Vikan


Vikan - 31.01.1974, Qupperneq 39

Vikan - 31.01.1974, Qupperneq 39
Ertu byrjaóur? Byrjaður með hvað? %0 Byrjaður að spara! Spara fyrir hverju? Spariláni, auðvitað! Landsbankinn gefur allar upplýsingar um reglubundinn sparnað og sparilán. Lesið bæklinginn um Sparilán vp Landsbankans Framhald af bls. 33 virtust dauðir. Þar þekkti hann d’Assega greifa, yfirhirðstjórann, en hina ekki. En á þessari stundu voru drottningin óg Manoel prins i Vogarhúsinu, þar 'skammt frá, og greifahjónin Figueira (sem bæði tilheyrðu hirðinni), voru að reyna að aftra prinsinum, sem var úrvinda af harmi, frá þvi að fara inn i spitalasalinn. Næstum samstundis kom einn fyrrverandi ráðherra að nafni Moreira, sem einnig var læknir, á vettvang og bað spænska sendiherrann og d’Asseea greifa að hjálpa sér að afklæða likin, svo hægt væri að huga að sárum þeirra. Konungur- inn, sem var með tvær kúlur i sér, var sýnilega dáinn, en de San Lu- is greifi var ekki viss um, að krónprinsinn væri það einnig, þvi að hann var með bros á vör og virtist aðeins vera sofandi. Hann sagði við Moreira lækni: — Það þarf að rannsaka hann nákvæm- lega, þvi að ég held, að hann sé enn lifandi. Moreira svaraði, og andlitið var tárvott: — Krón- prinsinn okkar er dáinn eins og konungurinn. ( Kúlan hafði komið i hægri kinn og komið út um háls- inn að aftanverðu). Greifinn vildi enn ekki trúa þessu og bað hann rannsaka prinsinn aftur, en lækn- irinn svaraði aöeins: Hann er dauður. Þá sagði San Luis greifi: — Jæja, ég ætla þá að trúa yður og sima stjórninni minni að kon- ungurinn og krónprinsinn séu dánir. — Yður er óhætt að sima, sagði læknirinn. — Þvi miður fyr- ir okkur alla, eru þeir báðir dánir Nú komu læknar úr flotanum til aö aðstoða Moreira lækni og einn þeirra var sendur i Vogarhúsið til þess að tilkynna Amélie drottn- ingu árangurinn af rannsókninni. Skömmu seinna, þegar Moreira og hinir voru að þvo andlit hinna dánu, fór greifinn yfir til drottn- ingarinnar og Manoels pr ins — nýja konungsins. Drottningin, öt- uð I blóði eiginmanns sins og eldra sonar, grét og faðmaði Manoel, er hafði enn ekki fengið neina aögerð sára sinna og bar sig sem hetja. Greifinn heyrði hana segja: — Þú ert særður, þér hlýtur að liða illa, en Manoel svaraði: — Nei, mamma, ég er ekkert særður og handleggurinn bagar mig ekki neitt. Það er bara ógæfa min, sem bagar mig. En það var greinilegt, að hann þjáð- ist mikið, þegar hann sagði þetta. Ef fyrirætlun morðingjanna heföi náð fram að ganga, heföi verið þriðja likið i spitalasalnum viö hliöina á liki konungs og elzta sonar hans. En Franco, sem einn- ig hafði veriö dæmdur til dauða af mönnum Buicas, hafði sloppið lif- andi þennan dag fyrir einstæða tilviljun. Þegar skrúðfylkingin lagöi af stað frá bryggjunni, hafði kunningi hans tekið hann tali, svo að hann náði ekki að verða sam- ferða, aö þvi er virtist. Hann hafði þvi sent frá sér vagn sinn og farið gangandi (að þvi er frekast er vit- að), og einn sins liðs. Eins og de Sant Luis hafði hann heyrt skot- hvellina og uppnámið, þegar hann var skammt kominn frá bryggjunni, en stað þess að ganga gegnum hópinn vestan- megin á Praca, hafði hann farið inn i flotavopnabúrið um dyrnar út að ánni og i gegnum bygging- una áleiðis að dyrunum út að Vopnabúrsgötu og kom' að rétt i þvi að konungsvagninum var ekið inn. Nú var hann náfölur og sleg- inn og stóð spölkorn frá hópi ráð- herra og hirðmanna, sem biðu i ofvæni úti fyrir spitalahúsinu til að samhryggjast hinum nýja kon- ungi og hylla hann. Einn vinur hans gekk til hans og þrýsti hönd hans I samúðarskyni. Franco sagði við hann: — Þeir hafa drep- ið kónginn minn og um leið ráð- herrann hans. Skothriðin á Pracatorgi hafði heyrzt um alla borgina, en þó ekki verið nægilega hávær til þess að yfirgnæfa orðaskvaldrið og tón- listina i franska sendiráðinu, sem var i nokkurra stræta fjarlægð. En fregnin um moröin háfði samt borizt þangað skömmu siðar, meðan boðið, sem franski sendi- herrann hafði inni fyrir diplóm- ata og helztu höfðingja borgar- innar, var i fullum gangi. Þetta var glæsileg samkoma með miklu skrafi og matborði i aðalsalnum og hljómsveit fyrir kvenþjóðina i minni sal. En einnig hér mátti merkja sömu spennuna — að minnsta kosti hjá portúgölsku gestunum — sem rikti hjá múgn- um, sem beið á Pracatorginu. Allir voru að ræða tilskipunina, sem gefin hafði verið út þá um morguninn. Passos-Vialos greifi, fyrrum ráðherra opinberra fram- kvæmda, var að tala við Jean Finot, um djúpið milli konungs- dæmisins og þjóðarinnar. — Og konungurinn ykkar? spurði Finot. — Ég hef allra þegnasamlegast bent honum á, sagði greifinn, — hætturnar, sem einræðisstjórn Francos býr þjóðinni og hollustu hennar við konunginn, en konung- urinn virðist næstum eins og dá- leiddur. Skammt frá þeim voru nokkrir portúgalskir geStir aö reyna að sannfæra erlenda diplómata um illmennsku Franc- os og yfirvofandi stjórnarbylt- ingu. Einn diplómatanna sagði við Finot: — Það er einkennilegt, að jafnvel þeir menn, sem virðast hingað til hafa verið nokkurn veg- inn hlutlausir gagnvart einræöis- herranum, virðast nú orðið allt i einu vera farnir að hata hann. tJti i horni I salnum var Senhor Cast- ello Branco, forystumaður I hópi framfarasinna, að spá þvi við rússneska sendiherrann, aö Franco yrði áður en lyki koll- varpað af herskáum flokki, en i sama bili kom franski sendiherr- ann inn. Hann var svo nafölur og þungbúinn á svipinn, að öllum hnykkti viö, og skvaldrið hjaðnaði Framhald á bls. 38 5. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.