Vikan


Vikan - 31.01.1974, Qupperneq 11

Vikan - 31.01.1974, Qupperneq 11
önnur en auðnina við Istervatn. Þar var gömul verbúð og þar settist Gjertrud að með börnin. Þau sváfu lengi i fletum sjómann- anna, en einhvern veginn tókst Gjertrud að koma upp litilli stofu og peningshúsi á Haugsetvolden. önnu hefur oft orðið hugsað til Gjertrud, þegar lifið á Haugset- volden hefur næstum orðið henni ofraun. Þegar reykurinn liður upp frá eldstónni þar, er næstum eins og Anna haldi enn lifandi fyrsta eldinum, sem Gjertrud kveikti. Þessar tvær konur eiga margt sameiginlegt — hvorug þeirra hefur gefizt upp fyr ir ótrúlegum mannraunum og báðar hafa þær skilið eftir sig ómáanleg spor i auðninni við Istervarn. Anna ber fiskinn úr vatninu upp sömu brekkurnar og Gjertrud gerði, þegar hún færði börnunum sinum veiðina. Og sama tilfinningin hefur gagntekið þær báðar á þessari leið: Það er einhver, sem þarfnast þin. Ein á fjallinu. Vissan um að hennar Var þarfn- ast, hefur veitt lifi önnu við Ister- vatnið aukið gildi. Endalaust stritið hefur sett merki sitt á hana, en enn leynast i henni ótrú- legir kraftar. Hún hefur alltaf glimt við erfiðleikana án þess að láta undan siga. Sjálf segir hún aðeins: — Ég hef gefið Haugsetvolden lif mitt. Nú er Anna orðin 82 ára og býr ein á fjallinu. Hún stendur við gluggann sinn og horfir yfir Ister- vatnið og lengra austur til Femundsfjalls, sem gnæfir yfir landið, sem hún er tengd sterkum böndum. Hér er afskekkt og frjálst, mikilfenglegt og hljóðlá*t. Anna þarf oft að sækja vatn niður fyrir brekkuna. Llfsbaráttan hefur alltaf verið hörð á Haugsetvolden. Anna lifir i náinni snertingu við náttúruna, sál hennar er mótuð af árstiðunum og landinu. Ofthefur Anna sýnt umheimin- um grófari grimu en hún vildi, en fátæktin neyddi hana til þess. Og fátæktin hefur fylgt önnu eins lengi og hún man eftir sér. Þegar hún var litil stúlka heima hjá sér á Ringsaker og lék sér nærri þjóð- veginum, ávitaði móðir hennar hana harðlega: — Hlauptu ekki út á veginn til að sýna á þér sárin, Anna. Sagan af önnu á Haugsetvolden hófst ekki þar á bænum. Lif henn- ar hófst á Hedemarken og hún kynntist hörku þess fljótt. Ég var látin fara að heiman. — Fyrst, þegar ég var látin fara að heiman, var ég þriggja ára. Pabbi fylgdi mér. Við gengum eftir vegi, þar sem háir torfgarð- ar voru á báðar hendur. Ég hélt á litlum fataböggli I hendinni. í honum var skirnarkjóllinn minn. Hann var skjannahvitur, skreytt- ur mörgum böndum og slaufum. I fvrstu staulaðist ég eftir pabba, svo tók hann mig við hönd sér, en loksins var ég orðin svo þreytt að hann varð að bera mig. Ég held, að pabbi hafi tekið sér nærri að fara frá mér, þegar viö vorum komin á bæinn, þar sem ég átti aö vera. „Ég ætla að koma og heim- sækja þig”, sagði hann, þegar hann fór. Þessi orð get ég enn heyrt fyrir eyrum mér, hvenær sem ég vil. Þau voru eina huggun mln, það eina, sem mér þótti gaman að hugsa um. Allt annað var svo vonlaust. Ráðskonan á bænum var með berkla. Hún lá oftast i rúminu. Við hliðna á rúmi hennar var tré- skál með einihrisi. Hún hrækti i hana, en þegar blóðið gekk upp af henni, lenti oft mikið af þvi á mér. Þegar ég þoldi ekki lengur við fyrir hungri, grét ég þangað til einhverju matarkyns var fleygt i mig. Ég var dauðhrædd við ráðs- manninn á bænum. Hann lúbarði mig oft. Það versta var þó, þegar hann tók skirnarkjólinn minn og henti honum i ofninn. Hann brenndi þvi, sem mér var kærast. Ég grét, en karlinn lét það ekki á sig fá. Hann lét sem ekkert væri. Einn daginn fengum við vatns- súpu i hádegisverð. Ég var svo ó- heppin, að ég dembdi fáeinum dropum á gólfið. Þá missti hann alla stjórn á sér. Mér fannst hann vera sá vondi sjálfur. Hann þvingaði mig til að sleikja upp súpuna, sem ég hafði verið svo ó- heppin að demba. Ég finn enn tunguna strjúkast við grófa og ó- hreina gólfplankana. Súpan var vond á bragðið, en ég þorði ekki að hreyfa neinum mótbárum. Amma sótti mig. Ég var á bænum til hausts. Þá kom amma og sótti mig. Um vet- urinn fékk ég að vera heima, en sumariö eftir var ég aftur send burtu. Ég óttaðist, að sagan frá sumrinu áður endurtæki sig og elti mömmu þess vegna, þegar hún fór frá mér. Ég vildi fara aft- ur heim, en það þýddi ekkert fyrir mig að biðja um það. A þessum bæ var sveitarhmur. Hún hét Agnethe. Mér fannst eins og hún hlyti vilja gera mér eitt- hvað til miska. Hún lá i kör og tók mikið I nefið. Húsbændurnir vildu láta mig sofa hjá henni. Ég sat i myrkrinu og beið eftir þvi, að hún sofnaði. Megnan ódaun lagði af henni, bæöi af tóbakinu og öörum óþrifum og koddinn var allur 5. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.