Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 18
meö þaB til gullsmiös i Phila- delphiu, til aö láta má nötnin út. Þegar ég kom meö þaö til hennar, gaf hún mér meniö. Aö einhverj- um ástæöum vildi hún láta lita svo út, aö hún væri aö fara á fjör- urnar viö mig. Ég minntist nú oröa Shan, sem sagöi, aö Margot heföi veriö aö leika sér viö Stuart. Þaö virtist ekki vera mögulegt aö fá meira út úr honum, svo ég stóö upp til aö fara og óskaöi þess innilega, aö ég heföi getað kysst hann á kinnina, en það var nú ekki svo gott, meö þessa járnrimla á milli okkar. — Linda, sagöi hann. — Reyndu að hafa gát á Emory, hann hefur lykilinn að gátunni. Reyndu aö fá hann til aö segja þér þaö. Ég sagöi honum, aö ég myndi gera þaö sem ég gæti. Svo yfirgaf ég fangelsiö og ók hægt áleiöis til Greystones. Adria virtist vera búin aö ná ser eftir óhappiö meö Shan og hún minntist ekki á köttinn i stigan- um. Hún óskaði mig velkomna og var greinilega ánægð yfir til- breytingunni. Hún vildi lika endi- lega sýna mér herbergiö mitt og sat hjá mér meðan ég var aö taka upp úr töskunum. Ég var mjög fegin og örvaöi hana til að tala viö mig. Þaö var sennilegt, að vera min yrði henni til góðs. Shan var að ná sér og þótt hún óskaöi mig ekki beinlinis vel- komna, þá var hún samt frekar alúöleg. Adria var forvitin og spuröi mig f þaula. — Hversvegna komst þú hingaö, Linda, i staö þess aö búa i skiöaskálanum? Þaö hefir engin af stúlkunum, sem hafa veriö þaö, búiö hér. Ég var reyndar búin að búa mig undir þessa spurningu og ég tók þaö ráð að gera eins og Julian haföi stungiö upp á, aö ég væri komin til að hjálpa henni viö námiö. Ég bað hana aö sækja bækurnar sinar. Hún spuröi mig ekki frekar um kennarastööu mina, en fór eftir bókunum. Viö fórum aö lita yfir bækurnar og hún virtist ekki hafa neitt á móti þvi, aö lita I kennslubækur tvo til þrjá tima á dag. Skyndilega stökk hún upp af stolnum og hljóp út að gluggan- um. — Ég vildi óska, aö ég heföi séö þessi tré standa I ljósum loga. Heldurðu ekki aö þaö hafi veriö reglulega æsandi, Linda? Það skeöi um kvöld. Afi minn hélt að einhver heföi kveikt I trjánum meö vilja. Þaö getur veriö aö ein- hver heföi ætlað aö kveikja i hús- inu lika. En það brann ekkert nema trén. Pabbi var lltill, þegar þetta skeöi og hann segir aö eld- urinn hafi stigiö svo hátt, aö hann huldi fjallið. — Þaðer alltaf æsandi að horfa á eld, Adria, en þaö er ekki gaman. Ég... ég bjó einu sinni I húsi sem brann til kaldra kola. Hún horföi á mig og augu henn- ar uröu stór og spyrjandi. — Segöú mér frá þvl, Linda. — Kannski einhverntima siðar. Hún fór aftur aö horfa út um gluggann. — Pabbi sagöi, að það heföi hvinið I eldinum eins og hvirfilvindi. Helduröu aö þaö komi bráöum hvirfilbylur? Ég gekk út að glugganum henn- ar. Brenndu trén voru ekki eins skuggaleg núna, það haföi fest mikinn snjó á þeim, en hann fauk jafnóöum af. Steinnibburnar, sem stóöu upp úr vatninu I læknum, voru hvitkrýndar og ishröngl barst með straumnum. — Ég hefi ekki heyrt veöur- fregnirnar, sagöi ég, — en mér finnst það vera að hvessa. Ég heyrði hvininn i vindinum og við og viö heyrðist haglél á gluggun- um. Adria leit á mig og það glamp- aöi I augum hennar. — Shan er hrædd viö storm, en mér finnst bara gaman, þegar hvasst er. Þaö hvin þá líka mikiö i turninum, en þá þykir mér gam- an, það er eins og að vera i miðj- um