Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 8
Einn daginn fengum viö lánaö
thailenskt dagblaö yfir morgun-
kaffinu, en við lögöum það fljótt
frá okkur aftur. Thailendingar
hafa sitt eigið ritmál og er það
skylt hinddisku aö þvi er okkur
var sagt. Erfitt er að rita málið
með latneskum bókstöfum og
evröpubúum veitist afskaplega
erfitt að skilja það og tala. Það
var fyrst og fremst vegna mál-
leysisins, sem við sáum fram á,
að okkur myndi veitast erfitt að
komast áfram utan borgarinnar.
Að visu fengum við leigðan bil og
bilstjóra, sem við máttum velja
um hvort yrði karl eða kona, en
hann reyndist ekki sértega leiði-
tamur,svoégákvaðað fara heldur
i hópferðina með hinum norður-
landabúunum.
Fljótandi markaðurinn við
Damnern Saduak er einn meiri
háttar viðkomustaður f thailands-
ferð. Við vorum komin þangað
snemma morguns og sáum bænd-
uma koma i hópum á sma*
pönunum (sérstakri gerð báta),
sem þeir höfðu drekkhlaðið
landbúnaöarafurðum. Á bakkan-
um fer fram lifleg vöruskipta-
verslun, en sumir bændanna
leggja að landi við bryggjurnar
og selja varning sinn umboðs-
mönnum kaupmanna i Bangkok.
Meöfram skurðunum eru litil
veitingahús og alls konar
verslanir, þar sem bændurnir
þurfa að koma við. Mannlifið
þarna er ekki siður fjörugt en á
helgarmarkaðnum i Bangkok —
og það ereinstakt að sjá markað-
inn þarna, þvi að hann er greini-
lega alls ekki miðaður við ferða-
fólk.
Á leiðinni til höfuðborgarinnar
aftur komum við til Nakorn
Chedi, elstu borgar Thailands.
Þar er helgasta musteri landsins
Phra Pathom Chedi. Turn þess er
116 metra hár og gullinn, og bygg-
ingin öll ein hin fegursta i heimi.
Við Chao Phrayaána 72 kíló'-
metrum norðan við Bangkok er
Ayudhya, sem var höfuðborg
Siams á árunum 1350 til 1767, en
þá 'lögðu burmabúar borgina
undir sig og eyðilögðu hana — og
siðan hefur hún ekki veriö endur-
reist. Hernám burmlendinga stóð
ekki lengi. Tak Sin rak þá burtu
úr landinu og gerðist síðan kon-
ungur thailendinga. Hann flutti
höfuðborgina yfir ána til
Thonburi og þaðan var höfuðstað-
urinn fluttur árið 1782 til Bang-
kok, sem þá var litill fiskimanna-
bær.
Frá Ayudhya förum við með
fljótabáti hiður að Bang Pa — In,
sem er sumarhöll konungsins, og >
var reist á sautjándu öld. Höllin
var lengi i auðn eftir aö höfuð
staðurinn var fluttur til Thonburi,
en siðan á miðri nitjándu öld hef-.
ur hún verið notuð. Höllin stendur
i griðar stórum garði, og á henni
má sjá allan mögulegan bygg-
ingarstil, kinverskan, gotneskan,
endurreisnar og thaistil — og i
garðinum eru limgerðin klippt i
dýraliki. Þar eru filar, fuglar,
ljón tigrisdýr, hérar og fleiri
skepnur. En við komum
hvergi auga á slamsketti, enda
segir leiösögumaöurinn okkur, að
þeir hafi allir verið fluttir til Eng-
lands og Bandarikjanna fyrir
löngu. Ekki sjáum við heldur
neina siams-tvibura — sem betur
fer.
Að þessum viðburðariku dögum
liðnum býður Erna Brant Henrik-
sen okkur i ferð til Pattya. A leið-
inni stöldrum við við i Ancient
City — nýju safni, sem byggt er
upp á sögu landsins. Þarna getur
að lita, hvernig þjóðin lifði áður
fyrr. Á mörgum verkstæðum er
sýnt, hvernig alls konar varning-
ur var framleiddur, og við kaup-
um okkur minjagripi, sem eru
búnir til að okkur ásjáandi.
Kvöldhimininn roðnar og sólin
sigur hratt til viðar við sjón-
deildarhring — Simasflóann.
Þarna á ströndinni eru fáein ný-
tiskuleg hótel auk nokkurra
gamalla og töfrandi bygginga.
Þarna er boðið upp á allt, sem
þekktustu baðstaðir við Mið-
jarðarhaf bjóða upp á. En hér er
allt minna i sniðum og gestirnir
geta haft það eins rólegt og þeim
sýnist. Thailendingar eru harð-
ákveðnir i að halda þessu rólega
andrúmslofti — og þar velja þejr
áreiðanlega rétta leið.
Meðfram ströndinni eru nokkr-
ir litlir fiskmatsölustaðir. Þar er
leikin asisk tónlist og við njótum
gómsætra réttanna. Veitinga-
mennirnir gleðjast yfir matarlyst
okkar og færa okkur stööugt
meira.
Vatnið hér er allt öðruvisi en
vatnið i skurðunum kringum
Bangkok — það er kristaltært og
hressandi i' hitanum. Enn meira
hressandi er þó að svifa i eins
konar fallhlifum, sem dregnar
eru á loft af vélbátum. t þeim má
komast 40—50 metra upp i loftið
og svifa án allrar áhættu langt inn
yfir ströndina, þvi að vélbátarnir
halda ferðinni stöðugri. Enn
betra er þó að lenda aftur og fá
góðan drykk fyrir veðmálið, sem
við unnum.
t kjölfarið fylgja sjóskiði, sigl-
ingar og margar ánægjustundir i
sundlauginni, þar sem skuggar
hitabeltistrjánna skýla okkur.
Pattya er orðinn mjög vinsæll
baðstaður meðal evrópskra
ferðamanna — einkum
skandinaviskra, ekki sist vegna
þess, að þar er andrúmsloftið
öðru visi en tiðkast annars staðar
á baðströndum. Og þegar við
hugsum til þess, að hér erum við
hinum megin á hnettinum, þá er
þessi SAS-ferð ótrúlega ódýr!
Við vorum svo heppin , að okk-
ur var lofað sumarhúsi við
ströndina, þegar við kæmum aft-
ur. Við látum áreiðanlega ekki
bíða lengi eftir okkur. Því að jafn-
skemmtilega ferð og þessa höfum
viö aldrei fariö, og fátt getur
betra þreyttum 'og streittum
•evrópubúa en vingjarnlegt við-
mót thailendinganna og einfalt
lifsviðhorf þeirra.
i næstu Viku heldur Mats Wibe
Lund áfram feröasögu sinni frá
Thailandi, og þar fjailar hann
meðal annars um thailenskt
munklifi, fiutning útlendinga til
landsins og stjórnmálalifiö I land-
inu.