Vikan


Vikan - 17.01.1974, Síða 48

Vikan - 17.01.1974, Síða 48
migdreymdiB Fjórir draumar. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftir- farandi drauma. Fyrir u.þ.b. þremur árum dreymdi mig, að ég væri stödd á þriðju hæð í húsi og vera að horfa út um glugg- ann. Fyrir f raman húsið var f lugvöllur og þar var litil silf urlituð flugvél að taka sig á loft og aftur úr henni stóð reykstrókur eins og úr þotu. Hún flaug beint upp og myndaði tölustafinn 8 með reyknum og i kringum hann þrjár stjörnum, en siðan hrapaði hún niður á flugvöllinn og varð af mikil sprenging og eldur. í draumnum var alveg heiðskírt. Næsti draumur var á þessa leið: Mér fannst ég aka í hestvagni, sem fjórir brúnir hestar voru spenntir fyrir. Snjór var yfir öllu svo langt sem augað eygði. Allt i einu veltur vagninn með mig, en ég stend upp ómeidd og tek hestana og teymi þá áfram. Á leið minni rekst ég á tvo hesta til viðbótar. Annar þeirra var grár en hinn hvítur. Ég var orðin nokkuð lú- in, svo að ég fer á bak gráa hestinum og kemur þá sá hvíti á bak fyrir aftan mig og aftastir allir þeir brúnu. Sat ég þá á hálsi hestsins, en hann gekk þungum skref um með okkur öll á baki sér og var mjög af hon um dregið. Þá fannst mér hviti hesturinn tala til min og segja: ,,Þér tekst þetta ekki", og ég svara honum og segi: ,,Ég veit það!" Um leið datt ég at baki hestin um og niður í snjóinn og horf i a ef tir hestunum, þar til þeir hurfu mér. Þriðji draumurinn var svona: Mér fannst litla dóttir mín hafa dvalið um tima uppi í sveit og eg var að fara þangað akandi til að sækja hana. Ég var að verða komin á leiðarenda og ók með- fram vatni. Þá verður mér litið til hægri og sé þá prest standa fremst á lítilli bryggju, sem stóð út í vatnið, og var hann klæddur svartri hempu. Mér fannst prestur inn vera að slæða lík upp úr vatninu og þóttist viss um að það væri lik dóttur minnar. Þó sá ég aldrei neitt lík. i f jarska var litil kirkja og var hún mjög illa farin, veðurbarin og öll málning flögnuð af henni. Mér var illa brugðið og sný við heim á leið án þess að tala við nokkurn og f innst alveg nauðsynlegt að ná tali af manninum mínum sem allra fyrst. Þegar ég er.að verða komin heim aftur, bilar bíll inn, en í því sé ég hvar maðurinn minn kemur akandi á móti mér og gef ég honum merki um að nema staðar. Þegar hann stigur út úr bílnum, kemur annar bill á f ullri ferð og ekur yf ir hann og fannst mér hann deyja af völdum slyssins. Allt í einu var ég komin heim og leið af skaplega illa. Þá fannst mér maðurinn minn koma inn og vera klæddur gráum frakka. Eg vissi i draumnum, að hann var dáinn. Hann gekk til mín og tók utan um mig og fannst mér stafa frá honum mjög mikilli góð- semi og blíðu. Þá fór ég að gráta og bað hann um að fara ekki frá mér, en hann leit brosandi á mig og sagði: ,,Ég verð að gera það, en þetta verður allt í lagi". Síðan hvarf hann mér sjónum. Síðasti draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég líta í spegil og sjá að ég var komin méð tveggja til þriggja daga daga gamalt skegg. Ég fór að hlæja að þessu og segi: ,,Þetta er ekki hægt. Ég verð að raka mig". Síðan fór ég inn í baðherbergið og rakaði af mér skeggið með áhöldum mannsins míns. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. K.L.F. Þessir draumar eru ærið margslungnir og langt er frá þvi að þeir séu auðráðnir, þó aö ýmis tákn í þeim séu mjög skýr og óvéfengjanleg. Lik er til að mynda oft fyrir láti þess, sem það er af, en þar sem þú sást aldrei lík dóttur þinnar í draumnum, er þér óhætt að reiða þig á að sú merking á ekki við í þessum draumi. Líklegra er að samband ykkar mæðgnanna verði nán- ara i framtiðinni og þið trúið hver annarri fyrir ykkar hjartans málum, en til þess hafið þið ekki verið eins opinskáar hvor við aðra og æskilegt væri. Sama er að segja um slys það, sem maðurinn þinn varð fyrir í draumnum. Hjónaband ykkar verður enn betra í framtiöinni en það hefur verið til þessa. l fyrsta draumnum er talan 3 mjög áberandi og lík- lega merkir hún þrjú mismunandi störf, sem þú rækir af frábærri hæfni og atorku. Hestadraumurinn er þá sömuleiöis fyrir gæfu, þar sem þú losnar auðveldlega og eins og óafvitandi við hina leiöu förunauta svörtu hestana, en þeir eru oftast fyrir slæmu i draumum, en atburðarrásin í þessum draumi gerir það að verkum, að draumurinn i heild sinni boðar þér hamingju. Skeggdraumurinn er fyrir þvi, að þú hafnar visvit- andi f jármunum, sem þú sérð í hendi þinni, að myndu færa þér litla gæfu. Tennur Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum i nótt, sem mér finnst nokkuð skrítinn og bið ég þig þess vegna að ráða hann. Mér fannst elzta systir min vera að útvega mér og annarri systur minni vinnu, þar sem hún vann. i draumnum var hún enn að vinna þar. Hin systir mín var byrjuð að vinna, en ég átti að byrja daginn eftir Systrum mínum fannst, að ég yrði að vera með falskan tanngóm, sem eldri systir mín átti í draumn- um, en hún er með sinar tennur ennþá í raunveruleik- anum. i draumnum var ég nefnilega með skemmd í einni framfönninni, sem er alveg heil í rauninni. Tanngómurinn passaði ekki upp í mig, en tennurnar í honum voru mjög fallegar. Vonast eftir skjótri birtingu. Með fyrirfram þökk. E.B.S. Þú verður eitthvað smávegis veik, en alls ekki al- varlega. Systir þin hins vegar, sú sem átti góminn í draumnum, verður fyrir óvæntu happi. 48 VIK.AN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.