Vikan


Vikan - 31.01.1974, Síða 3

Vikan - 31.01.1974, Síða 3
IÞROTTIR ALLA G/LDI ÍÞRO TTA Þaö er hverjum einstaklingi nauðsyn að stunda einhverjar Iþróttir til að halda likamanum i góöu formi. „Heilbrigð sái i hraustum likama”, það ágæta spakmæli, hefur löngum sannað réttmæti sitt. Staðreynd er, að þeir sem þjálfa likamann dyggi- lega og misbjóða honum sjaldan eða ekki með óhóflegu hóglifi eða alltof skaplegum lifsvenjum, fá siður ýmsa þeirra lifshættulegu sjúkdóma, sem fylgja aukinni velmegun og hafa mun betri batahorfur, ef þeir fá einhverja þessara sjúkdóma. Iþróttahreyfingin hefur stundum verið sökuð fyrir að reyna eingöngu að laða til sin ein- staklinga til þjálfunar með keppni og afrek i huga. Þetta er alrangt. Keppnisiþróttir eru þó efalaust algjör forsenda fyrir þvi, að unnt sé að ná til fjöldans, en t.S.t. hefur ávallt haft á stefnuskrá sinni að reyna að fá alla með til hollra og heilbrigðra íþrótta- æfinga og likamsþjálfunar i ein- hverri mynd. Enginn getur neytt fólk til iþróttaiðkana eða likamsræktar. tþróttahreyfingin mun hins vegar leggja enn meiri áherzlu á gildi hvers konar likamsþjálfunar og leitast við að kynna almenningi niðurstöður læknavisindanna á þessu sviði. Einnig verður áfram unnið markvisst að þvi að bæta aðstöðu til Iþróttaiðkana úti sem inni. Mikið hefur áunnizt og siðustu árin heíur þeim fjölgað mikiö, sem stunda iþróttir, ekki aðeins með keppni i huga, heldur alls konar trimm, og hefur aukningin sennilega orðið mest á sund- stöðum og i skiðalöndum. Hætt er þó við, að ennþá séu kyrraliís- dyrkendur allmargir. Áróður siöustu ára fyrir aukinni likamsrækt og likams- stælingu byggist ekki á nýlega uppgötvuðum sannindum. Mörg sú staðreyndin um þessi mál virðist hins vegar gleymd og grafin núlifandi kynslóðum, sem jafnvel fornmönnum var vel kunn. Islendingasögur segja frá áhuga fornmanna á leikjum og iþróttum, ekki aðeins barna og ungmenna, heldur einnig full- orðinna. A sjötugs aldri gekk Skalla-Grimur til knattleiks. Siðar á öldum gleymdust þessar listir að mestu vegna efna- hagslegra erfiðleika. Lifsbjörgin frá degi til dags krafðist mikils likamlegs erfiðis. Matvana fólk, úrvinda af þreytu eftir strit fyrir daglegu brauöi, stundar ekki leiki og iþróttir. Siöan óx gengi þjóöar- innar á ný, og nauðsyn likamlegs erfiðis við öflun fæðu og nauð- þurfta minnkaði. Stór hluti þjóðarinnar fer þá að búa við likamlegt makræði. Orku- lindirnar knýja nú vélar, sem koma i stað strits likama og skila margföldum afköstum. Sú þróun er hárrétt, en felur þó i sér veiga- mikla hættu fyrir höfund sinn. Þörf likama hans fyrir hreyfingu og stælingu hefur gleymzt. Börn eru sifellt á hreyfingu og telja ekki eftir sér sporin. Flestir unglingar reyna hressilega á likamskrafta sina af og til eins og af innri þörf. En þegar komið er fram að tvitugs aldri, hverfur meginþorri manna og kyenna úr leik. f langflestum tilvikum er teningnum kastað á milli 25-30 ára aldurs, hversu verður um við- haid og viðurgerning við likamann til æviloka. Trúlega kemur þá áþreifanlega i ljós önnur tilhneiging mannverunnar, sem eflaust er lika frumstæð og áhrifarik: tilhneiging til hógh'fis og makinda, náskyld öðrum djúp- stæðum, mannlegum eiginleika, letinni. Menn eru i eðli sinu latir og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.