Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 24

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 24
Brúðkaupsferö í Egyptalandi Þau elskuðu hvort annað, og þó voru þau strax byrjuð að kýta. Magnúsi fannst hann verða að hygla öllum með útréttar hendur, burðarkörlum leiðsögumönnum, herbergisþjónum. Það lækkaði ört i ferðasjóðnum, og Liv sagði: Þú leggur bara þitt af mörkum til að halda þessu rotna kerfi. Amal hafði hlunnfarið þau og krafizt miklu meira fyiir ökuferðina en hann átti rétt á. Og þó fann Magnús til meiri samkenndar með þessum litla fá- tæka fjölskylduföður en sinni eigin konu Liv. Þau voru I brúðkaupsferð i Egyptalandi. Það var hennar hugmynd, ekki bara ferðast eitthvert suður á bóginn, liggja i sólbaði á bað- strönd, heldur kynnast einhverju, sem væri virkilega þess virði. Það var hún, sem gerði ferða- áætlunina, hún var ferðavanari en hann. Strax annan daginn þeirra i Kairo kom i ljós, að kostnaðaráætlun hennar fengi ekki staðizt. Hún hafði ekki tekið þjórféð með i reikninginn. Og hún neitaði enn að taka það með i reikninginn, þótt smápeningarnir flytu frá þeim i striðum straumi til burðarkarla, leiðsögumannaog iþjónustufólks, til allra, sem urðu á vegi þeirra og buðu þjónustu sina. Hún sneri við þeim bakinu, kallaði þetta kapitaliskan ósið, niðrandi fyrir báða aðila Vertu bara vingjarnlegur við þá i staðinn, sagði hún. Hún gat trútt um talað það var hann, sem þeir sneru sér til. Hann borgaði,.... Hann borgaði manninum, sem gerði baðherbergið hreint, manninum, sem bjó um rúmin, manninum, sem þreif ganginn, hvitklæddum mönnum, sem alls staðar spruttu upp, drógu fyrir gluggana, kveiktu fyrir þau ljós- in, fylgdu þeim til herbergisins, hvenær sem var sólarhringsins og spurðu þau, hvort þeim likaði ekki vel, hvort mister og madame væru ekki ánægð, hvort þau vantaði nokkuð? Þeir stóðu þarna og biðu þolinmóöur; vingjarnleg ir,æn ákveðnir eftir þóknuninni, meðan hún gekk enn ákveðnari að rúminu og fór að afklæða sig. Hann vissi aldrei, hversu mikið hann átti að gefa þeim, og stund- um reyndi hann að yppta öxlum og segja, að hann hefði þvi miður enga smápeninga á sér, kannski á morgun. Það gekk ekki, þeir létu sér það ekki nægja, buðust til þess að skreppa fyrir hann og fá skipt. Komu svo til baka, dyggir, hjálp- samir umhyggjusamir — og ætluðust til afgreiðslu fyrir þetta viðvik • lika. Magnús og Liv gerðu hetjuleg- ar tilraunir til þess að fá að bera farangurinn sjálf, þrýsta sjálf á lyftuhnappana. Gefðu þeim ekkert! sagðihún. Þú leggur bara þitt af mörkum til að viðhalda þessu rotna kerfi. Þú stendur og grefur i buxnavasana eftir smá- peningum eins og gamall heims- valdasinni. Þessir menn, sem þú gefur fáeina pjastra fyrir smá- greiða, hefðu kannski orðið há- skólakennarar eða bankastjórar, ef þeir hefðu haft sömu menntunarmöguleika og þú. Hann var henni sammála. Auð- vitað hafði hún á réttu að standa. Sá, sem stjórnaði þjónustuliðinu á þeirra hæð var kallaður „ofurst inn” og hafði verið við E1 Ala- mein, með ör i andlitinu eftir byssusting, og það glitti i gamla einkennisjakkannn undir hvitum klæðum hans. Hann stóð i rétt- stöðu, þangað til hann hafði fengið sina pjastra, það var erfitt að gefa honum og horfast i augu við hann um leið. Enn erfiðara að láta það vera. Við pýramidana voru þau um- kringd af mönnum, sem vildu leiðsegja þeim, selja þeim minja- gripi, hálsfestar, póstkort, leigja þeim úlfalda, bjóða þeim sitt litið hver og fá hver sitt fyrir það. Bak við æpandi hjörðina reis Keops- pýramidinn, og þau reyndu að brjóta sér leið að honum, reyndu að útskýra, að þau vildu sjálf fá að ganga urh, að þau hefðu með- ferðis norska bók, þar sem þau gætu fundið allt, sem þau vildu vita. Allt i kringum þau tróðust þessir menn, tuttugu, þrjátiu ungir menn og gamlingjar, æp- andi, ógnandi, biðjandi. Lög- reglumaður kom þeim til aðstoð- ar og ruddi þeim nægilegt svig- rúm til þess að velja einn mann úr hópnum, sem gæti þá haldið hin- um i hæfilegri fjarlægð. Þau hálf- hlup'u að pýramidanum, dauð- hrædd við að lita i kringum sig og ennþá með hóp af úlfaldaleigj- endum og minjagripasölum á hælunum. Á heimleiðinni óku þau i gegn- um litið sveitaþorp. Liv spurði bflstjórann, á hverju ibúarnir lifðu, og hann svaraði, að þeir lifðu á ferðamönnum. Þetta voru heimkynni leiðsögumannanna, úlfaldaleigjendanna, minjagripa- framleiðendanna og sölumann- anna. Þegar Magnús horfði á þreyttar konurnar og skitug börnin, fann hann til sektar- kenndar, fannst hann hafa svikið þau. Hefði hann ráð á þvi að borga flugfélögum og hóteleig- endum, ætti hann einnig að geta borgað þeim, sem ekki höfðu annað en rústir og pýramida að lifa á. Hann reyndi að skýra þetta út fyrir Liv. Þú ert nú ekki almenni- legur, sagði hún. Skilurðu það ekki, að á meðan fólk hugsar svona eins og þú, þá verður engin breyting til batnaðar hjá þessu fólki það eina, sem þú hefur upp- úr þessu, er að friða þína eigin samvizku. Alla leiðina til Kairo talaði hún um menntun, iðnvæðingu, jarð- bætur, um leyfarnar af lénsskipu- laginu. Þetta fólk skortir ekki ölmusur, sagði hún, heldur sjáfs- virðingu! Þrátt fyrir alla hennar mælsku, hafnaði hann hádegisverðinum til þess að spara nokkra pjastra. Hann var þegar búinn að eyða öll um norsku peningunum, sem hann hafði skipt, án þess að hún vissi. Hann kvaðst ekki vera svangur i þessum hita og sat með glas af ódýru egypsku öli, meðan hún snæddi ilmandi kebabrétt. Hann langaði til þess að segja, að enda þótt kenningar hennar væru eflaust réttar, þá ættu þessir vesalings fátæklingar ekki annarra kosta völ nú til þess að framfleyta fjölskyldum sinum, og að hann hefði hugsað sér að halda áfram að dreifa smápeningum meðal þeirra, eins lengi og það væri það eina, sem hann gæti gert fyrir þá. En hann átti ekkert svar við þeirri staðhæfingu hennar, að eina leiðin til jafnréttis mann- anna væri að breyta afstöðunni til þjóðanna i vanþróuðu landanna. Hefðu þau setið heima i Osló, hefði hann hlýtt á hana fullur að dáunar, eins og venjulega. Hann Smásaga eftir Evu Seeberg 24 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.