Vikan - 18.09.1975, Qupperneq 18
Varsity Vic hafði tekið upp veskið með
skjálfandi höndum. Hann taldi pening-
ana i flýti á sætið. „Tvö þúsund kall”,
sagði hann. „Þið voruð heppnir, strákar.
Ég var ekki með meiri peninga á mér.”
Hann hélt tómu veskinu á lofti.
„Við höfum ekki tima fyrir
neitt svona lagað,” sagði Sam og
dró hann yfir að barnum. „Við
erum i vinnunni. Fáum okkur i
glas.”.
„Viský”, pantaði Sam.
Barþjónninn lét viskýflöskuna
fyrir framan þá. „Hvað dregur
ykkur neðan úr borginni,
strákar?” spurði hann fýlulega.
„Við vorum i ökuferð,” svaraði
Big Dutch glaðlega. „Það var svo
heitt neðra.”
„Það var lika gasalega heitt
hérna,” sagði barþjónninn.
„Ég sé það er fullt að gera,”
sagði Sam og hallaði sér fram á
barborðið.
„Svona og svona,” sagði bar-
þjónninn án þess að láta nokkuð
uppi.
„Er Vic hérna einhvers
staðar?” spurði Sam eins og af
,hendingu.
„Ég hef ekki séð hann í kvöld,”
svaraði barþjónninn af jafnmiklu
áhugaleysi.
Sýningunni var lokið og stúlk-
urnar þokuðu sér meðfram bar-
borðinu á leiö inn i búningsklefa
sina. Hann teygði hendina fram
og gældi viö brjóst stúlkunnar i
þvi er hún gekk fram hjá honum.
Hún snerist á hæli og leit á
hann. „Dóni'. ” sagði hún brosandi
og hélt áfram.
„Ég get komið þessu I kring
fyrir þig,” sagði barþjónninn
ibygginn.
„Ég á það inni hjá þér,” svar-
aði hann og horföi á eftir stúlk-
unni.
Hann leit á Sam og kinkaöi
kolli. Sam sneri sér viö og gekk i
áttina að skrifstofudyrum
eigandans. Barþjónninn beygði
sig til að ýta á hnappinn, sem
sendi merki inn i herbergið.
„Ég snerti þetta ekki væri ég
þú,” sagði hann og brosti hæ-
versku brosi.
Barþjónninn rétti hægt úr
bakinu. Hann gekk yfir að
borðinu og tók að fægja það með
klút. „Mér kemur þetta hvort
sem er ekkert við,” sagði hann.
„Ég hugsa bara um barinn hérna.1'
„Rétt var það,” samþykkti
hann. „Haltu þvi bara áfram.”
Hann gekk af stað og stansaði við
hlið Sams, sem stóð við dyrnar.
Þeir gengu inn. Varsity Vic sat
handan við skrifborðið. Hann leit
upp. Bros breiddist út yfir and-
litið. „Komið þið inn, piltar,”
sagði hann.
Þeir lokuðu dyrunum að baki
sér. „Við komum með skilaboð
frá stjóranum,” sagði hann.
„Hann vill finna þig.”
„Allt I lagi”, svaraði Varsity
Vic. Hann leit yfir herbergið á lif-
vörðinn sinn, sem stóð hlýðinn á
fætur. „Látið mig bara vita
hvenær hann vill finna mig. Þá
kem ég strax niður eftir.”
„Hann vill hitta þig strax”,
sagði hann.
Varsity Vic starði á hann.
„Höfum það á morgun. Ég kemst
ekki nú þegar.”
Þeir sneru sér við eins og til að
ganga út. Lifvörðurinn fór að
brosa og stakk byssunni aftur i
sliðrið. Sam rotaði hann með einu
höggi. Þeir sneru sér aftur að
Varsity Vic.
„Þú veist að stjóranum likar
ekki að þurfa að bíða eftir
neinum,” sagði hann.
Andlit Varsity Vics hafði verið
náfölt er þeir gengu út úr búlunni
með hann á milli sin. Barþjónninn
horfði fýlulega á eftir þeim út og
héltáfram aðfægja sama blettinn
aftur og aftur meö tuskunni.
Hann hafði sest inn I aftursætið
við hliöina á Varsity Vic og Sam
settist fram I til að aka. Strax og
þeir voru komnir af stað tók hann
upp enn eina viskýflösku og dró
úr henni tappann meö tönnunum.
Hann hélt flöskunni að Vic.
„Fáðu þér snafs,” bauð hann.
„Þú litur kuldalega út.”
Varsity Vic hristi höfuöið.
„Fáðu þér,” sagði hann
hvetjandi. „Þetta er gott viský.
Ekki eins og skolpið, sem þú
selur.”
Enn hristi Varsity Vic höfuöið.
Þegar hann loks talaði var rödd
hans mjó og að þvi komin að
bresta. „Þið fáið þúsundkall ef
þið sleppið mér út úr bilnum.”
Big Dutch haföi fengið sér
annan sopa úr flöskunni. Hann
horföi þögull á hann.
„Þið skulið fá tvö þúsund,”
sagði Vic i snarhasti. „Hvað fáið
þið annars fyrir þetta? Hundrað?
Hundrað og fimmtiu? Tvö þúsund
eru miklir peningar.”
„Heyrðir þú hvað hann sagöi,
Sam?” kallaði hann.
„Ég heyrði i honum,” var
svarið.
„Ertu með peningana á þér?”
spurði hann.
„Já, já, hérna I vasanum,”
svaraði Vic og benti á jakkann.
„Ókei,” sagði hann. Hann leit i
kring um sig. Þeir voru komnir
upp I sveit. Það voru engin hús i
nágrenninu. „Aktuút af veginúm,
Sam,” kallaði hann.
„Billinn stansaði á mjúkri
jöröinni. „Láttu mig fá pening-
ana,” sagði hann.
Varsity Vic hafði tekið upp
veskiö með skjálfandi höndum.
Hann taldi peningana i flýti á
sætið. „Tvö þúsund kall,” sagði
hann. „Þið voruö heppnir,
strákar. Ég var ekki með meiri
peninga á mér.” Hann hélt tómu
veskinu á lofti.
„Já,” sagði hann, „við vorum ,
heppnir. Komdu þér nú út.”
Varsity Vic opnaði bildyrnar og
steig út. Hann sneri sér aftur að
bilnum. „Ég þakka, strákar,”
sagði hann. „Þessu gleymi ég
ekki.”
„Það er ég viss um að þú gerir
\mm \tmmiR
BILALEIGA CAR RENTAL
SERVICE
Sigtúni 1 - símar: 14444 - 25555 - Reykjavík
18 VIKAN 38.TBL.