Vikan


Vikan - 31.01.1974, Síða 48

Vikan - 31.01.1974, Síða 48
r læstar. Sláin var fyrir svaladyr- unum. Hjólastóllinn stóð á miðju gólfi og Cinnabar lá þar sofandi á púðanum sinum. Adria rak upp óp og flaug i fangið á mér. Andartak lá við að ég legði á flótta þt úr þessu örlagaherbergi, en ég stillti mig og sagði rólega við hana. — Ég skil <>kki i þvi, aö Shan skuli alltaf láta köttinn hingað inn, sagði ég. — Viltu ekki láta hann út fyrir, Adria? Við þurfum að nota stólinn. Róleg rödd min virtist róa • hana, svo hún hljóp ekki út, en hún vildi ekki snerta köttinn. — Ég vil ekki láta hana út. Hún hefir rétt til að sjá, hvað við gerum. Það var ein hlið málsins, sem ég vildi ekki ræða þessa stundina, en ég vildi ekki hafa köttinn þarna. Ég hafði aldrei snert Cinn- bar áður, en ég gekk að hjóla- stólnum og rétti út höndina Kötturinn hvæsti og stökk niöur á gólf. En hann fór ekki út úr her berginu, þótt dyrhar inn i bóka- herbergið stæðu opnar. Hann settist bara á gólfið og góndi á okkur, gulum glyrnum. Ég gekk fyrst að svaladyrunum og dró slána frá. Dyrnar opnuðust inn, svo snjórinn féll inn á gólfiö og kuldinn streymdi inn. Ég var fegin, að við höfðum farið i jakkana. A svölunum var stór skafl og sólin roðaði snjóinn. Skábrautin var alveg ósýnileg. Ég ók stólnum fram að svölunum og kallaði á Adriu- — Komdu og sýndu mér, hvernig á að festa hemlana. Hún kom hikandi til min og benti mér á plastfóörað hand- fangiö, sem stjórnaði hemlunum báöum megin. Þegar ég hafði ýtt þeim báðum niður, reyndi ég að hreyfa stólinn og svo settist ég rólega i sætið. Adria horfði á mig og þaö mátti greinilega sjá óttann i augum hennar. — Nú verður þú að reyna að muna allt, sem skeði þennan dag, sagði ég viö hana og reyndi að láta sem ekkert væri. — Viö erum aö prófa þetta, svo þú losnir viö draumana. Hvernig veiztu, hvort hemlarnir eru á. Hún var nú alvarleg á svipinn og ekki eins hræösluleg. —Ég setti þá fasta. — En hvernig veiztu, að þeir voru fastir þennan dag. Hún hugleiddi þetta andartak, en svo birti yfir henni. — Ég festi þá lika þennan dag. Ég man það vel. Annar var svolitiö stiröur, svo ég þurfti að taka nokkuö fast á. — Hvers vegna gerði móöir þin þaö ekki sjálf? — Hún vildi, að ég hjálpaði sér, svaraði hún og það var ekki laust við að þaö kenndi ánægju i rödd- inni. — En þegar stóllinn fannst stöar, þá voru hemlarnir lausir. Hvernig getur þú verið viss um, aö þú hafir fest þá? Hún var ekki hikandi lengur, það var vissa i rödd hennar. — Ég er alveg viss um það. Við töluðum um að annað handfangiö væri stirt, og hún reyndi að mjaka stólnum til til að prófa hemlana. Þeir voru i lagi. — Allt i lagi. Við vitum báðar, að hemlarnir eru á núna og ég sit I stólnum. Svona nú, reyndu að ýta mér áfram. Ýttu eins fast og þú getur, Adria. Hún hörfaði aftur á bak. — Nei, nei, ég get það ekki. Cinnabar vældi ömurlega viö hljóminn i rödd hennar og það varö siöur en svo til að hjálpa mér. — Auðvitað geturðu það. Það skeður ekkert, hemlarnir eru fastir. Ýttu stólnum og þá geturðu séð það sjálf. Hún greip um bæði handföngin aftan frá og hörfaði svo aftur á bak. — Nei, þú, þú ferð þá niöur hallann og lendir i gilinu! Þú deyrð, eins og Margot. — Adria, elskan min, það getur ekki skeð, sagði ég. — Sjáðu bara allan snjóinn þarna úti. Ég gæti alls ekki runnið niður. Sjáðu! Ég losaöi hemlana báðum megin og hjólaði svo hratt, sem ég komst niður svalirnar, sem voru þaktar snjó. Hjólin stóðu strax föst. — Jafn vel þótt þú legðir alla þina krafta i þetta, myndi það alls ekki hafa neitt að segja, ég gæti ekki meitt mig. Svona nú, nú set ég hemlana á og reyndu svo. Sjáðu. Ýttu stólnum, Adria, ýttu fast! 1 þetta sinn hlýddi hún og lagði i það alla sina krafta. Stóllinn mjakaðist um eina tommu eöa svo, en fór alls ekki fram á brún- ina á skápallinum. Adria gekk fram fyrir stólinn, sem ég sat kyrr i og horfði beint i augu mér og ég sá móta fyrir vonarneista i augum hennar. — Svo að jafnvel þótt ég hefði ýtt við stólnum, hefði hún aldrei getað meitt sig? — Að sjálfsögðu ekki. Ógurlegt neyðaróp kom frá opnum dyrunum, reglulegt móðursýkisöskur. Shan kom þjót- andi inn i herbergið. Hún var ennþá i skiðafötum og hún þreif Adriu til sin. — Ó, hve grimmlynd þér eruð, þetta er hræðilegt, sagði hún. Hún sleppti takinu á Adriu, hljóp fram á svalirnar og kallaði: — Julian! Julian! Ég heyrði hljóðið I snjóýtunni, en hann heyröi ekki til Shan vegna hávaðans, svo hún þaut niður skápallinn og hrasaði i snjónum, veifaði svo báðum handleggjum til Julians. Hann hlýtur að hafa heyrt til hennar, þvi að hann stöðvaði vélina og andartaki siöar kom hann æðandi upp pallinn og inn i herbergið. Ég sat i stól Márgot og Adria kom strax upp að hlið mér og nú streymdu tárin niður kinnar hennar. Ég fann lika, hvernig hún skalf i örmum mér. Julian var náfölur. — Hvað ert þú eiginlega að gera? sagði hann við mig. — Hefi ég ekki gefiö strangar skipanir um, aö þetta herbergi eigi að vera 44 VIKAN 5.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.