Vikan


Vikan - 31.01.1974, Page 12

Vikan - 31.01.1974, Page 12
Loksins 1 skóla mamma, sjálf kunni hún hvorki af> lesa né skrifa. Ég segi þaö ekki til að lasta hana. Hún var bara vanrækt af öllum. Og svo fékk ég að fara með Stinu i skólann. Skólinn varð heimur út af fyrir sig hjá mér. Mér gekk alltaf vel i skólanum, alveg frá þvi fyrsta, og ég fann að þar var eitthvað, sem hæfði mér einkar vel. Einn dag- inn var mér sagt, að ég ætti að vera umsjónarmaður bekkjarins. Og rétt á eftir var ég látin fara að kenna minnstu krökkunum. Það var ólýsanleg tilfinning. I fyrsta skipti á ævinni fann ég til sjálfs- tausts og aö einhver þarfnaöist min. Eitt minnstu barnanna, var strákur, sem gekk illa að skilja þaö, sem fram fór i skólanum. Kennarinn lét hann sitja á hakan- um, en ég fékk sérstakan áhuga á þessum dreng. Ég sat hjá honum timunum saman, dag eftir dag. I hvert skipti, sem eitthvaö nýtt rann upp fyrir honum, hann lærði nýjan bókstaf eða orð, fylltumst við bæöi óumræðanlegri gleði. Mér var þetta alveg ný reynsla að hjálpa einhverri manneskju. Það hafði mikil- áhrif á mig og vakti hjá mér löngun til þess að hjálpa fleirum. Það undarlega var, að eftir þessa reynslu átti ég miklu hægara með aö vera móður minni til þægðar, en ég haföi áður átt. Og ég hætti að leyna öllum min- um tilfinningum. Stöku sinnum kom fyrir, að ég söng. Átti engin föt. Slöasti prófdagurinn virtist ætla aö verða dapurlegur. Það var 16. mai, trén voru farin að laufgast og vorilmur var f lofti. Svo fallegur dagur hefði átt að vera mér til yndis. En ég grét. Ég átti engin föt til að vera I á próf- daginn. Mamma kom með gömul, heimaofin föt af systur minni. Þau voru svo slitin, að stór göt voru á olnbogunum. ,,Þú skalt vera i þessum kjól,” sagði mamma. Og á profdaginn lagði ég af stað I þessum tötrum. Ég hitti hinar skólastúlkurnar. Hvað þær voru i fallegum og nýjum föt- um. Mér fannst ég aldrei hafa séð neitt eins fallegt og kjólana þeirra. Og ég óskaði þess heitt og innilega, að þaö hefði þó að minnsta kosti verið stagaö i lepp- ana, sem ég var I. Ein grannkvennanna sá mig á prófdaginn og hún skildi, hvað mér leið. Allt i einu sagði hún: „Anna, þú getur komið til min og unnið þér fyrir fermingarfötum. Ég skal sjá um, að þau verði falleg.” Ég hugsaði mig ekki lengi um. Sama dag fór ég i tötrunum til grannkonunnar. Ég þurfti ekki að bera neinn farangur, þvi að gamli kjóllinn af systur minni, var allt sem ég átti. En þegar ég var fermd i Asmarkakapellunni um haustið, var ég alveg eins vel klædd og hinar stúlkurnar. Það var mikill dagur. Atta ára að aldri heimtaði ég að fáaöfaraiskólann. Viövorum þá viö vinnu á herrasetrinu og mamma þurfti á mér að halda. En löngunin til að ganga i skólann var svo sterk, að ég setti það ekki fyrir mig aö hóta mömmu öllu illu, ef ég fengi ekki að fara. „Fái ég ekki aö fara I skólann, kæri ég þig og öll sveitin fær að vita, að þú stendur I vegi fyrir þvi, að ég fái að fara i skólann.” Aumingja Yfir þetta vatn óð Anna á isnum, þegar hún kom fyrst að Haugset- volden. Svona litur út á heimili önnu núna. € SELD Á 300 KRÓNUR ataöur i tóbaki. Þegar ég heyrði andardrátt hennar hægjast eins og hún væri sofandi, skreið ég upp I og hnipraði mig saman i einu horninu á rúminu. Þar sat ég I hnipri þangað til ég sofnaði. Húsbændurnir fundu mig þar morguninn eftir. Þeir skildu mig og ég fékk rúm út af fyrir mig. Þeir voru mér góðir. Um haustiö kom amma aftur að sækja mig. Þá varö ég óham- ingjusöm og faldi mig bak við runna. Þar stóö ég grátandi, þangað til þau fundu mig. Amma var hörð af sér og hún tók mig i fangið án þess að segja orð og fór með mig heim. Mér fannst aldrei ég eiga neitt heimili. Ég fann mig hvergi ör- ugga og ég vissi tæpast hvað gleði var. Ég varð þess vör, að blómin vöktu hjá mér löngun til að syngja, en ég lét þaö aldrei eftir mér. Ég hugsaði margt, sem mig langaði til þess að tala um við ein- hvern. En ég þoröi þaö ekki og þagði. Svo kom aö þvi, að ég var kom- in á skólaskyldualdur. Þá var skólaskyldan ekki margar vikur i allt, en ég fékk aldrei nema helm- ing skyldufræöslunnar. Mamma þurfti að láta mig hjálpa sér við dagleg störf. Á sumrin var ég með henni á herrasetrunum. Þar kynntist ég fyrst efriöisvinnu. Stundum var ég svo þreytt, að ég valt útaf meðan ég var aö klæða mig, en ekkert þýddi fyrir mig að kvarta. Ég var látin sækja vatn, mjólka kýrnar og pæla kálgarða. Oft fannst mér mamma vera ströng. Smám saman hefur það runnið upp fyrir mér, að hún neyddist til aö vera það. Hún var undir aðra sett, undirsáti sem ekki réöi sér sjálfur og þaö setti svip sinn á hana. Hún var oft óþolinmóð, hálfhrædd og stöðugt á iöi. Seinna hefur mér oft orð- ið hugsaö, að hræöslan viö hús bændurna hafi valdið þvi, aö hún hafði aldrei eirö i sinum beinum. 8 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.