Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 12
0 Svo virðist sem forðum daga hafi verið biskup i Remo, káeru laus og stoltur ungur maður, enda þótt velviljaður væri. 1 þá daga var þetta vel hugsanlegt, þegar ljós og eldur nýrra vísinda breiddist um alla ttaliu og menn drukku sig drukkna . áf þessum nýju lindum. Það voru til biskup- ar, sem höfðu minni áhuga á guð- legum efnum en eigin glæsiieik, og kardinálar, sem tilheyröu meir heiminum — og það ekki sem beztum.heimi — frekar en þeir væru synir kirkjunnar. Ég vil nú ekki halda þvi fram,- að þessi biskup okkar hefi verið jafn latur og eigingjarn og sumir þessara manna, en hitt segi ég, að hann var barn sins tima. Hann hefði gjarna viljað verða lávarður, en elzti bróðir hans varð lávarður og hann hefði gjarna viljað gerast striðsmaður, en næztelzti bróðir hans varð striðsmaður. Þess- vegna gekk hann i þjónustu kirkj- unnar, þvi að einnig gat verið framavon manni af svo góðum ættum. Hann var greindur, hann var metnaðargjarn og hann hafði góð sambönd. Vitanlega kom hann stundum með vandræða- spurningar, en Baldi-ættin hafði nú alltaf veriö dáiitið frumleg. Leiðin, sem varð mörgum svo torsótt, varð horrum slétt og auð- veld frá fyrstu byrjun. Þegar hann var gerður að biskupi i Reno, kornungur, varð hann svo sem ekkert hissa. Úr þvi hann gat hvorki orðið lávarður né striðs- maður, var það allt i lagi. I fyrstunni gekk allt vel. Fólk varö fegið að fá ungan og lagleg- an biskup i Remo, þvi að forveri hans hafði veriö bæði gamall og ljótur. Engan langaði til að kyssa á hringinn hans, og krakkarnir urðu hræddir við starandi augun i honum. En með komu nýja bisk- upsins varð gjörbreyting á þessu. Það varð mikið um að vera, bisk- upshöllin fékk rækilega viðgerð og ilminn af góðum mat lagði aft- ur út úr eldhúsi biskupsins og þegar hann ók gegnum borgina, þeyttu menn húfunum sínum hátt á loft. Svo komu ný kalkmálverk i dómkirkjuna og kórsöngurinn fékk á sig nýjan og betri blæ. Hvaö synd og þjáningar snerti — jæja, þær eru nú alltaf til staðar. Fólkið i Remo vildi gjarna skemmta sér við syndina og fá sem fæstar áminningar fyrir. Svo fór nú samt, aö stundum færðist einhver grámi yfir huga biskupsins okkar. Ekki vissi hann samt, hverju það sætti. Hann haföi næga lifsfyllingu og nóg aö starfa. Hann var listvinur og hliö- hollur glaðlyndum mönnum og lærðum og stjórnaði vel. Hann skipti sér ekki af þvi, sem hann varðaöi ekki um og hann fann með sjálfum sér, að ekki va-rtil sá frami i kirkjunni, sem hann gæti ekki hlotiö. Og samt kom þessi grámi yfir hann. Það var ein- kennilegt. En þennan gráma mátti hann ekki sýna umheiminum, hvorki ritaranum slnum né kátu mönn- unum, sem söfnuðust að matboröi hans. Hann gat glimt við hann I bænum sinum, og gerði það lika. En það var bara enginn barna- 12 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.