Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 39
synjandi frá læknum, þegar rauöu hunda faraldurinn gekk hér áriB 1967. Börnin, sem fæddust vanheil vegna' þess, geta verið þyngri kross á foreldrum og jafn- vel læknum, sem synjuðu um að- gerðina, en nokkurn getur órað fyrir. Ég held lika, að áhöld séu um, hvort fóstrinu er sýnd meiri virðing með þvi að láta það fæð- ast óvelkomið i þennan heim, eöa með þvi að nema það burt. Frjáls- ar fóstureyðingar hafa einnig þann óumdeilanlega kost, aö þær koma i veg fyrir allt ólöglegt kukl. Margir hafa bent réttilega á, að sumt fólk getur ekki eignast börn og sækist eftir fósturbörn- um, Fósturforeldrar geta reynzt vel og kannski enn betur en aðrir foreldrar, en það kostar mikil átök að gefa barn og þaö getur sett mark sitt á konur allt þeirra lif, ef þær neyðast til aö gera það. Ég hef orðið vitni að mjög sorg- legum örlögum stúlkna, sem gef- ið hafa börn sin. Með þessu er ég ekki að segja, að fóstureyöing sé saklaust meðal, enda vonast ég til að fólk geri sér grein fyrir að hún er ekkert til að leika sér að. En ég vil leggja megináherzlu á þörfina á fræðslu um kynferðismál. Það þarf skelegga og opinskáa fræðslu en ekkert hálfkák. Ef slik fræösla er nógu öflug og viötæk þá kemur hún i veg fyrir að gripa þurfi til fóstureyðingar, sem hlýt- ur alltaf að vera neyðarúrræði. Að lokum spurði ég Helgu, hvað hún hefði tekið á móti mörgum börnum alls. Hún fletti upp i „Fæðingarpostillunni” og þar stóð að þau væru orðin 3464 börn- in, sem hún hefur hjálpað i heim- inn á þeirri tæpu hálfu öld, sem liðin er sfðan hún lauk ljósmóður- prófi. BRÚÐKAUPSFERÐ Framhald af bls. 25 Þegar Magnús ætlaði að fara og skila lyklinum, stóð litli maöurinn I anddyrinu. Þau komu auga á hann i tæka tið og ákváðu að taka lykilinn með sér og smeygja sér út á götuna, ekki laus við sektar- tilfinningu: Treystu sér ekki til langrar rökræðu við litla mann- inn til þess að reyna að skýra það fyrir honum, að þau hefðu ekki efni á að ráða sér leiðsögumann fyrir allán timann. Magnús leit niöur á slitna skóna sina. Hvernig haföi nokkrum dottið i hug aðtaka hann fyrir rikan Amerikana? Hestvagnarnir stóöu i langri röð á árbakkanum. Þegar eklarn- ir komu auga á tvo ferðamenn i annars auðri götunni, upphófst æðislegt kapphlaup þeirra til að verða fyrstir að bjóða þeim far með einum af þessum háu, hrikt- andi vögnum I ensku handbók- inni stóö. að það kostaði fjörutiu pjastra að láta aka sér til Karnakhofanna, en sá, sem vann kapphlaupið, krafðist hundraö pjastra. Liv og Magnús tóku það gott og gilt, reyndu að sannfæra sig um, að það hefði verið átt við fjörutiu pjastra á mann i bókinni og liklega hefði verðið stigiö, siö- an bókin kom út. A leiðinni sagði ekillinn þeim, að innan tiðar mundi ekki nokkur ferðamaður láta sjá sig svo sunnarlega vegna hitans. Magnús spurði hann, hvað hann gæti þá gert. Hann svaraði þvi til, að Hassan sem ætti vagninn og niu aðra vagna, væri vanur að senda sig niður með Nil, allt til Alexandriu, til þess að stunda aksturinn þar. En gæti hann þá tekið fjölskyldu sina með? Amal, ekillinn, hristi túrbanklætt höfuðið. Ég á sex börn! Hofin i Tarmak — reist fyrir þúsundum ára til þess að sýna manneskjunum fram á mikilleik guðanna og sina eigin smæð. f rústum þeirra fundu norsku ferðamennirnir einnig til smæðar sinnar. Syfjulegur varðmaður lét þau i friði, þegar þau uppástóðu, aö þau skildu ekki ensku, og þau fengu óáreitt að kynna sér staðinn og sögu hans af ferðabæklingn- um. Magnús og Liv héldust i hendur og voru þögul, þau fundu til ólýsanlegrar auðmýktar, næst- um lotningár, eins