Vikan


Vikan - 31.01.1974, Síða 16

Vikan - 31.01.1974, Síða 16
Síðdegis laugardaginn 1. febrú- ar 1908 var Frakki nokkur á öku- ferö uppi í hliöum Lissabonborg- ar. Skyndilega heyröist skothrið úr áttinni að Verzlunartorginu, störa torginu niðri á árbakk- anum, og hann spurði ekilinn, hvað á gengi. Ekillinn svaraði: — Það er veriö aö drepa kónginn. Þetta kann að vera skrök- saga, ein margra, sem oft eru haföar til aö skreyta eftirtektar- veröa atburði, svo sem morð, en hitt virðist vist, að margir auk moröingjanna sjálfra vissu, aö það stæði til að myrða Carlos kon- ung, sem var fjörutiu og fjögurra ára að aldri, jafnvel einmitt þennan dag, siðdegis. A þessum fyrstu vikum ársins 1908 var mikil ókyrrð i stjórnmálum Portúgals — skoðanir fjandsam- legar konungdæminu voru út- breiddar, og það var opinbert leyndarmál, að hvenær sem væri gæti orðið bylting og ofbeldisverk framin gegn konungsættinni Braganza. Aðeins þremur dögum áður hafði lögreglan uppgötvað og bælt niöur uppreisn lýðveldis- sinna, sem ætluðu að taka völdin i sinar hendur. Að kvöldi hins 29. janúar höfðu menn tekið eftir þvi, að almenningslyftan i grennd við Hotel Braganza (slikar lyftur eru þarna viða vegna hins mishæð- ótta borgarstæðis) hafði stöðvazt klukkan sex, en hópur manna hafði samt fariö inn i hana að neð- an, og komu sumir þeirra þangað i vögnum. Lögreglunni var til- kynnt þetta og hún gerði áhlaup á lyftuganginn og tók alla fasta, sem þar voru. Þegar svo leitað var þarna, fundust miklar birgðir af sprengjum og rifflum. Siðan voru hinir handteknu yfirheyröir og meðal þeirra voru forystu- menn úr Lýðveldisflokknum, svo sem Ribeira greifi og Affonso Costa og i 1 jós kom, að þeir höfðu áformaö að gera sams konar árásir á lögreglustöövarnar i Lissabon það sama kvöld. og þeg- ar allt kæmist i uppnám að fá þá liöveizlu hjá hernum, með þvi að lýsa þvi yfir, að lýðveldi hefði verið stofnað. Gefa átti merki um uppreisnina með fallbyssuskotum frá skipi, sem lá bundiö á Tejo-ánni, en þeim átti að hleypa af þegar ljós- merki sæjust frá efri enda lyft- unnar við Þjóðbókasafniö. Næstu dagana voru sögur á kreiki um allaborgina af fleiri uppþotum og þvi var það, að skotin, sem gullu frá bogagöngunum við Verzlunartorgið siðdegis 1. febrú- ar og urðu aö bana konunginum og krónprinsinum, vöktu enga undrun hjá borgarbuum, enda þótt þau kæmu lögreglunni al- gjörlega á óvart. Fá þjóð- höfðingjamorð hefðu getað verið fyrirsjáanlegri. A þeim niu árum, sem hinn sæl- legi og vingjarnlegi Carlos kon- ungur hafði ráðið rikjum, hafði ástandið farið Siversn- andi. Samvizkuiausir stjórn- málamenn höföu féflett rikissjóð- inn skipulega, og mútur, spilling, fjárglæfrar og skattsvik á hæstu stöðum voru opinbert leyndarmál og hneyksli. Sviksamleg meðferö á almannafé var i þann veginn að 12 VIKAN 5. TBL. gera rlkið gjaldþrota. Carlos, sem var skemmtanasjúkur og eyöslusamur sjálfur, hafði verið riðinn við þessi misferli, þvi að þrátt fyrir rikt kvonfang, — en hann gekk að eiga Amélie, árið 1886, en hún var dóttir greifans af Paris, — var hann orðinn skuldunum vafinn og sffellt að taka launin sin fyrirfram. Gremjan hjá öllum almenningi fór sívaxandi, eftir þvi sem þessi misferh uröu óhóflegri, og þegar kom fram á árið 1907 sá jafnvel konungurinn, að svona mátti þetta ekki ganga. Hann er sagður hafa viðurkennt, að kröfur al- mennings um endurbætur væru sanngjarnar og harmaði, að þingið skyldi ekki koma endur- bótum á heldur meta meira for- réttindin, sem spilltir stjórn- málamenn nutu. „Nokkrir þing- menn á ríkisþingi Portúgals”, sagði hann, „voru orðnir svo voldugir, að mest liktist léns- herrunu'm á miðöldum”. Þeir þóttust svo mjög yfir öll lög hafn- ir, að enginn þorði að láta þá greiöa skatta sina. Hann kvartaði um, að andspænis þessu væri hann sjálfur gjörsamlega valda- laus, þar eð enginn ábyrgur ráð- herra fengist til að stiga skref i þá átt að afnema þessi misferli. Kæmi slikur maður fram á sjónarsviðið, skyldi hann veita honum fullan stuðning við að koma á nauðsynlegum umbótum. Og raunverulega kom slikur maður til sögunnar, árið 1907, þar sem var Senhor Joao Franco, úr „viöreisnarflokki” Portúgals. Senhor Franco var 52 ára að aldri, auðugur og haföi verið for- sætisráöherra eitt ár og þá sann- færzt um spillinguna i þingkerfi landsins, og i maimánuði tókst haim á hendur aö beita hörku- brögöum til þess að bjarga landi sinu. Hann sendi þingið heim og tók sér alræðisvald með sam- þykki konungs, að þvi er ætla má. Hann tók samstundis að gera harða hrið að ýmsum hagsmun- um, sem komin var hefð á og afhjupa óheiðarlega stjórnmála- menn sem báru sig upp við konunginn. en Carlos konungur stóð með Franco og eignaöist þannig óvini i hópi eindrcginna konungssinna. En efnahagsráð- stafanirnar, sem Franco kom á, léttu ekkert á skattgreiðendum, þvi að til þess að hafa fylgi hers- ins, varö hann að hækka við hann kaupið. Og ofan á allt þetta bættist nýtt hneyksli, sem jók óvinsældir konungs og Francos: Einræðisherrann strikaði út allar skuldir konungs við rikissjóð og veitti honum launahækkun. Franco beitti siharönandi ráð- stöfunum til þess aö bæla niður andstöðuna, sem sifellt færðist i aukana. Hann bannaði opinbera fundi, bældi niður blaöafréttir, fangelsaði blaðamenn og elti uppi og fangelsaði lýðvelissinna og framfarasinna, þangað til Caxias-kastalinn og riksfangelsin voru oröin sneisafull. 1 ársbyrjun 1908 var Portúgal komið undir fullkomna einræðisstjórn, en and- staðan gegn Franco og konung- dæminu sauö niðri i allri þjóðinni. Almenningsálitið hafði komiö

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.