Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1975, Side 11

Vikan - 18.09.1975, Side 11
I NÆSTU VIKU 16 SIÐNA BLAÐAUKI Næsta blaöi fylgir 16 siöna blaöauki um skólamál, sem eru mörgum ofarlega i huga einmitt þessa dag- ana. Þrjú meginefni þessa blaöauka eru viötal viö Guömund Sveinsson skólameistara fjölbrautaskól- ans i Breiöholti, grein um nýja stefnu i skólastarfi eftir Kára Arnórsson skólastjóra Fossvogsskólans og sagt er frá könnun á félagslegum uppruna menntaskólanema. Er þaö von Vikunnar, aö efni þetta megi veröa til glöggvunar á þvi, sem efst er á baugi i islenskum skólamálum sem stendur. GERÐUR G. BJARKLIND Hvert mannsbarn á aldrinum fimmtán ára til þritugs kannast viö Geröi G. Bjarklind, fyrrum stjórnanda þáttarins Lög unga fólksins. Allir lands- menn hafa heyrt rödd hennar æ ofan i æ i útvarpinu, þar sem hún starfar nú sem þulur. En þaö eru ekki eins margir, sem þekkja manneskjuna bak viö röddina, manneskjuna Geröi G. Bjarklind, og i þvi skyni aö reyna að bæta ögn úr þvi baröi Vikan aö dyrum hjá Gerði og átti viö hana viötal, sem birtist i næstu Viku. NÝ FRAMHALDSSAGA Framhaldssagan Stolt ættarinnar, sem lýkur i þessu blaði, bjó yfir dulúð og rómantik löngu liöinna daga. Sagan, sem nú tekur viö og hefst i næstu Viku, fjallar hins vegar um nútimann. Hún heitir Mitt lif — þitt lif og er eftir Mariku Melker. Britt og Bernt eru ung hjón, sem reyna aö skapa sér framtiö hvort á sinu starfssviði. Þá rennur upp sá dagur, aö Britt veröur aö gera þaö upp viö sig, hvort hún eigi aö fórna sinum starfsframa og fylgja eiginmanni sin- um þangaö, sem starfiö kallar hann, eöa hvort hún á aö reyna aö skapa sér sitt eigið lif án hans. SHIRLEY SENDIHERRA Fjórir bandarikjaforsetar hafa komiö mjög viö sögu Shirley Temple — Black. Roosewelt forseti staöfesti, ef svo má segja, aö hún væri kvikmynda- stjarna, Johnson forseti stöövaöi hana á leiö hennar inn i fulltrúadeild bandaríkjaþings, Nixon forseti opnaði henni leiöina til mikils frama i stjórnmálum, og Ford forseti geröi hana aö sendiherra. t næstu Viku segir litillega frá barnastjörnunni Shirley Temple, sem byrjaöi feril sinn i kvikmyndum þriggja ára, en er nú oröin sendiherra Bandarikj- anna i Ghana. SLANGAN A HIMNINUM „Viö stóðum á útjaöri flugvallarins og horföum á eft- ir litlu flugvélinni, þegar hún hóf sig á loft. Þegar viö hlupum aftur aö bilnum, varö mér litiö á Jenkins i turninum. Hann veifaöi eins og brjálaöur maöur meö báöum örmum. — Þaö er eitthvaö al- varlegt aö! sagöi ég viö Lauru.” Þetta er tilvitnun i smásögu eftir Edward Hosh, sem birtist i næsta blaöi. Hún nefnist Slangan á himninum og segir frá allóvenjulegu slysi og tilurö þess. VIKAN útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn:Trausti Ólafsson, Halldór Tjörvi Einarsson, Ásthildur Kjartansdóttir. Útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Ljós- myndari: Ragnar Axelsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Rit- stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250.00. Áskriftarverð kr. 2.800.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega, eða kr. 9.800.00 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. vikan 38. tbl. 37. árg. 18. sept. 1975 BLS. GREINAR 6 Ævintýraferð til Thailands. 1. grein eftir Mats Wibe Lund. 22 Frakkar byggðu hann, egyptum blæddi vegna hans. Grein um Súezskurðinn. 26 Ég hef sagt allt, sem ég átti að segja, er haft eftir franska heim- spekingnum Jean Paul Sartre. 44 Villutrúarfaraóinn. ' VIÐToL: 2 Að vera trúr sjálfum sér. Viðtal við Benedikt Gunnarsson listmál- ara. SoGUR: 14 Þegar mamma fór í burtu. Smá- saga eftir Margaret Carter. 18 Rýtingurinn. Þrettándi hluti f ramhaldssögu eftir Harold Robbins. 28 Stolt ættarinnar. Framhaldssaga eftir Carolu Salisbury. Sjöundi hluti og sögulok. Y MISLEGT: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur í umsjá Smára Val- geirssonar. 36 Sagan af Pappírs-Pésa eftir Her- dísi Egilsdóttur. 38 Mennirnir sjö, sem mér fannst skemmtilegast að mynda. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit. 38.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.