Vikan


Vikan - 31.01.1974, Page 10

Vikan - 31.01.1974, Page 10
MAÐURINN MINN SELDIMIG FYRIR 300 KRÓNUR Anna hefur átt heima á Haugsetvolden siðan i apríl 1928, þegar maðurinn hennar seldi húsbóndanum þar hana fyrir 300 krónur. En á Haugsetvolden fann hún það, sem hún hafði leitað að alla ævi, öryggi og fastan samastað. Dag einn I april 1928 óð Anna yf- ir isinn á vatninu heim að Haugsetvolden. Hún var útslitin eftir margra ára flakk á vegum Noregs. Hún var tötralega klædd og siöustu dægrin haföi hún tæp- ast smakkað matarbita. Á Haugsetvolden voru fjórar manneskjur, sem höfðu not fyrir hana. Og þar sem Langi-Karl, sem Anna var gift, var fús til þess að selja þeim hana, var gengið frá kaupunum. Siðan þá hefur Anna átt heima á Haugsetvolden og unnið þar ótrúlegt starf. Haugsetvolden var einangraður bær, sextán kilómetrar voru til næsta bæjar. Þangaö varö að fara á báti yfir Istervatn á sumrum, en á skiöum yfir snæviþakinn is- inn á vetrum t vesturátt, yfir fjallið var fimm milna langur gangur til Hendals. Eftir þessum vegi, frá Rendal til Istervatns, gekk undarlegur hópur fyrir 140 árum. Þar var á ferð kona með sex börn sin innan við fermingu. Hún hét Gjertrud Jonsdatter Sörmaen, sterkbyggð og hugrökk kona. Hún hafði misst mann sinn af slysförum i Rendal og þá sá hún engin ráð til bjargar Anna var ekki nema þriggja ára, þegar loreldrar hennar urðu að lata hana frá sér. 6 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.