Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 37
HvaBa sáputegund viltu helzt nota, þegar þú ert neyddur til aö þvo þér? Voru að gefa sig, heyrði ég þessa sömu rödd, sömu orðin: — Komdu hingað, Madeleine. Komdu til min. Hún rétti mér hendur sinar og ég kyssti á kinnina, sem hún sneri að mér. Einhverra hluta vegna varð ég að berjast við grátinn... Næstu daga var ég i hálfgerðri leiðslu. Allt var svo óraunveru- legt og ég barðist við að finna ein- hverja fótfestu. bað gekk betur en ég hafði búizt við, — svo lengi sem ég gat flúið til Charles. Hann var alltaf jafn hugsunarsamur og reiðubúinn til að veita mér stuðning. Ef það hefði nú aðeins orðið þannig... En þvi var ekki að fagna. Tregarran og allar skyldur hans tóku nú æ meira af timanum og ég var mikið ein. Ég skildi þetta vel, en erfitt var það. Fjárhagsástæðurnar voru ekki eins hagstæðar og Charles hafði haldið. Það þurfti að lagfæra margt og það kostaði mikla peninga, Það þurfti lika að athuga ýmislegt varðandi leigu- liðana. Roger hafði alltaf séð um þetta sjálfur i samráði við móður sina, en nú hvildi þetta allt á herðum Charles. Roger hafði verið meðeigandi i stóru inn- flutningsíyrirtæki i London og ágóðinn frá þvi var nauðsynlegur, til að geta haldið búgarðinum við. Charles varð að koma i stað bróður sins þar lika, svo hann þurfti oft að fara til London. Fyrstu vikurnar var Charles á stöðugum eftirlitsferðum um eignina með móður sinni. Ég var þvi mikið ein og var reyndar fegin þvi. Ég kveið fyrir að vera ein með tengdamóður minni, kveið fyrir spurningunum, sem ég vjssi að hún myndi leggja fyrir mig. Það var gott að fá svolitinn frest og reyna að venjast aðstæðum. Ég man eftir fyrstu máltiðinni, daginn sem við komum. Við vorum aðeins þrjú við borðið og Jackson hafði yfirum- sjón með framleiðslunni. Hann stóð bak við stól Lydiu Tren- dennis. Fjórði diskurinn var á borðinu og ég hélt aö hann hefði Victor Trendennis, föður Lydiu, sem hafði verið lamaður i mörg ár. Hann lá i rúminu i her- bergi sinu á þriðju og'efstu hæð hússins, gamall nautnaseggur, sem hafði sóað lifi sinu og tölu- verðum hluta af auðæfum sinum, áður en sjúkdómurinn lagði hann i rúmið. Þessi gamli maður, dóttir hans Lydia og Charles voru þau einu sem eftir liföu af ættinni, sem ég var nú að ganga inn i. A veggnum bak við auða stólinn, var málverk af mjög fag- urri konu, með hrafnsvart hár og glitrandi skartgripi. Lydia Tren- dennis sá hvert ég horfði. — betta er málverk af föður- ömmu minni, Lydiu Trendennis, sagði hún. — Hún var fyrsta konan, sem erfði Tregarran, en stoltari en aliir forfeöur hennar. Hún krafðist þess, að sá maður sem kvæntist henni tæki sér nafniö Trendennis, til að það yrði ekki úr sögunni. Margir vildu leggja það á sig, Trendennis var frægt nafn! Hún hélt áfram að tala, sagði mér að móðir sin hefði látist af barnsförum og að faðir hennar hefði sifellt verið fjarverandi. — Það var amma min, sem ól mig upp, hún ein. Einhversstaðar i undirvitund minni hringdi viðvörunarbjalla, en ég var of utan við mig, til að skilja það. Mér var illt i höfðinu. Nokkrum dögum siöar drap Jackson á dyr hjá mér og sagði að frú Trendennis óskaði eftir að tala við mig. Þetta var siðdegis og Charles var ekki heima. Hann hafði farið að heiman rétt eftir hádegið og ég hafði setið ein i ibúð okkar á annarri hæð. Þetta var ljómandi þægileg ibúð, sem Roger hafði látið gera á sinn kostnaö. Ég hafði haldið mig þarna allan daginn, til að losna við spyrjandi augnaráð tengdamóöur minnar. Mér fannst það augnaráð mjög óþægilegt. Hún beið min i bókaherberginu, þegar ég kom niður. Hún var vin- gjarnlegri en ég hafði búizt við og spurði hvort þetta væri mikið ónæði fyrir mig. Þegar ég sagði henni, að ég hefði hugsaö mér að fara út fyrir miðdegisverðinn, ráðlagði hún mér að fara i hlýja kápu, vegna þess, að ennþá væri kalt vorloftið, sérstaklega fyrir mig, sem væri vön heitara lofts- lagi. Hún bað mig að gæta vel heilsu minnar. — Hve lengi eruð þið búin að vera gift? spurði hún allt i einu. — Rúmlega tvö ár. Það verða þrjú ár i nóvember. — Jæja, svo lengi. En hve timinn liður. Við skiptumst á nokkrum venjulegum setningum og ég hafði á tilfinningunni, að hún væri að fikra sig áfram að einhverju sérstöku, sem henni lá á hjarta. — Ég verð að viðurkenna, að ég varð nokkuð hissa, þegar Charles skrifaði mér og sagðist vera að hugsa um að kvænast, sagði hún brosandi. — Ég hafði það alltaf á tilfinningunni, að hann yrði piparsveinn. Það skipti heldur ekki miklu máli, meðan Roger var á lifi. Mig grunaði hvað hún væri að fara og ég reyndi að færa tal að einhverju öðru. En það heppnaðist ekki. Hún flutti sig nær mér og lagði hönd sina ofan á mina. Hún horfði lika beint i augu min. Ennþá einu sinni fannst mér ég sitja frammi fyrir sjúkri manneskju. — Þið eruð liklega svo nýtizku- leg, að ykkur finnst ekki nauðsyn- legt að eignast börn fyrstu ár hjú- skaparjns, sagði hún. — En nú er Roger horfinn og þið eruð ekki lengur eins og fólk flest. Þið eruð erfingjaraö Tregarran. Þið hafiö nú skyldum að gegna og það sem fyrst og fremst ber að hafa i huga, þaö er að halda ættinni við. Með öðrum orðum... Hún horfði á mig vonaraugum og þegar ég svaraði ekki, gerði hún sig liklega til að standa upp. En hún gat ekki staðið upp. Hún stóð á öndinnni, beygði sig áfram og tók með höndinni á siðunni og var orðin náföl. Ég stóð upp, óttaslegin og vissi ekki hvernig ég átti að hjálpa henni. Stundarkorn var eins og hún væri að berjast við kvalakast. Svo greip hún fast um stólbrikina og þvingaði sig á fætur. Svo dró hún djúpt andann og hristi höfuðið. — Það er liðið hjá. Lofaðu mér bara... lofaðu mér þvi að segja ekki Charles frá þessu. Ég vil ekki auka á áhyggjur hans. Hún hringdi og Jackson kom strax inn. Það var eins og hann skildi hvað hún vildi, þvi að hann hraðaði sér út aftur. — Ég hef áhyggjur af Tre- garran, Madaleine, hélt hún áfram. — Andlát Rogers var mikiö áfall fyrir mig. Nú er ég svo hrædd um að eitthvað geti komið fyrir Charles, svo hann deyi barn- laus. Þetta er hrein martröð. Þaö er aðeins ein leið og það er aö þið Charles eiginst barn. Made- leine... Ert þú ekki hrifin af börnum? 3 . TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.