Vikan


Vikan - 17.01.1974, Page 8

Vikan - 17.01.1974, Page 8
Indira Gandhi 4 I kring?” En viö komum þvi i kring. Þegar við hugðumst stofna lýöveldi var sagt: „Hvernig er hægt að stofna lýðveldi I landi, þar sem meiri hluti ibiianna er ó- læs?” En það reyndist unnt. Þeg- ar viö komum á þjóönýtingu á vissum sviöum, var sagt: „Þetta er kommúnismi. Lýðræði og kommúnismi geta ekki farið saman”. En samt hefur það blessazt. Og nú siðast höfum við tilkynnt, aö viö ætlum að berjast gegn offjölguninni. Það er hlegið að okkur. En þegar hefur nokkur árangur náðst. Blaðam: Þér eruð kvenrétt- indakona? Indira Gandhi: Nei. Þvi ætti ég aö vera kvenréttindakona? Mér fannst ég alltaf geta allt, sem ég vildi. Móðir min var opinber « kvenréttindakona, henni voru settar hömlur vegna þess að hún var kona. Mig langar til að segja stuttlega frá móður minni. Hún var kát og fjörug i bérnsku og lék sér við bræður sina. Sem barn nauthún hamingju. En allt i einu var hún ekki lengur barn og varð að sitja heima, af þvi að þar átti konan að vera. Henni virtist á- skapaö að búa i hálfgerðri ein- angrun og sitja alltaf heima i húsi sinu. Og þess vegna barðist hún fyrir auknum réttindum konum tilhanda allttil dauðadags. Henni hefði fallið einkar vel við allar þær konur, sem nú láta að sér . kveða utan heimilanna. Blaðam: Hvort fellur yður bet- ur að starfa með konum eða körl- um? Indira Gandhi: Mér fellur jafn- vel að starfa með báðum kynjum. Ég lft aldrei á konu sem einungis konu eða karlmann sem ekkert nema karlmann. Ég lit á persónu- leika þefrra. Hugsið yður hvað ég fékk sérstakt uppeldi hjá föðrur minum og móður. Þau ólu mig upp eins og strák. Ég fann aldrei til neinnar minnimáttarkenndar gagnvart strákum. Blaðam: Hvað finnst yður hafa átt mestan þátt i að móta yður eins og þér eruð? Indira Gandhi: Lifið, sem ég hef lifað. Erfiðleikarnir og þreng- ingarnar. Það eru i rauninni for- réttindi að fá að reyna erfiða tima. Þrengingar móta fólk sterkt. Ég átti i rauninni enga einfalda og hamingjusama bernsku. Alltaf, þegar lögreglan handtók fjölskyldu mina, varð ég ein eftir i húsinu. Ég lærði afar snemma að standa á eigin fótum. Ég var átta ára, þegar ég fór i fyrsta skipti til Evrópu. Ég ferð- aðist á eigin spýtur milli Frakk- lands og Sviss, þvi að foreldrar minir voru ýmist hér eöa þar og ég fór á milli. Faðir minn innrætti mér snemma jafnaðargeð og fað- ir minn lærði það af Mahatma Gandhi. Blaðam: Þér hljótiö að hafa unnað föður yðar afar heitt. Indira Gandhi: Vitaskuld. Ég held að faðir minn hafi komizt eins nærri því að vera fullkominn maður og dauðlegum manni er unnt. Hann trúði á Indland. Viö skildum hvort annaö mjög vel. Blaðam: Er það rétt, að þér hafiö verið ákveðin i að gifta yður aldrei? Indira Gandhi: Já, þangað til ég var komin á átjánda ár. Ind- land var ekki frjálst og ég ætlaði að helga ættjörðinni alla krafta mfna. Þegar ég var orðin átján ára, breyttist viðhorf mitt, þvi að mig langaði þá mikið til að eign- ast börn, helzt ellefu börn. Mað- urinn minn vildi ekki eiga nema tvö. Og mig langar til aö segja yð- ur svolitið: Læknar ráðlögðu mér að' eiga ekki börn, barnsburður gæti orðið mér hættulegur. Ég varö fokreið, þegar mér var sagt þetta. Og ég svaraði: „Ég vil ekki heyra,.að ég geti ekki eignast nein börn. Ég vil fá að vita, hvað ég á að gera til þess að geta eignast þau”. Mér var sagt, að ég yrði að bæta’á mig holdum, þvi að ég væri allt of horuð. Svo gerði ég allt, sem mér var sagt, til þess að reyna að fitna. En ég þyngdist ekki um eitt gramm. Þá skipu- lagði ég sjálf matarkúr handa mér og það bar árangur. Ég segi þetta bara til þess að reyna aö sýna yður fram á, hvað ég var á- kveðin i þessu. Blaðam: Og þér eruð ákveðnar við fleira. Og ef mig misminnir ekki sýnöirðu lika, hvað þú gazt verið ákveðin, þegar þú gekkst i hjónaband. Indira Gandhi: Já, enginn mátti heyra á þetta hjónaband minnst. Allt Indland var á móti okkur, af þvi aö maðurinn minn var annarrar trúar, hann var parsi. Okkur var hótað morði. Samt giftist ég Feroze Gandhi. Ef ég er búin að bita eitthvað i mig, verður mér ekki um þokað. Blaðam: Maðurinn yðar lézt fyrir nokkrum árum. Hefur yður nokkurn tima dottið i hug að gift- ast aftur? Indira Gandhi: Nei, nei. Þvi ætti ég að gera það? Lif mitt er nógu auðugt nú þegar? Útilokað. / Blaðam: Ég get heldur ekki i- myndað mér yður sem húsmóður. Indira Gandhi: Þar skjátlast yður. Ég var afbragðs húsmóðir. Og ég haföi mikla gleði af þvi að ala syni mina. Ég held að mér hafi tekizt það allvel. Þeir eru báöir dugandi menn. Ég fæ held- ur ekki skilið þær konur, sem finnst það aðdáunarvert að vinna utan heimilisins og sinna þörfum þess jafnframt starfi sinu. Það er alls ekki erfitt, ef maöur skipu- leggur tima sinn skynsamlega. ÞegarHajiv.eldri sonur minn, var þriggja eða fjögra ára og var á barnaheimili, tók ég mikinn þátt i starfi að æskulýðsmálum. Dag einn sagði móðir eins leikfélaga I\ajivs við mig: „Það hlýtur að vera mjög dapurlegt fyrir yður að hafa engan tima handa barninu yöar”. Sonur minn hrópaði upp 8 VIKAN 3 . TBL. Indira Gandhi 'meö barnabarn sitt Þjóðin hefur dálæti á forsætis ráðherranum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.