Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 16
Ég leitaöi Clay uppi. Shan hafði sagt mér svo margt og ég gat bet- ur skilið óbeit Clays á Margot núna. Var sú óbeit nógu mikil, til þess að hann hefði getað farið inn i herbergi Margot, eftir að Stuart yfirgaf hann I bókastofunni? Hve sennileg var saga hans um læstu dyrnar? Mér geðjaðist vel að Clay, en vegna Stuart, mátti ég ekki treysta nokkrum manni. Clay var að ræða við kokkinn i eldhúsinu. Þegar ég bað hann að tala við mig, kom hann strax með mér fram í forsalinn. Við sett- umst við eitt borðið og ég sagði honum hvað Julian hefði í huga. — Svo þér hefur tekizt að kom- ast inn á heimilið, Linda. — Adriu geðjast vel að mér. Það getur lika verið, að hún þarfnist min. Mér er lika farið að þykja vænt um telpuna og ég vor- kenni henni mikið. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að hjálpa henni. Clay tók skörunginn og fór að stjaka við kulnuðum glæðum i arninum. Grá aska þyrlaðist upp. — Ég hugsa að þú sért heiðar- leg I þvi, sem snertir Adriu, sagði hann. — En hvað skeður, þegar Julian kemst að þvi hver þú ert og þaö hlýtur hann að gera, fyrr eða siöar. Heldurðu það ekki? Hann verður ekki árennilegur þá. Getur það ekki haft einhver áhrif á Adriu? — Ég verð að reyna, sagði ég þrjóskulega. — Þú um það, sagði hann. — En ég er að velta þvi fyrir mér, hvað ég á að gera með gesti mina I kvöld. — Julian hefur ekkert á móti þvi, að ég sinni þeim störfum, eft- ir sem áður. Ég get samt veriö með Adriu mikinn hluta dagsins. Ég hef hugsað mér að llta eftir námi hennar, kenna henni eitt- hvað. Faðir hennar getur svo sinnt henni á kvöldin. Hann stóö upp og lét skörunginn á sinn stað. — Hefur það ekki hvarflað að þér Linda, að þú sért að fara inn á hættusvæði, meö þvi að flytja þangað? — Mér finnst að aðalhættan stafi frá Emory Ault. Hann hefur ekki ennþá talað viö Julian. — Hvað finnst þér um köttinn i herbergi. þinu? Heldurðu að Emory hafi staðið fyrir þvi? — Varla. Ég sagði Julian frá þvi og hann heldur að Shan hafi gert það og það heldur þú lika. En ég óttast ekki Shan. — Þá ert þú hugrakkari en ég, sagði hann og gekk i áttina að skrifstofunni. — Þarftu ekki að- stoð við að flytja? Eg hristi höfuöið og fór upp á loft. Cinnabar var að minnsta kosti ekki i herberginu minu þessa stundina, enda var Shan rúmföst. Það var satt, ég var nokkuð mið- ur min, þegar ég nálgaðist Grey- stones.Ég var farin að hafa það á tilfinningunni, að mér stafaði hætta af þessu húsi. Það var eitt- hvað óljóst, sem þreifst i skugg- anum og var vandlega dulbúið. Þegar ég hugsaði um fólkið. — Shan, Julian, Clay og Emory, þá sá ég ekkert dularfullt við þaö. Það var heldur ekkert dularfullt við framkomu Emorys, svo- greinileg var óvild hans. Þegar ég var búin að láta niður i töskurnar, lét ég smádót niöur i ráptuðruna mina og ætlaði að fara að renna lásnum fyrir. Ég stakk hendinni niöur i innra hólf- ið, en þá varð fyrir mér silfur- hálsmen, sem Stuart átti. Það var mynd að Ulli, verndara iþrótta- manna. Þetta minnti mig á, að ég þurfti að tala við Stuart, áður en ég færi til Greystones. Ég hafði ekki sagt Julian, hvenær ég myndi koma, svo ég smeygði festinni yfir höfuð mér og stakk meninu inn fyrir blussuna. Þegar ég kom fram á stigapall- in, stóð Clay þar og beið min, til að hjálpa mér niöur með töskurn- ar. Ég hafði það á tilfinningunni, að hann ætlaöi að segja eitthvað meira viö mig, svo ég hikaöi andartak, áður en ég gekk út. Ég várð mjög undrandi yfir orðum hans. — Það sem ég dái mest af ölu er hugrekki, sagði hann. — Julian er hugrakkur, en ég er ekki viss um aö ég hafi það til að bera: alls ekki viss um það Linda, að ég vildi hætta mlnu eigin öryggi. Viltu minnast þess? Hvað var hann að reyna að koma mér I skilning um? Var hann að vara mig við einhverju? Ég varð allt i einu fegin, aö ég skyldi ekki þurfa aö vera einni nótt lengur i skiðaskálanum. Hann kom mér ennþá meira á óvart, þegar hann beygði sig og kyssti mig lauslega en innilega á kinnina. Svo stjakaði hann mer glaðlega út um dyrnar og bar töskurnar mlnar út i bilinn, hjálp- aði mér aö koma sklðunum fyrir á bilþakinu. Þegar ég var sest und- ir stýrið, þakkaði ég honum fyrir og sagöi honum, að ég ætlaði aö skreppa til bæjarins til að hitta Stuart. Hann sagði ekki neitt, en þegar ég var búin aösnúa bilnum, sá ég I speglinum, aö hann stóö kyrt á hlaðinu. Clay Davidson var furðulegur maður. Ég skildi hann alls ekki, en mér var orðið mjög hlýtt til hans. Þegar ég kom inn I fangelsið, voru aðrir i heimáókn, svo ég þurfti að biða i anddyrinu. Þegar ég var kölluö inn, voru aðrir aö tala saman gegnum næstu grind. Ég reyndi þvi að tala lágt, svo ekki heyrðist til mln. Fyrst varð ég að gera Stuart ljóst, að Julian hefði ekki i huga að heimsækja hann, en að hann myndi sennilega ekki hefja neinar aögeröir á móti honum. Stuart leit á mig, vantrúaður á svipinn. —Það er ekki likt Julian, ég veit ekki hvað hefur komiö yfir hann. — Stundum erhann viss um, að þú hafir ýtt stólnum fram af, sagði ég. — En hann er ekki viss. Trúnaðartraustið var horfiö úr svip Stuarts, hann var miklu von- daufari en daginn áður, þegar ég heimsótti hann.Mér fannst jafnvel hárið á honum hafa misst gljá- ann, og augun voru orðin döpur. — Ég get ekki trúað þvi, að hann gerði mér þetta, — aldrei Hrævareldur Eftir Phyllis A. Whitney 4. hluti 16 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.