Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 31
Umhverfismál eru mjög á döfinni og ekki seinna vænna fyrir margar þjóðir aö fara að gera róttækar áætlanir um varnir gegn mengun. bó að við fslendingar séum kannski öðrum betur settir hvað mengun og önnur umhverfisvandamál snertir, er okkur trú- lega hollast að gæta að okkur fyrr en seinna. bess vegna gerum við hér samanburð á tveimur borgum. Borgin sem okkur langar til aöbúaí er þvi miður hvergi til. Sælurikisins verður stöku sinnum vart i eitt andartak en svo ekki meir. bað gæti litið út eitthvað svipað þessu: 1. Gömul falleg hús eru ekki rifin, heldur lag- færð og endurnýjuð. 2. Tré, grasflatir og blóm, sem bæta andrúmsloftið á tvennan hátt. '3. Gangstigar og stéttir eru aðskildir frá akbrautum á greinilegan hátt og gert eins hátt undir höfði og akbrautunum. 4. Við gel- um notað undirgöngin til að forðast umferð- ina...,5.... eða notað litla rafknúna bila, sem hvorki eru hávaðasamir né menga íindrúmsloltið. fi. Ströng umhverfisvernd- arlög halda loftinu tæru og himninum bláum. 7. Fleiri götukaffihús og færri bankahallir gera miðbæinn viðkunnanlegri. 8. Grónir skemmtigarðar með bekkjum og gosbrunn- um bjóða upp á notalegar samræðustundir. 9. Barnanna er gætt á fallegum og skemmtileg- um leikvöllum meðan loreldrarnir verzla. 10. Ávaxta og issalar og blómsölukonur lifga upp á bæjarbraginn. 11. 1 stað risavaxinna vöru- markaða og verzlunarhúsa eru komnar nokkrar litlar verzlanir og ljöldinn allur af vingjarnlegum örlitlum búðarkompum. 12. Á jarðhæðinni i öllum verzlunarhúsum eru bar- ir, krár og litil handverksmannaverkstæði. 13. Ný lög um húsaleigu hafa gert fólki kleift að búa aftur i miðbænum gegn sanngjarnri loigu 14 Lilið verður fagurt i húsum, þar sem uppi á þaki eru sölbaðsskýli og aðstaða til að hafa barnagæzlu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.