og þau langaði til að falla á kné, þau vissu ekki fyrir hverju, kannski fyrir eilifð- inni. Og samt— undir hinni geysi- stóru Amenopisstyttu stóð Magnús sig allt i einu að þvi aö vera að velta fyrir sér, hvort hundrað pjastrarnir hefðu átt. að nægja fyrir heimferðinni lika, eða hvort ekillinn, sem beið þeirra við hliðið, mundi heimta meir. Ösjálfrátt herti hann för þeirra, vildi ekki láta hana biða lengi. Þau óku aðra leið til baka, gegnum sjálfan bæinn, lengri og dýrari leið, óttaðist Magnús i fyrstu, en svo hugsaði hann með sér, að þau fengju andvirði peninganna. Gráhvit húsin minntu einnig á eilifðina, og þau náðu aö sjá sem snöggvast inn i litil verkstæði og eldhús, og þau sáu, hvernig konurnar og börnin voru klædd, og þau fundu, að þetta var allt önnur Afrika en þau höföu skynjað i Kairó með allri sinni stórborgarfátækt. Þetta kostar liklega eitthvað, sagði hann við Liv, við sleppum bara hádegisverðinum, við getum fengið okkur eitthvað á hótelinu. Hún mótmælti ekki, en mótmælin hófust inni i þeim, þegar þau fundu ilminn af kryddi og kinda- kjöti, sem lagöi út úr litlu eld- húsunum, þegar þau óku gegnum þetta timalausa, óreunverulega, ömurlega þorp, og þau urðu glor- hungruð. Amal ók þeim ekki upp að aðal- inngangi hótelsins. Þau áttuðu sig ekki á staðháttum og báðu hann að aka lengra, en hann hristi höfuðið og benti þeim, hvert þau áttu að fara. Þau skildu ekki, hvers vegna hann fékkst ekki til þess að aka þessa hundrað metra, sem eftir voru. Magnús byrjaði á þvi að rétta honum umsamda borgun. en Amal dembdi yfir hann heilu flóði af útskýringum á þvi, hvað hann hefði tekið á sig langan krók þeirra vegna og sýnt þeim mikið umfram það, sem honum bar. Magnús bætti fimmtiu pjöstrum við, en Amal var enn ekki sáttur við þá upphæö. Magnús skammaðist sin. Hvar i Noregi hefði hann svo sem getað tekiö hest, vagn og ekil á leigu fyrir þetta fé? Liv fór að toga i hann, þetta væri orðið meira en nóg. Magnús hélt áfram að gramsa i vösum sinum, og loks varð Amal ánægður, tók við peningunum og þakkaði fyrir: Hún gekk þegjandi á undan honum til hótelsins. Honum gramdist þögn hennar. En hvað maður verður fljótt nizkunni að bráð i landi fátæktarinnar, hugsaöi hann. Hvað maður venst ■ þvi fljótt, að allt eigi að vera ódýrara en heima, og svo finnst manni undir eins, að maður hafi verið hlunnfarinn. Þau ákváðu að fá sér smurt brauð á sundlaugarbakkanum, héldu að það mundi kosta minna en inni i matsalnum. Þau skildu ekki fyrr en um seinan, að þar hafði þeim laglega skjátlast. Einn hljóp eftir hvitum dúk, annar eftir diskum, sá þriðji sótti blóm á borðið, og tveir i viðbót tóku sér stöðu hjá þeim til þess að veifa frá þeim flugunum, meðan þau snæddu. Þetta hefði verið hlægi- legt, ef þau hefðu ekki átt eftir sex daga i Egyptalandi, og það var augljóst, að peningarnir mundu ekki hrökkva til. Hann sá, hvernig hún tútnaðiút. Geturðu ekki beðið þá að hypja sig, hvæsti hún. Það gat hann ekki. Hefurðu hugsað þér að hygla þeim öllum fimm fyrir að bera okkur tvær brauðsneiðar? Hann kinkaði kolli þögull. Hún þreif allt i einu diskinn sinn og strunsaöi að sundlaugarbrúninni og settist þar til að borða. Komdu! sagði hún. Kærðu þig ekki um þá, við eigum rétt, á þvi að fá að vera i friði! Hvitklæddu mennirnir horfðu á hana meö hryggðarsvip. Magnús gat ekki fengið sig til þess aö ganga lika frá blómprýddu borðinu. Hann sat kyrr. Og borgaði. Ergileg„ svöng og þyrst neyddust þau loks til þess að hörfa undan hitanum og skýla sér i litla húsinu. Þau þorðu ekki aö drekka vatnið, vildu ekki panta sér sódavatn, og á meðan sólin seig i