Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 38
GISSUR GULLRASS E.FTIR' B/LL KAVANAGU e. FRANK FLETCUER. J — Ég elska börn! Þetta kom ósjálfrátt, eins og ég réði ekki við það og hún horfði undrandi á mig. Ég hélt niðri i mér andanum og beið eftir spurningu, en hún kom ekki. Jackson kom með lyfið hennar. Hann virtist áhyggjufullur. Þessi maður væri ábyggilega reiðu- búinn til að vaða eld og vatn fyrir matmóður sina, hugsaði ég... Hvorugt þeirra virtist taka eftir mér. Ég laumaði mér þvi út og hljóp upp til min. Charles kom seint heim þennan dag. Ég heyrði hann segja eitt- hvaö viö Jackson i anddyrinu. Svo hlýtur hann að hafa farið inn til móöur sinnar, þvi að hann var greinilega búinn að heyra það sem okkur haföi farið á milli. — Hversvegna sagðir þú móður minni, að þú gætir ekki eignazt barn? — Það sagði ég alls ekki. Hún hlýtur að hafa misskilið mig á einn eða annan hátt. En svo gat ég ekki þagað lengur yfir áhyggjum minum. Ég minnti hann á það, þegar ég datt af hestbaki fyrir tveim árum. — Charles, hefur það aldrei hvarflaö að þér, hversvegna ég verð ekki barnshafandi? Það hlýtur að vera eitthvað að. Ég hef lengi haft af þessu áhyggjur. áhyggjur. — En elsku vina min, tvö ár eru ekki langur timi! Ég gerði vesældarlega tilraun til að endurgjalda bros hans og reyna að vera róleg, en það heppnaðist ekki. — Charles, ég er hrædd um að ég geti ekki eignazt barn! Frh. i næsta blaði LJÓSMÓÐIR Framhald af bls. 23 myndinni. kaliar dyravörðurinn Er Helga N'ielsdóttir Ijósmóðir hér'’" ÞaO varo drnennur hlátur i svlnum yfir þvi aö . illað var á i',ósmóður um leið og kon«i datt Ég flýtti mér út, þvi aö þarna var kominn maöur að sækja mig til sængurkonu. — A striðsárunum höföu Norð- menn húsið, sem Fæöingarheim- ilið var i, á leigu og höfðu þar sjúkrahús. Þeir borguöu mér leiguna fyrirfram óg fyrir þá pen- inga byggði ég hús fyrir foreldra mina á Æsustöðum i Eyjafirði á árunum 1941—42. Norðmennirnir gátu framkvæmt aiiar mögulegar aðgeröir á Fæðingarheimilinu, þó að sjúkrahúsleyfi fengist ekki fyrir íslendinga þar. — Svo var það, einkum fyrir tilstilli tsaks Jónssonar, að bær-- inn keypti af mér bæði húsin. tsak hafði áhuga á að fá heimilið til af- nota fyrir Barnavinafélagiö Sumargjöf og setja þar á stofn barnaheimili. Það var gert og barnaheimili var starfrækt i hús- inu í nokkur ár. Eftir það var hús- iö notað handa húsnæðislausu fólki, unz rekstur Fæðingarheim- ilis Reykjavikurborgar hófst þar árið 1960. — Fórstu þá til starfa þar? — Nei. þess var ekki farið á leit við mig og ég held ég hefði ekki kært mig um það. Þeir fengu ágætis ljósmóður, Huldu Jens- dóttur, til aö veita heimilinu for- stööu og hún hefur gert það siðan af röggsemi og myndarskap. Ég var skipuð borgarljósmóðir árið 1944 og var búin að starfa við Heimilishjálpina frá árinu 1949, svo að ég hafði yfrið nóg að gera. Mér finnst starf Heimilishjálpar- innar mjög áhugavert og mikils- vert og hef starfað þar siðan. Þrátt fyrir ótæmandi verkefni Heimilishjálparinnarhefur Helga haldið 1 jósmóðurstörfunum áfram allt til þessa dags, þó að I litlum mæli hafi verið núna seinni árin. Siöast tók hún á moti myndarlegri 16 marka telpu að Eyjabakka 24 aðfaranótt 16. des- ember siðastliöins. — Ég lit svo á, að bærinn ætti að hafa starfandi eina eða tvær ljósmæður, sem kalla mætti út, þegar þörf krefur. Fæöing getur boriö mjög brátt að og viö allar mögulegar aðstæður, þannig að nauðsynlegt er aö geta kallaö út ljósmóöur. Mér finnst lika sjálf- sagt, að þær konur sem vilja, geti átt börn sfn heima. Fæðingar- hjálp i heimahúsum er miklu per- sónulegri og stofnar til nánara og innilegra sambands en gerist á sjúkrahúsunum. Hér I bænum er lika svo stutt að flytja konur á sjúkrahús, ef eitthvað verður að. Helga hafði frá ótal mörgu fleira að segja af langri starfsævi sinni sem ljósmóðir, en þetta verður að nægja i þetta sinn. Okk- ur fannst samt ógerlegt að skilja við hana án þess að spyrja hana álits á máli, sem nú er mjög á döfinni, fóstureyðingum. — A þvi máli eru ótal hliðar og næsta erfitt að taka beina afstöðu til þess. Ég hallast þó að þvi, að ákvörðun um fóstureyöingar eigi að vera á valdi konunnar sjálfrar. Hún hlýtur að ráða bezt fram úr eigin vandamálum sjálf. Ég vil ekki trúa þvi, að konur misnoti það frjálsræði, sem þær fengju með frjálsum fóstureyðingum, en mér finnst að setja eigi ákvæði um að fóstureyðing veröi að fara fram eins snemma og unnt er. Við veröum líka aö horfast i augu við það, hvað viö höfum hrapallega vanrækt að uppfræða unglingana um kynferðismál. Þar verður að ráða bót á umsvifalaust og allur orðhengilsháttur hvaö slika fræðslu varöar er til skammar. A meðan unglingar hafa enga fræðslu og stundum verri en enga fengiö um kynferðismál, er ekki hægt aö sakfella þá og ef barn- 'ungar stúlkur, sem ekki eru færar um aö annast börn, eiga aö ganga mann frá manni aö tjá vandræöi sin án þess að bót sé á ráöin, er það meiri þrekraun en þær fá staðið undir. Mér finnst, aö allt of stór orð hafi veriö höfö um þær stúlkur og konur, sem hafa fengið eytt hjá sér fóstri. Þaö minnsta væri að skipta ábyrgöinni jafnt á bæöi kynin. Þaö er lika alvarlegt mál, hvaö margar konur fóru 38 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.