Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 29
SÖGULOK
— Ég skal gera það sama og
Benedict, égskalvera þérgöðog
gera það sama og hann gerir.
Það sem hann vill að gert sé fyrir
þig.skal ég lika gera. Piers, ef þú
meiðir mig eða eitthvað verra, þá
særir þú Benedict og ég elska
Benedict..
Það var ekki nokkur glæta af
skilningi i rauðrenndu auganu og
hendur hans færðust æ nær hálsi
minum.
Ég grátbað hann að þyrma
mér, en það kom fyrir ekki.
— Ég hélt að hann hefði fórnað
sér vegna konu, Piers, en svo var
ekki, hann hefur fórnað lifi sínu
fyrir þig, Piers, og það var af
bróðurást, ekki vegna stolts fjöl-
skyldunnar. Hann langaði til að
segja mér frá þér, Piers, en hann
gat það ekki, hann var hræddur
um að ég myndi þá fara i burtu.
Þá veit ég lika að hann elskar
mig....
Nú voru hendurnar komnar um
hálsinn á mér og ég beið eftir þvi
að hann þrýsti þeim fastar.
— Ég vil ekki deyja, láttu mig
ekki deyja, Piers!
Ég fann krampakenndar hend-
urnar kreppast utan um hálsinn á
mér og kæfa öll hljóð i kokinu.
Föla andlitið var nú komið fast að
minu, ég heyrði einhvern hræði-
legan hávaða og ég fann meðvit-
undina dvina. Hræðilegt óp varð
til þess að hann losaði gripið og
það bjargaði mér.
Ég lá upp við vegginn á brjóst-
virkinu og Piers sneri sér hægt
við, að dökkri veru, sem bar við
dökkan himininn.
Það var Mayana. Hún var með
byssu i hægri hönd og þegar augu
þeirra mættust, sleppti hún byss-
unni.
Piers Trevallion seig saman,
ömurlegt hljóð leið af vörum
hans. Múlattakonan flýtti sér til
hans og tók hann i faðm sinn.
Hún hélt honum upp að sér eins
og barni. Hún færði sig hægt og
hægt út að veggnum og áður en ég
áttaði mig voru þau horfin yfir
vegginn.
Ég heyrði ekkert hljóð, nema
brimsogið.
Þegar égskildi hvað hafði skeð,
flýtti ég mér að gera fólkinu við-
vart og lét strax fara að leita.
^Nei, minir kæru. Vi& förum til
Akbar aö spjalla vi& höfðingjann.../
Akbaran prins... Ég heyrði sagt^X rv'í^j
fumnséharðuri hornað ataka. jíjj Vt5-
38. TBL. VIKAN 29