. Ég lagði frá mér handspegilinn og sneri mér á stólnum við snyrtiborðið, til að þurrka af mér varalitinn. Ég fann að Adria stóð rétt fyrir aftan mig og mér fannst einkennilegt að hún skyldi koma svona fast upp að mér. Hún rétti fram lófánn. — Hvar fékkstu þetta? hrópaði hún upp yfir sig. — Hefirðu farið inn i herbergi mömmu'! Stalstu þessu? Hún hélt á meninu með mynd- inni af Ulli og þá mundi ég eftir þvi, að ég hafði stungið þvi niöur i eitt hólfið i töskunni. Ég tók það va'rlega af henni. — Móðir þin átti ekki þetta men. Ég á það. Mér var gefið það fyrir nokkru siðan. Ég sneri þvi við og sýndi henni bakhliðina. Hún horfði á mig, hikandi. — En.. en mamma átti svona men. Pabbi lét búa það til handa henni. Það getur ekki verið, að það séu tvö eins. — Þau eru aö öllum likindum mörg svona men til. Ertu viss um, að þetta sé eins og það men, sem mamma þin átti? — Nei, það var ekki svona bak- hlið á þvi. — Þá vona ég að þú sért leið yf- ir þvi að koma meö slíkar ásak- anir, sagði ég. Henni hafði sýnilega brugðið og liklega var hún leið yfir fljótfærni sinni. Ég var lika leið yfir svip telpunnar og haföi verið dálítið hörö við hana, en ég get ekki átt á hættu, að hún segði Shan frá þessu. Clay og Emory gátu setið á sér, en það myndi Shan aldrei gera. Cinnabar fór nú að gerast órór, hann reis upp og rak upp ámat- legt væl. Adria sneri sér hægt að honum. — Heyriröu þetta. Henni mis- likar þaö sem þú sagðir. Kannski veit hún betur, veit að þetta er hálsmeniö hennar. Ég var dálitið hvassyrt, þegar ég sagði: — Fer Cinnabar lika á skiðum? Ég hugsa að honum veiti ekki af, að fá aöstoð frá Ulli, þeg- ar hann fer niöur brattar brekk- ur? Adria leit snöggt á mig, en svo hló hún glaðlega. — Þú lætur þetta hljóma svo kjánalega. Komdu Cinnabar. Ég skal leyfa þér að fara þangað sem þú vilt. Ég held samt aö þú viljir nú ekki vera úti. Margot vildi heldur ekki vera úti i stormi. Hún var ekki ó- veðursbarn eins og ég. Hún horfði glettnislega á mig, tók Cinnabar i faðm sér og bar hann út. Ég stakk hálsmeninu undir nærfötin i skúffunni og fór i stig- vél og hlýja úlpu. Svo flýtti ég mér niöur og var glöð yfir þvi, aö hitta hvorki Adriu né Shan. Julian sat eins og áöur við skrifborðið sitt. Það var nokkuö furðulegt, en ég fann fyrir feimni, þegar ég sá hann aftur. Það hafði verið eitt- hvað, þarna úti i snjónum, sem tendraði einhvern skilning og samúö milli okkar, en. mér fannst ég verða að vinna bug á þvi. Og Julian brosti hlýlega til min. — Ég ætla þá að ónáða þig, ef þú vilt ennþá fylgja mér, sagði ég- Hann kinkaði kolli. — Já, að sjálfsögðu, ef þú ert ennþá ákveð- in i að fara. Ég verð fljótur að fara i yfirhöfn og stígvél. Ég beið hans við útidyrnar, gægðist út um litlu rúðurnar i hurðinni og sá að það var blind- bylur. Ég var hálf kviðin fyrir þvi að fara út, en reyndi samt að hafa hemil á kviðanum. Það virtist enginn á ferli, engin spor i snjón- um, enginn Emory Ault á gægjum bak við trén. Ég fór að hugleiða hvar hann byggi og mér kom í hug þaö sem Stuart hafði sagt: að liklega væri það hann, sem hefði lykilinn að öllu leyndarmálinu og að eg yrði að finna einhver ráð til að kreista það út úr honum. Julian kom fljótlega og hann tók undir.arm minn, þegar við gengum út. — Haföu engar á- hyggjur, sagði hann, — ég hefi séð það verra. En það hafði ég ekki. Ég reyndi aö beygja höfuðið, svo snjórinn blindaði mig ekki og ég er viss um, að ég hefði ekki haft neitt á móti storminum, ef Julian hefði ekki stutt mig. Húsið hvarf strax sjónum okkar og ég heföi ábyggi- lega villzt strax, ef ég hefði verið ein. Það var greinilegt, að Julian rataði blindandi, enda komumst við að bakdyrum skiðaskálans slysalaust. Ég var að visu móð,. en hlæjandi, þegar ég fór inn. Julian stanzaði stundarkorn á stéttinni, meöan ég var að stappa af mér mesta snjóinn og hann burstaði af úlpunni minni. — Þetta er allt I lagi, sagði ég og ýtti hettunni aftur á bak. — En ég reyni ekki einu sinni aö komast til baka einsömul. — Þú litur ljómandi vel út, sagði hann og strauk léttilega háriö frá augunum á mér. Ég stóð stundarkorn, sem frosin viö jörð- ina. Hann sá það og hló glaðlega. Hann þekkti að likindum konur. — Eigum viö aö segja, aö ég komi klukkan tiu, til að sækja þig, sagði hann. — Ég býst viö að flestir fari snemma aö hátta i þessu veðri. Ef veðrinu slotar i nott, þá verður gott skiðafæri á morgun. Þetta voru ósköp venju- leg orð, en þau huldu ekki gleði- svipinn i augum hans. — Það á þá liklega við þig, en ekki við kaninur eins og mig, sagði ég og reyndi að láta ekki heyra á mæli minu. — En það veröur ekki lengi veriö að troða niður nýju mjöllina. Hann brosti. — Þú ert nú samt duglegri en sumar kaninur, þú hefir haft mjög góö áhrif á Adriu. Það er kraftaverk. — Þú getur sjálfur gert miklu áhrifarikara kraftaverk sagði ég. — Þú sást sjálfur hvernig barnið tók stakkaskiptum, þegar við fór- um upp fjallið i dag. — Þaö var nú samt þér að þakka, Linda. Hann' snerti laus- lega öxl mina og hvarf út i bylinn. Ég flýtti mér að loka dyrunum á eftir mér, fór úr úlpunni og 3 . TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.