hvirfilvindinum. Veiztu hvað Margot sagöi, hún sagbi aö ég væri stormabarn. Þaö var mikill stormur, þegar ég fæddist, það var rétt svo að pabbi gat komið henni til sjúkrahússins nógu snemma. Hún sagöi að þaö væri eðlilegt að ég hefði svona gaman af storminum, að ég verði alltaf æst og lika glöö. Stundum langar mig til að hlaupa út, en pabbi seg- ir að það geti verið hættulegt. — Það er alveg ábyggilegt, sagði ég. — En langar þig til aö fara út núna snöggvast, áöur en veðrið versnar? Hún ljómaöi af ánægju. — Get- um viö fariö núna? Viö gætum haldið okkur heima viö húsið. — Farðu þá I snjóstlgvél og úlpu, svo skulum við segja pabba þínum og Shan frá þvi, svo þau viti hvar viö erum. — Ekki Shan, elsku geröu það ekki! Hún er svo hræöilega veöurhrædd. Hún dregur alltaf tjöldin fyrir gluggana hjá sér og breiöir upp yfir höfuö. Viö skulum bara tala við pabba, þú getur á- byggilega fengiö hann til aö gefa leyfi. Við fórum i skíöaföt og stigvél. Julian sat viö skrifborðið, önnum kafinn. — Við ætlum aö skreppa út svo- litla stund og anda aö okkur fersku lofti, sagði ég, en hann virti mig vandlega fyrir sér. — Svo Adria hefur sagt þér frá þessari veöurást sinni. Hún er kannski búin aö smita þig? — Ekki beinlinis, en ég hefi yfirleitt aldrei veriö úti i snjóbyl. Mig langar til að reyna það. Hann brosti til okkar. — Já, far- iö þið bara. En þiö skuluð samt halda ykkur heima viö húsiö, ef það skyldi hvessa. Þaö er mjög auövelt aö villast I skóginum, ef hrföin veröur dimm. — Þú ættir aö koma meö okkur, þá værum viö öruggar. Adria dansaöi af gleöi, en mér var strax ljóst, að Julian myndi ekki koma. Hann virti mig fyrir sér, eins og hann væri að velta þvi fyrir sér, hversvegna ég væri aö biöja hann um þetta. — Okkur langar til aö þú komir með, sagöi ég og sneri mér und- an, áður en hann sæi of mikið. Ég var sjálf hissa á þessu uppátæki minu og gat varla skilgreint það sjálf. En einhvernveginn langaði mig til að hann kæmi út, burtséö frá Adriu. Hann lagði skjölin til hliðar. — Ég verð stundarkorn að klæöa mig f skiðaföt. Biðið þiö þá eftir mér, ég kem bráöum. Þegar hann var farinn, hoppaði Adria um allt gólfið i bókaher- berginu. — Hann ætlar að koma meö okkur, Linda, ó, hve það er gaman. Mikið er ég fegin að þú komst. Shan segir að þú getir kannski beitt okkur töfrum og hún sagöi mér aö fara varlega. Nu hefur þú beitt töfrum, er það ekki? Til aö fá hann með okkur. — Töfrum? Vertu ekki kjána- leg. Helduröu ekki aö hann hafi gaman af, að gera þér til geös? Hún varð fljótt alvarleg. — Vegna.. vegna þess, að hann skiptir sér yfirleitt ekki mikið af mér. Ég veit hvers vegna. Það er vegna þess, að þegar hann litur á mig, þá man hann eftir Margot. Stundum held ég að hann hati mig. Ég vaföi litlu fatahrúguna að mér. — Hann elskar þig mjög heitt, vina min. Þú mátt ekki gleyma þvi, þú mátt ekki einu sinni láta þér detta slikt i hug. Hann er að sjálfsögðu hryggur yf- ir þvi, að hafa misst móöur þina, eins og þú sjálf ert stundum hrygg. — En ég.. ég...