Vikan


Vikan - 31.01.1974, Síða 22

Vikan - 31.01.1974, Síða 22
ÞÓ ÉG „Beztu þökk fyrir allt gamalt og gott. Ég skrifa i þeim einum tilgangi aö bi&ja ykkur aö leiö- rétta þetta meö Mammonsbænina á krossgátunni minni. Visuna hef ég kunnaö lengi og held, að hún sé eftir K.N., veit það þó ekki meö vissu. En ég vil ómögulega láta eigna mér annarra ritsmiðar, allra sizt i bundnu máli. Ég klóraði þetta i hugsunarleysi, þvi aö þankinn var ekki buröugur rétt þá stundina. Hins vegar væri kannski ráö aö klóra niöur svona dagsdaglega einhverja eldhús- þanka dreifbýlishúsmóður með fullt hús af börnum á ýmsum aldri og sjá, hvort einhver gæti brosað aö þvi eöa jafnvel grátið, þvi a& sumt er svo sannarlega ekki broslegt, að minnsta kosti ekki meðan á þvi stendur....” Þannig hefst skemmtilegt bréf, sem þættinum hefur borizt frá Bryndisi Guðjónsdóttur á Þórs- höfn. Við heföum gjarnan viljaö birta bréfið i heild, en Bryndis bannar þaö og verðum þvi að láta upphafiö meö leiðréttingunni nægja. Hins vegar langar okkur til aö hvetja hana eindregiö til að skrifa eldhúsþanka dreifbýlis- móöur og senda Vikunni til birtingar, þvi aö hún er gædd léttri kimni og ágætlega penna- fær. Jóhann Jónsson fra Hábæ i Garöi ljóöaöi á Seyðfiröinga fyrir jólin meö eftirfarandi visu: Þegar sé ég Seyðfiröing senda snjalla botna, geng ég hér um götu og syng, svo gler i húsum brotna. Og Seyðfirðingar létu ekki á sér standa. Einar H. Guöjónsson sendir Jóhanni fjögurra erinda brag: Stakan geymir ljóma og lit lands og sunnuglóöar, veðurgný og vorsins þyt, vonir Isaþjóðar. Ljóöaskemmtun lýsti bæ, ljómuöu hélugluggar. Hurfu út á heiðasnæ hugarkviöans skuggar. Láttu vaka visnaglóö, vinum gömlum orna. Ennþá verndar Eglu þjóö ættarmeiöinn forna. Varla finnast viö þvi ráð, þó vi&a rúöur brotni. Þú ert skáld af þeirri náð, sem þrýtur ei hjá drottni. Og Jón Sigfinnsson sendir Jóhanni kveöju sina og þökk með þessari visu: Þér er létt um ljóöasmiö, leikur á tungu gaman, þó að báli botnastriö brosiröu aö öllu saman. Vikjum þá aö botnurn viö tvo fyrriparta, sem birtir voru i desember. Hinn fyrri fjallar um LIFI OG LEIKI málið, sem setti þjóöina á annan endann, svo aö um stund gleymdust efnahagsáhyggjur, landhelgisstrið og óáran hvers konar. Fjaörafokiö út af ævisögu jómfrú Ragnheiðar verður lik- lega lengi ein eftirminnilegasta skammdegisdeila hérlendis, og höfum viö þó háð þær margar snarpar og sögulegar. Fyrripart- urinn var þannig: Ævisögur seljast vel séu þær aö handan. Og þá koma fáein sýnishorn: Ragga, Daöi og rlflegt kel reyndist finust blandan. Finnur Baldursson, Reykjahlið 4, Mývatnssveit. Þegar sækja aö þrautaél, þarf aö leysa vandann. Bak viö dauöans dimma hvel drottinn leysir vandann. Indriði Þ. Þórðarson Grunnvikings, Keisbakka, Skógarströnd, Snæf. Er úr minni skrið ég skel, skal ég fræöa landann. Sumum yrði ekki um sel, ef þeir hittu á fjandann. Þá björtu von i brjósti el, a& brátt þeir leysi vandann. Daða og Röggu dufl og kel er dáldiö fyrir andann. Jóhann Jónsson, Hábæ, Garöi. VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR Hygg ég þó að hanastél hýrgi betur andann. Einar H. Guöjónsson, Seyöisfiröi. Musteriö ég moldu fel, mínum drottni andann. E.B.G, Seyöisfiröi. Miðill upplauk ástarskel, afmeyjaöi vandann. Kristinn Magnússon, Reykjavik. Innihaldiö ekki tel auðugt fyrir landann. Jón Sigfinnsson, Seyðisfiröi. Miklu færri fundu hjá sér hvöt til aö setja sig I jólastellingar og botna fyrripartinn um hátið ljóss- ins, enda var hann kannski I lakasta lagi: MÉR... Hátið nálgast heilög ein, hátfö ljóssins bjarta. Af þvi litla sem okkur barst birtum viö þetta: Börnin litlu brosa hrein meö bæn i ljúfu hjarta. Finnur Baldursson, Mývatnssveit. Jólaljós á grænni grein gleöur barnsins hjarta. Ljósiö sem að skærast skein skugga hrakti svarta. Vill hún græ&a mannleg mein og milda húmið svarta. Indriði Þ. Þórðarson Grunnvikings, Keisbakka, Skógarströnd. Trúin allra mýkir mein mæöu og sorg i hjarta. Jón Sigfinnsson, Seyöisfiröi. Aöur en viö sendum út nýjan fyrripart, skulum viö hafa yfir fáeinar vlsur eftir Svein Hannes- son frá Elivogum, en hann var mikiö i kastljósinu á si&asta ári. Sonur hans, Auöunn Bragi Sveinsson, skrifaði ágæta grein um fööur sinn i Lesbók Morgun- blaösins, og Rósberg G« Snædal gaf út bók fyrir jólin undir heitinu „Sveinn frá Elivogum”. Um kerskni Iljóðum orti Sveinn Frá Elivogum þetta: Þó um voriö vandL ég óö vill það enginn heyra, en kveöi ég sora og kersknisljóö kitlar sérhvert eyra. Nær af manni ber ég blak brosir enginn kjaftur, en ef grannans bit ég bak 1 bollann fæ ég aftur. Sveinn bjó á Vindhæli á Skaga- strönd i þrjú ár. Þaöan fluttist hann fram i Laxárdalinn, þar sem hann haföi áöur veriö. Þá uröu þessar visur til: Auönusól ég aldrei leit eöa viö mig kunni á höfuðbóli i breiöri sveit, beint I þjóðgötunni. Fötum breyta æviar eöli mannsins siöur. Þangaö leitar klakaklár kvalir mest hann liöur. Fyrriparturinn okkar er aö þessu sinni fjarska einfaldur og ætti aö vera au&velt aö botna hann á margvislegan hátt. Meö honum kveöjum viö i þetta sinn og vonumst eftir góöri þátttöku: Þó ég lifi og leiki mér léttur mjög l sinni. 18 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.