NIl, tók Magnús fram vasa- bókina og reyndi að koma skipu- lagi á fjárreiður þeirra. Þegarhann lagðist við hliðina á henni og ætlaði að kyssa hana, settist hún skyndiléga upp. Nú skil ég, hvers vegna hann vildi ekki aka með okkur að aðalinn- ganginum! Hann vildi fá borgaö, án þess að Hassan sæi til. Hann hafði ekki bara fé út úr okkur! Rauð i framan af sólbruna og æsingi rauk hún út úr rúminu. Ég ætla að komast að þvi, hvað við hefðum i rauninni átt að borga honum mikið! Þeir skulu ekki halda, að þeir geti hagað sér ná- kvæmlega eins og þeim sýnist, Hvernig geta þeir búizt við þvi. að við séum heiðarleg gagnvart þeim, ef þeir eru það ekki sjálfir? Hún var þegar á leið út úr her- berginu, á leið niður á árbakkann, þar sem hestvagnarnir biðu i röð- um. Hann fór i skóna og fylgdi á eftir. Það var búið að tendra grænu lampana, sem héngu á milli pálmanna, beggja megin frá bárust stöðugt sams konar hljóð, hann hélt það væru froskar. Hann stanzaði, þegar hann kom út á götuna. Hún var þegar komin að vögnunum. Hún stóð þar og talaði við Arhal og stóran, skeggjaðan mann, reiðileg rödd hennar keppti við froskakvakið. Litill, móðgaður, norskur ferða- maður á bakka Nilar, þar sem ibúarnir i gömlu Thebe höfðu fjórum öldum áður byrjað báts- feröir sinar með þá dauðu. Yfir henni hið þunga egypzka myrkur, hin eilifa Nilarnótt. Hann hætti við að elta hana, sneri sér við og gekk inn. Nokkr um minútum siöar kom hún aftur. Hún tók ekki eftir svipnum á hon- um, en gaf skýrslu sina sigri hrósandi. Það var nákvæmlega eins og ég hélt. Hann tók auka- gjaldið bara handa sjálfum sér. Þvilikur svindlari! Hlunnfer sinn eigin vinnuveitenda! Og þú, sem gafst honum heilmikið þjórfé i ofanálag. Hún gengur út að glugganum og horfir á uppþotið úti á bakkan- um, Amal og hinn skeggjaði Hassan mitt i hópi æstra manna og, horaðra hesta, og vagnarnir eru eins og skuggar i kringum þá. Loftkælingin er á fullu, og Liv lit- ur furðu hressilega út i stutta batikkjólnum sinum. Hann virðir hana fyrir sér gegn vilja sinum. A þessu augnabliki finnur hann til meiri samkenndar með Amal, fjölskylduföðurnum, en henni. Var þetta nauðsynlegt? spyr hann. Hugsaðu þér, ef hann missir nú atvinnuna út af þessu! Rétt skal vera rétt, svarar hún með sigurhreim i röddinni, og hjá henni verður ekki vart minnsta efa um að hún hafi gert rétt, ekki minnsta óöryggis. Svona ákveöin i skoðunum, svona örugg um fræðilegar lausn ir á vandamálum vanþróuðu landanna — og svona snauð af skilningi og umburðarlyndi gagn- vart einum einasta fátæklingi! Hvernig hafði hann nokkurn tima getað fest ást á henni. dáðst að henni, hlustað á hana! Hvað vissi hún um erfiðleika við að draga fram lifið, hún, sem aldrei hafði þurft að bera efnahagslega ábyrgð á nokkurri manneskju, naumast einu sinni sjálfri sér! Hvernig dirfðist hún að álita sig bera skynbragð á, hvað væri rétt og hvað rangt i þessum framandi heimshluta? Og hann var i brúðkaupsferð iiu-ð þessan konu. Hann sat uppi með þessa manneskju, hér i þessu litla hótelherbergi i Luxor, og það var engrar undankomu auðið, engin flugferð fyrr en að morgni, hann yrði að deila her- bergi með henni og halda áfram ferðinni með henni. borða með henni, sofa hjá henni, tala við hana. i dag. á morgun og dagana þar á eftir. Hún dregur gluggatjöldin fyrir, gatan og árbakkinn hverfa sjón- um. Hann fyllist þeirri óþæginda- tilfinningu að vera innilokaður meðhenni i þessu hótelherbergi, i þessu hjónabandi. Það minnir hann á þegar þau voru inni i Keopspýramidanum, i langa þrönga ganginum, þar sem þau 3 . TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.