Vikan


Vikan - 31.01.1974, Side 31

Vikan - 31.01.1974, Side 31
Nitjún kirkjur hrundu að meira eða minna leyti i jarðskjúlftunuin. Þcssi kirkja i Managua gcreyðilagðist, en hún var talin með þeim fegurstu i Mið-Ameriku. Sameinuðu þjóðanna við rann- sóknir á jarðhitasvæðum. — Verkefni mitt var að kort- leggja tvö jarðhitasvæði og gera þar almennar jarðfræðiathugan- ir, segir Jón. — Guðmundur Sig- valdason jarðefnafræðingur gerði jarðefnafræðilegar athuganir á svæðunum og siðan áttum við að segja okkar álit á þvi, hvort svæð- ið væri heppilegra til virkjunar. Það er mikill hiti i jörð i Nicar- agua, en hann hefur ekki verið nýttur ennþá, nema lítillega til baða. Nú stendur tii að reyna að setja upp gufurafstöð og nýta raf- magnið meðal annars til kælii.^ar húsa. Þótt undarlegt megi virðast þurfa þeir liklega litið minni orku I Managua til þess að kæla sin hús, en við þurfum til að hita okk- ar, en meðalárshitinn er 27 stig i Managua. Að áliti okkar Guð- mundar var ekkert vafamál, að svæðið kringum eldfjallið Momo- tombo er heppilegra til virkjunar, og stendur nú til að bora þar 7 hol- ur i tilraunaskyni. Momotombo, Ttteuccufiui 7U f sem er um 80 km frá Managua, er mjög fallegt keilulaga eldfjall, sem gosið hefur sjö sinnum á sögulegum tima. Þegar ákveðið var að Jón tæki þetta verkefni að sér varð að ráði að fjölskyldan færi öll með hon- um. Til Managua komu þau um miðjan október og bjuggu fyrst i stað á hóteli i miðborginni. — I byrjun nóvember fengum við ibúð um 7 kilómetra frá mið- borginni og hefur það liklega bjargað lifi okkar, segir Jón, — þvi hótelið fór alveg i rúst i jarð- skjálftanum. Við komum okkur ágætlega fyrir þarna og börnin komust i skóla þar sem kennt var jöfnum höndum á ensku og spænsku. Lifið var að komast i nokkuð fast form, þegar strik kom i reikninginn aðfaranótt 23. desember. Við biðjum þau hjón að rifja upp það sem gerðist þessa ör- lagariku nótt. Jón byrjar: — Fyrsti jarðskjálftakippurinn kom rétt fyrir klukkan hálf eitt og stóð i um fimm sekúndur. Um 10 minútum siðar kom annar kipp- ur, eins harður, en styttri. A þess- um 10 minútum fór Managua svo að segja alveg i rúst. Við vorum öll sofnuð, en köstuðumst fram úr rúmunum. Börnin sváfu i tveimur herbergjum næst okkur og það fyrsta.sem ég gerði. var að taka i hurðinaog reyna að komast út. Ég bjóst alveg eins við að húsið hefði skekkzt og hurðir sætu fastar, en svo var ekki sem betur fór og við komumst öll út. Kólk þyrptist út úr húsunum i kring og fór að búa um sig i görðunum. Við fórum yf- ir i garðinn við húsið handan göt- unnar, þvi þar var maður betur i vari, kæmu það harðir kippir að húsin færu, en höggin komu úr einni átt. Fyrst i stað áttaði sig enginn fyllilega á hvað gerzt hafði, en fljótlega heyrðist i sjúkrabilum, þeim fáu, sem gangfærir voru, þvi slökkvistöðin inni i miðborginni fór alveg i rúst. Nágranni okkar fór strax á jeppa sinum inn i borgina til að huga þar að öldruðum foreldrum sin- um og , fleiri skyldmennum og þegar hann kom aftur hálftima siðar sagði hann aðeins: ,,Mana- gua er farin”. Hann hafði komið að húsi foreldra sinna i rúst og þar var engan lifandi mann að sjá. En skömmu siðar birtist öll fjölskyldan — hafði þá bjargast úr rústunum á einhvern óskiljan- legan hátt. * 5. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.