Vikan

Issue

Vikan - 12.06.1975, Page 17

Vikan - 12.06.1975, Page 17
STEFNUMÓT VIÐ MONU Hún hafði fallega rödd, en hefði forvitni min ekki verið vakin, hefði ég sofnað aftur. En hvernig átti ég að útskýra fyrir henni, að ég var ekki Eyvindur. barna sitjið þið og skemmtiö ykkur við að hlæja aö mér! Einmitt núna grettið þið ykkur framan i hvort annaö og gerið grin aö mér. Hefði einhver sagt mér fyrir nokkrum vikum, að þú myndir koma svona fram við mig, hefði ég sagt þeim hinum sama, að hann væri brjálaöur. Hvers konar maöur ertu eigin- lega? — Langar þig að vita það? bað var engu likara en hún væri farin að snökta hálfhátt. — Ekki lengur, sagði hún og röddin skalf örlitið. — Nei, það skiptir ekki lengur neinu máli. Ég var farinn að vorkenna henni, og ég skammaðist min fyrir að hafa ekki bundið endi á þetta simtal fyrir löngu. — Hlustaðu nú á mig, sagði ég. — bvi miður er þetta allt saman misskilningur. Ég heiti ekki Eyvindur, ég heiti Henrik. bú hefur hringt i skakkt númer, og það hefði ég átt að segja þér undireins. En ég var svo syfjaður, og auk þess komst ég varla að til að segja orð. bað var þögn langa stund. — Ertu ekki Eyvindur? sagði hún. — baö hafði ég ekki hug- mynd um. Hvernig getur þú vitað þetta allt saman, úr þvi að þú ert ekki Eyvindur? Ég þekki engan Henrik og ekki Eyvindur heldur, svo ég viti. — Ég veit ekki neitt, sagöi ég. — Ég þekki ekki Eyvind, sem betur fer liggur mér við að segja. bvi miður þekki ég þig ekki heldur. — Guð minn góður, sagöi hún. — Hvaöa númer er þetta? — 27 53 33 Hún endurtók simanúmerið hægt. — bá hef ég hringt I skakkt númer, sagði hún og andvarpaði. — Hvað á ég að segja? Mér þykir svo leiðinlegt að vera að iþyngja þér með vandamálum minum. bú hefur vlst áreiðanlega nóg annað að gera en að hlusta á mig. — baðgerðiekkerttil. Ég hefði bara sofið á meðan. — Mér heyrist þú vera góður, sagði hún. — Fyrirgefðu, aö ég liöi? bú hefur sjálfsagt ekki verið að hugsa um það. bú ert alltaf sjálfum þér likur. — betta er ekki rökrétt hjá þér, sagði ég. — Maður getur ekki bæði hafa breytst einhver ósköp upp á siðkastið og samt verið sjálfum sér likur. betta segir þú. Og það kemur ekki heim og saman. bú ert óþolandi hrópaði hún yfir sig reið. — bú lætur sem þú hrjótir, þú ferð að tala um eitt- hvað alit annað og læst ekki vita, hvað ég er að fara. Og svo ferðu að rengja það sem ég segi ofan á allt annað. baö er sjálfsagt bara timaspursmál, hvenær þú ferð að reyna að telja mér trú um, að þessi rauðhærða fuglahræða hafi verið frænka þin frá Bergen, eða eitthvað i þá átt. — Rauðhærð. Núvarég farinn aö hafa áhuga. — Segðu mér frá þessari rauð- hæröu, sagði ég. — Hvernig þú getur látið! bú dirfist að ganga svo langt að reyna að gera mig að viðundri! Ef ég hefði ekki svona mikla sjálfstjórn, hefði ég skellt á þig. bá hefðirðu getað staðið þarna áfram og afsakað þig i það óendanlega! — Ég ligg nú reyndar út af, sagöi ég. — Liggurðu? sagði hún, og röddin var litið eitt mýkri. — Liggurðu? Liður þér eitthvað illa? bú hefur yonandi ekki svima, eða þess háttar? — Neinei. — Ég varð svolitið hrædd. Ég veit ég hefði ekki átt að gera það, sem ég gerði, En það var nú heldur ekki svo fast. Maður getur ekki alveg ráðið við sig undir svona kringumstæðum. bað stafar eitthvað af adrenalininu, held ég. En er þér kannski illt I höföinu? —-Nei, ég kenni mér einskis meins, sagði ég. — Æ, það var gott. En þú segist liggja. Oooooo! Ég er mesti bjáni i heimi! Auövitað hefði ég átt að spyrja þig, hvort þú værir einn! bað útskýrir allt — þú ert ekki einn. bað er einhver að hiusta á okkur og skem mtir sér prýðilega!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.