Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.05.1975, Side 59

Vikan - 15.05.1975, Side 59
 Eggjahvítukaka 150 gr smjör eða smjörliki 2 3/4 dl sykur 4 1/2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1 dl mjólk ca. 100 gr suðusúkkulaði 4 eggjahvitur Hrærið smjör og sykur ljóst og létt. Sáldrið hveiti og lyftidufti og setjið saman við til skiptis ásamt mjólkinni. Blandið rifnu súkku- laði saman við og að siðustu stif- þeyttum eggjahvitunum. Setjið i vel smurt hringform og bakið við 180 gr i ca 1 klst. Prófið með prjóni, hvort kakan er gegn bökuð. Kókossnittur 2 dl hveiti 125 gr smjörliki 3/4 dl sykur 65 gr kókosmjöl 1 egg Glassúr: 2 1/2 dl flórsykur ca 1 1/2 msk. vatn rommessens. Myljið smjörlikið i hveitið. Blandið sykrinum saman við ásamt kókosmjöli. Hnoðið með eggi. Látið biða á köldum stað um stund. Fletjið út i þrjár lengjur og bakið við 185 gr hita i ca 10 minútur. Hrærið glassúrinn og setjið á kökurnar, meðan þær eru heitar. Skerið þær siðan niður i ca 1 1/2 cm breiðar kökur. Það fást ca 50 stk úr þessari uppskrift. $ SG'jvSfí Nií bökum 58 VIKAN 20. TBL. Itneturúður 2 egg 1 3/4 dl sykur 100 gr saxaðar hnetur 3/4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 3/4 dl rjómabland beytið egg og sykur ljóst og létt. Blandið hnetunum saman við hveitið og lyftiduftið, og blandið þessu siðan saman við eggin ásamt rjómablandinu. Hrærið jafnt. Hellið i vel smurt ferkantað form og bakið við 175 gr i ca 40 minútur. Losið kökuna i kringum kantana og hvolfið henni eftir nokkrar minútur og látið hana kólna undir forminu. Tillögur um skreytingu: 1 dós blandaðir ávextir eða ávaxtasalat úr nýjum ávöxtum, þeyttur rjómi. Eða: Súkkulaðiglassúr nr. 1 2 di. flórsykur 2 msk. kakó 2 msk. mjólk, öllu blandað saman og hrært jafnt. Súkkulaðiglassúr nr. 2 100 gr. suðusúkkulaði saxað 1/2 dl. rjómi. Hitið rjómann og brytjið súkku- laðið út i. Hrærið jafnt. Breiðið yfir kökuna, meðan það er volgt. Setjið möndluflögur yfir. Hafrarúður 3 1/2 dl. haframjöl 1 1/2 dl strásykur 50 gr saxaðir hnetukjarnar 150 gr smjör eða smjörliki Skreyting: 50 gr. rifið súkkulaði 1 dl. þeyttur rjómi. Blandið saman haframjöli, sykri og hnetukjörnum. Bræðið smjör- likið og hellið yfir haframjölið. Hrærið jafnt. Setjið i litið form ca. 25x35 cm að stærð. Bakið við 200 grica. 10 minútur. Skerið kökuna i bita, meðan hún er volg, losið um bitana og látið siðan kólna i forminu. Gjarnan má skreyta með þeyttum rjómatoppum, þá má einnig strá rifnu súkkulaði yfir, þegar kakan hefur verið bökuð i 5 minútur, og láta það bráðna. Kristinarkrans 5 dl hveiti 1 dl lyftidpft 2 1/2 dl sykur 125 gr smjör eða smjörliki 1-2 dl. rúsinur 3 msk. sultað appelsinuhýði 2 msk. súkkat l egg 1 dl mjólk eða rjómabland Til penslunar: ' egg Skreyting: 2 msk. perlusykur saxaðar möndlur. Blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti. Blandið saman við það muldu smjörliki, rúsinum, appelsinuhýði og súkkati. Blandið saman eggi og mjólk og hrærið i. Setjið á smurða plötu og sléttið aðeins til. Penslið með sundur- slegnu eggi og strákið perlusykri yfir og söxuðum möndlum. Bakið við 200-225 gr. i 15 min. Þennan krans er allt i lagi að láta biða til- búinn og baka, þegar gestir eru komnir, enda bragðast hann best nýbakaður. Berjaterta 150 gr smjör eða smjörliki 2 dl sykur ' egg 2 eggjarauður 4 dl hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1 1/2 dl. mjólk 2 eggjahvitur 1 dl strásykur 2 msk möndluflögur Fylling: 3-4 dl. þeyttur rjómi jarðarber (eða aðrir ávextir ef vili) Þeytið smjör og sykur ljóst og létt. Setjið eggið saman við og hrærið vel. Hrærið eggjarauð- urnar saman við. Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið saman við ásamt mjólkinni. Hrærið jafnt. Setjið i smurt form að stærð ca 35x45 cm Þeytið eggjahviturnar stifar með sykrinum. Breiðið þetta siðan yfir deigið i forminu og bakið við 175 gr i ca 20 minútur. Losið kökuna gætilega með köntunum og látið kólna i forminu. Skerið siðan kökuna i tvennt með beittum hnif. Látið þeyttan rjóma og ávexti á milli. Berið fram vel kalt. DRÖFN FARESTVErT HÚSMÆÐRAKENNARI 20. TBL. VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.