Vikan - 18.09.1975, Qupperneq 2
^7
Viðtal við Benedikt Gunnarsson
Benedikt Gunnarsson er vestfirðingur,
fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð.
Þar komst hann fyrst i snertingu við
myndlistina þótt i smáu væri, en þau
kynni voru nóg til þess, að hann lagði
stund á listnám. Benedikt hefur haldið
fjölda einkasýninga á verkum sinum,
bæði hér heima og erlendis, og hefur auk
þess tekið þátt í f jölmörgum samsýning-
um viða um heim. Málverk Benedikts
eru þvi kunn fleirum en islendingum og
verk eftir hann eru i mörgum söfnum er-
lendis, meðal annars i Sviss, Mexikó,
Þýskalandi, Bandarikjunum og Frakk-
landi. Auk málverkanna hefur Benedikt
gert allmargar vegg- og glermyndir,
bæði fyrir opinbera aðila og einkaaðila.
listmálara.
Nýlega fórum við á stúfana og
heimsóttum Benedikt Gunnars-
son listmálard suður I Kópavog,
þar sem hann býr og málar. Eins
og titterum islendinga gátum við
ekki komið I hús hjá fólki, án þess
að spyrja, hvort húsráðendur
hefðu sjálfir byggt. Benedikt játti
spurningunni og kvað það hafa
veriö merkilega lifsreynslu að
byggja hús — hann hefði komið aö
svo til ósnertu landi og raskað þvi
með*"þeim umsvifum, sem hús-
byggingu fylgir. Meðal annars
sagði Benedikt fallegt krækilyng
hafa gróið i holtinu, þar sem nú
stendur stofa hans. Þetta kræki-
lyng hefði hann reynt að flytja, en
þaö heföi ekki slegiö rótum á nýj-
um staö. Siðar kvaö hann grasa-
fróða menn hafa sagt sér, að
krækilyng þyldi ekki, að við þvi
væri hróflað — þá fölnaði það og
dæi.
Ekki sagði Benedikt, að hann
heföi hætt aö mála meðan á hús-
byggingunni stóð — þvi heföi
hann haldið áfram sleitulaust
þrátt fyrir byggingarstreituna og
kórónað verkið með þvi að halda
málverkasýningu i húsinu hálf-
köruðu, og sú sýning hefði nægt til
þess að rétta við fjárhagshliö
byggingarinnar. Þó hefði verið
spáö heldur illa fyrir sýningunni,
þar eð menn töldu fólk ekki hafa
nægan áhuga á málaralist til þess
það sækti sýningar svo langt út
fyrir miöborg Reykjavikur. Sin
reynsla hefði hins vegar orðið
allt önnur — aðsókn heföi verið
góö, enda stæðust engir sýningar-
salir samanburö viö heimahús,
þvi aö þar fengist hiö rétta sam-
band húss og málverka.
Að loknum þessum inngangi
um húsbyggingar og krækilyng,
bárum við upp okkar eiginlega
erindi — aö kynnast Benedikt
sjálfum ofurlitið og fræðast af
honum um listina — og byrjuöum
á að leggja fyrir hann þá
spurningu, hvenær hugur hans
hefði fyrst hneigst til málara-
iistar.
— Ég var ungur, þegar áhugi
minn á myndlist vaknaði, og átti
þá heima vestur á Suðureyri.
Bræður minir fengust töluvert við
að teikna og mála, og við það
skapaðist andrúmsloft á
heimilinu, sem varð til þess, að
Veturliði bróöir minn og ég tók-
um myndlistina alvarlega og
lögðum út i listnám. Þetta var á
fyrstu árunum eftir siðari heims-
styrjöldina, og þótt heldur væn-
legra væri fyrir okkur yngri
bræðurna að leggja þetta fyrir
okkur en þá eldri, þótti eigi að
siður heldur litiö vit i þvi og
auðvitað var listnám mikil áhætta
frá fjárhagslegu sjónarmiði —
enn meiri en nú er, þvi að siöan
hefur listaverkasala aukist mik-
iö. En ætli menn að leggja listir
fyrir sig, hugsa þeir ekki svo ýkja
mikið um fjárhagslegan ábata af
þvi. Það er eins og listin ólgi
meira i mönnum en áhugi á öðr-
um storfum eins og til dæmis lög-
fræði.Eg held þetta stafi af þvi, að
til þess að ná árangri I listsköpun
verða menn að taka á öllu, sem
þeir eiga til, og gefa mikið af
sjálfum sér. Ég held þarna sé lika
að finna skýringuna á þvi, hve
listamönnum — og þá á ég eink-
um viö myndlistarmenn — er oft
legið á hálsi fyrir, hve ómann-
blendnir og einrænir þeir séu. Til
þess að ná árangri verða þeirein-
faldlega að loka sig inni viö vinnu.
Þegar þeir hafa lokið henni með
verki, eða hluta af verki, held ég
þeir séu ekki siður en aðrir fúsir
til að blanda geði við annað fólk.
— Hvar stundaðir þú listnám?
— Ég var við nám i myndlista-
og handiðaskólanum undir hand-
leiðslu Kurts Zier, og að þvi loknu
héltég til framhaldsnáms i Kaup-
mannahöfmog siðar i Frakklandi.
Ég held Kurt Zier hafi haft hvað
mest áhrif á mig allra manna,
ekki sist fyrir þá sök, að eftir að
ég kom heim frá námi erlendis,
2 VIKAN 38. TBL,