Vikan

Issue

Vikan - 12.06.1975, Page 12

Vikan - 12.06.1975, Page 12
„ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU Dósturinn „ORVGGI FRAMAR OLLU BDÖRNSSONACO, SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Á SAAB kemstu langt... SAAB99 NR. 1 í SPARAKSTURSKEPPNI. í sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 99 fyrstur í V. fl. vélarstærð 1901—2200 rúmcm. með 6.631. á 160 km. SAAB96 NR. 1 í SPARAKSTURSKEPPNI. f Sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 96 fyrstur í III. fl. vélarstærð 1301—1600 rúmcm. með 5.20 I. á lOO km. OF HORUÐ Elsku póstur! Ég ætla að koma mér beint að efninu. Svo er mál með vexti, að ég er mjög grönn. Ég er alltaf aö reyna að éta og fitna, en það gengur ekki, vegna þess að ég brenni svo miklu. Svo reyni ég lika að éta mikiö salt og sælgæti, en þá fárast mamma yfir, að ég eyði svo miklum peningum i vitleysu Hvað á ég að gera? Á ég að halda áfram að troða og troöa i mig svo mér fer að liða illa? Ann- ars er það þannig, að ef ég borða mig pakksadda eins og til dæmis á sprengidaginn, verð ég aftur svöng eftir svona fimm til tiu minútur. Ofan á þetta bætist svo, að ég fæ varla föt, sem passa mér hérna i bænum. Grennist maður af að borða ávexti? En ef maður reykir (fikt- ar) eða stundar sund? Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin? Hvað lestu úr skriftinni og hvað helduröu, að ég sé gömul? Svo vona ég, að þú svarir þessu bréfi, en fleygir þvi ekki i rusla- körfuna. Með fyrirfram þökk. Ein of grönn. Pósturinn kallar ekki allt ömmu sina og þó liggur við, að honum vefjist tunga um tönn, þegar hann á að fara að fita fólk. En ef hann misminnir ekki, fór fram árangursrikur megrunar- kúr á vegum Vikunnar fyrr á þessu ári, og þessi megrunarkúr byggðist fyrst og fremst á þvi að útiloka öll kolvetni úr fæðunni. Ætli þá sé ekki heiilavænlegast að borða bara nógu mikið af kolvetn- um til þess að fita sig? Farðu samt varlega og hafðu samráð við lækni um fitukúrinn. Sam- kvæmt megrunarregium dr. Atkins og Vikunnar grennist fólk ekki af að borða ávexti, þvi að þeir innihalda kolvetni. Reyking- ar eru ekki fitandi — svo mikið er vist. Sund er holl og góð hreyfing, jafnt feitum sem horuðum. Staf- setningin er ágæt, en ekki get ég sagt mér finnist skriftin þin falleg, og úr henni les ég aðallega tilgerð og smámunasemi. FJÓRÐA BRÉFIÐ Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur og okkur langar til aö spyrja þig nokkurra spurninga. Og við von- umst til að þetta bréf verði birt, en lendi ekki i hinni frægu rusla- körfu eins og þau þrjú bréf, sem við höfum skrifað þér áður. 1. Hvaða próf þarf til að komast i ljósmæðraskólann? 2. Hvaö tekur námið þar langan tima? 3. Hvaða próf þarfiii að komast i hjúkrunarskólann? 4. Hvaða krem er best að nota viö bólum i andliti? 5. Heldur þú, að það geti skemmt hárið að þvo það oft i viku? 6. Hvernig eiga saman naut (stelpa) og ljón (strákur), og hvernig eiga saman ljón (stelpa) og vatnsberi (strákur)? Jæja, þetta ætti að nægja, og svo i lokin þetta vanalega: Hvernig er skriftin og hvað held- urðu, að ég sé gömul? Tvær forvitnar. Snúum okkur fyrst að aldrinum og skriftinni. Þið eruð báðar fjártán ára og skrift ykkar er það ómótuð ennþá, að ómögulegt er að lesa nokkuð ákveðið úr henni. Til dæmis er hún svo áþekk að ætla mætti, að þið væruð mjög svipaðar að eðlisfari, en Póstur- inn giska ■ á, að svo sé aldeilis ekki. Til þess að komast I ljós- mæðraskóla þarf að hafa gagn- fræðapróf og námið þar tekur tvö ár. Til þess að komast i hjúkrunarnám þarf að hafa lokið prófi úr framhaldsdeildum gagn- fræðaskóla eða stúdentsprófi. Hvaða krem er best.á bólur er ákaflega mismunandi eftir eigin- ieikum húðarinnar og þú skalt endilega hafa samráð við lækni um val þess. Ekki held ég, að hár- ið skemmist að ráði, þótt það sé þvegið nokkuð oft. Hins vegar er ekki ástæða til þess að þvo það á hverjum degi og sé það gert, er auðvitað svolitil hætta á, að það reitist og slitni. Naut (stelpa) og ljón (strákur) ættu að vara sig hvort á öðru, þvi að bæði eru ótrú- lega þrjósk og eiga erfitt meö aö þola hvort annað til lengdar. Um samband ljóns (stúlku) og vatns- bcra (pilts) segir svo I Stjörnuspá ástarinnar: Fyrsta ástin verður dásamleg, en eftir það er hætt við, að sambúðin verði hroðalega stormasöm. A BÚGARÐ I ASTRALIU. Kæri Póstur! Við erum tvær fimmtán ára stelpur, og okkur langar til að vita, hvort ekki sé hægt að komast i vinriu á búgarði I Astra- liu. Hér eru nokkrar spurning- ar.... Með fyrirfram þökk. Tvær áhugasamar. Guð hjálpi ykkur! Vitið þið, hvað það er langt til Astraliu? Þegar þið hafið kynnt ykkur það rækilega, skai ég reyna að svara spurningum ykkar. HITTOGÞETTA. Elsku Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur og langar til að spyrja þig nokk- 12 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.