ýtti... Ég flýtti mér að taka fram i fyrirhenni. — Það gerðir þú ekki! Mér brá sjálfri við það hve æst ég varð. —- Þú ýttir ekki stólnum, Adria. Ég veit þú geröir það ekki. Viö reynum aö finna sannanir fyrir þvi og ég veit að okkur tekst þaö. — Sanna þaö...? Daufum vonarsvip brá yfir litla alvarlega andlitiö. — Ég hefi veriö að hugsa um þetta og ég hefi alveg ákveöin á- form, en ég er ekki reiöubúin til aö reyna þaö ennþá. Adria. Viltu sýna mér herbergi móöur þinnar, einhvern tima? Viltu koma meö mér þangað? Hún gekk strax aö dyrunum milli herbergjanna, en þær voru læstar. — Þau eru búin aö læsa aftur. En ég veit hvar lykillinn er. Aukalykill. Þaö er lykillinn, sem Shan notaði, þegar hún læsti eftir að Margot féll niður i gilið og... og... Þarna var eitthvaö, sem vert var aö athuga. Hver haföi sagt mér, aö þessar dyr heföu veriö læstar, áöur en Margot dó? Clay? Clay, en ég gat ekki hugsaö um þaö aö svo stöddu. Ég tók um axlir telpunnar. — Þaö er allt i lagi, viö athugum þetta seinna. — Pabbi myndi ekki kæra sig um þaö. Hann hefur sagt, aö ég megi aldrei fara þangaö inn. En ég fór samt og nú er hann búinn aö læsa dyrunum. Liklega eru hinar dyrnar læstar lika, dyrnar frá dagstofunni. Svalardyrnar eru læstar að innan með slag- brandi. — Við finnum einhver ráö, þeg- ar þar aö kemur, sagði ég. — Þarna kemur pabbi þinn niður stigann. Láttu hann ekki sjá, að þú hafir verið svolitið æst. Gerðu honum heldur glaöa stund. Hún horfði einkennilega á mig, svolitiö undrandi. Ég efast um, að þaö hafi nokkurn tima hvarflað að henni, að þaö væri á hennar valdi, að gleðja einhvern. Hug- myndin hefur liklega fallið henni vel i geð, þvi aö þegar hann kom og gekk út aö dyrunum, skokkaði hún glaðlega á eftir honum. Stormurinn hafði ekki aukizt af neinu marki, það var kafald og stormdynurinn heyrðist i fjarska, nálægt fjallinu. Við gengum i kringum húsiö, Julian á undan og visaöi okkur veginn yfir brúna, sem lá yfir lækinn. Lækurinn var ekki allur undir is, svo vatnið sitr- aöi fram milli skaranna. Það hafði kyngt niður töluverð- um snjo og viö og viö óð Adria út i skafla, sem náðu upp fyrir stig- velin. Hún lét föður sinn kippa sér upp úr sköflunum og skrikti af ánægju. Julian virti hana fyrir sér og svipur hans lýsti bæði ánægju og undrun. Svo leit haun rannsakandi á mig, eins og kátina hennar væri kannski eitthvað frá mér sprottin og hann vissi ekki hvernig hann ætti að taka þessu. Ég hugsaði með mér, að honum veitti ekki af svolltilli uppfræðslu sjálfum, að minnsta kosti um föðurhlutverkið. — Eigum við að fara upp i fjall, pabbi, kallaði Adria til föður sins, en nú var farið að kveða i storm- inum, svo hún varð að tala hátt til að láta hann heyra. Hún var rjóð i kinnum og augun geisluðu af ánægju. — Aðeins nokkuð á leið, sagði hánn. — Við verðum að sýna Lindu útsýnisturninn, en það verður liklega ekki mikið aö sjá i dag. Sjálfur var Julian i essinu sinu, þetta átti viö hann. Dóttir hans var nokkuð seig aö vaða snjóinn, en nú var það ég, sem stanzlaust var að detta i sköflunum. Ég hefði ekki viljað fyrir nokkurn mun spilla ánægju þeirra, enda hafði ég lika ánægju af þessu. Það gat lika verið, aö þetta var i fyrsta skipti, siðan ég hitti þau, að Julian og Adria voru eðlileg, virt- ust hafa gleymt sorglegri reynslu sinni. Það var töluverður bratti, og ég seig oft aftur i sporinu. Einu sinni hinkraöi Adria við, til aöbiða eftir mér. — Pabbi og Emory lögðu þessa braut alla leiö upp á topp, sagöi hún mér. — Ef við viljum, getum viö fariö alla leiö frá efsta lyftupalli og heim aö húsinu á skiðum. En maöur veröur alltaf að fara varlega, vegna þess að þaö er hætta á að fara illa fram af klettabrúnum. Framhald á bls. 44 18 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.