Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 32
— Þjónninn þinn getur nú varla haft um það háar hugmyndir, þar sem hann var vitni að þvi, að þú skildir mig eina eftir á sjáifa brúðkaupsnóttina, og ég grét mig i svefn. — En þú hlýtur að skilja þetta allt — núna! — Skilja? Hvað ætti ég svo sem að skilja? — Að ég gat ekki.... viðgátum ekki..... ég á við að við gátum ekki haldið áfram í þessari lygi um ættleyfðina. Ég hristi höfuðið. — Þú verður að fyrirgefa, Benedict, en ég get ekki skilið það. Rödd hans varð nú áköf....... — En þegar þú hefðir komist að þessu með Piers, sagði hann, — þá hefði þér verið ljóst, að hvorki ég né Saul áttum tilkall til Mallion? Hvað hefði skeð, ef ég hefði kannski dáið eða verið drep- inn? Hvaða öryggi gat ég veitt þér, hvernig gat ég skilið þig eft- ir, ef til vill með litinn son, sem hvergi átti tilkall til erfða, meðan hinn rétti eigandi var á lifi, fangi i sinum eigin kastala. Nei, Joanna, við hefðum ekki getað eignast börn, meðan Piers var enn á lifi. — Segðu mér nú allt, Benediot, hvislaði ég. — Það gat verið að Piers fengi einhverja heilsu, sagði hann. — Það gat verið, að hann kæmist það til heilsu, að hann kæmi aftur i dagsins ljós, kvæntist Mayönu og eignaðist kannski annan son með henni. Hann hefði lika getað ættleitt Jackie og gert hann aö löglegum erfingja. Ég hefði aldrei reynt að hindra það. En eins og nú er ástatt vil ég senda Jackie til Sviss og reyna að hjálpa honum til fullrar heilsu, svo að hann geti siðar lagt sitt af mörk- um til að endurbyggja þessa ætt- areign, sem faðir hans var réttur eigandi að. Ég gat ekkert sagt, kinkaði að- eins kolli og hann sagði: — 0, Joanna, þetta hefur verið hreint vitb Þess vegna drakk ég svona, þó að það sé nú litil afsök- un. Hann greip um hendur minar og sneri mér til hálfs, en nóg til þess að ég gat horft i augu hans. Þar sá ég allar vonir minar ræt- ast. — Þú ætlar að vera kyrr hjá mér, sagði hann. — Þrátt fyrir allt? Ég sinnti ekki spurningu hans. Ég spurði hann: — Hvað áttir þú við áðan, þegar þú sagðir að á- kvörðun þin um að kvænast mér hefði átt lengri aðdraganda? — Manstu eftir dansleiknum á Boswithiel? Þegarég sá þig fyrst og mérvarðljóst, að þú varst ekki barh lengur. Þú varst klædd þess- um hlægilegum drengjafötum, hrædd en samt hugrökk. Ég strengdi þess þá heit, að kvænast þér, þegar þú hefðir aldur til og að gera allt til að ná ástum þínum og ég hefi aldrei gleymt þvi og gleymi þvi' aldrei. Ég horfði rannsakandi á hann. — Benedict Trevallion! hrópaði ég upp yfir mig. — Ég trúi þér einfaldlega ekki. — Þú hefðir getað spurt föður þinn, ef hann hefði verið á lifi. Hann heyrði það af minum eigin vörum nokkru siðar. — Hvenar var það? spurði ég lágt. — Nokkrum dögum eftir dans- leikinn, sagðihann. — Ég reið yfir til hans og sagði honum það blátt áfram. — Sagðir honum hvað? —- Sagði honum að sinna si'num föðurlegu skyldum, sagði Bene- dict. — Sagði honum að vaka yfir þér og vernda þig fyrir öllu illu. Vegna þess að ég elskaði þig og ætlaði að fá þig fyrir eiginkopu, þegar það væri timabært. En elskulega Joanna, þú varstof fljót að spretta úr grasi! Aður en ég vissi var ég komin i faðm hans. —• Þú hefur verið nokkuð lengi að átta þig, hvislaði ég i eyra hans. — Ég þurfti að strúkja til þess. Hann hélt mér frá sér i arms- lengd og virti mig fyrir sér. — Ég er feginn að þú straukst, sagði hann. — Það getur verið að annars hefði ég aldrei haft kjark *eöa uppburði til að gera þaö sem ég gerði. Ég hefði kannski alltaf verið að bfða eftir að Piers léti lif- ið, svo við gætum búið saman i hamingju. Ég fól andlitð við öxl hans og ságði vesældarlega: — Ég er feg- in að þú komst á eftir mér. Það er alveg sama, þó að þetta hafi ver- ið svona sársaukafullt og valdið svona miklum misskilningi, ég er samt fegin að það skeði þannig. Þú hefðir kannski annars orðið að biða til eilifðar. Ég fann heitar varir hans við minar. Þetta var fyrsti kossinn hans og fyrsti kossinn sem ég hafði fengið á ævinni. — Benedict, sagði ég. — Já.ástin min? — Þú ert nú löglegur húsbóndi á Mallion, er það ékki? — Jú, ástin min. — Og fyrsti sonur okkar verður llka húsbóndi hér einhvern tlma I framtiðinni? — 0, að sjálfsögðu elskan min, sagði hann og horföi á mig þess- um bláu augum, sem alltaf gátu fengið mig til aö gleyma öllu. Mér fannst sem jörðin stæði kyrr. Sögulok. <k,lf- ** •« ••<)* ipegll I iHkáp- 32 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.