Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1975, Side 44

Vikan - 18.09.1975, Side 44
var hann ekki eingöngu uppreisn- armaður á grundvelli trúar- bragða, heldur lika þjóðfélags- lega og á stjórnmálasviði. En bylting hans var brotin á bak aft- ur af afturhaldssömum trúar- bragðaleiðtogum og hernum. Breski listfræðingurinn og forn- leifafræöingurinn Cyril Aldred hefur, eftir margra ára nákvæm- ar rannsóknir, alveg visað á bug fyrri fræðikenningum og heldur þvi fram, reyndar I grófum drátt- um, að'Ikhanaton hafi i raun og veru verið valdasjúkur einræðis- herra, sem hafi fyrst og fremst haft I hyggju, að láta lita á sig sem guð, alvald himins og jarðar. En þrátt fyrir öll sjónarmið um þetta mál, þá er þessi umdeildi faraó mjög áhugaveröur, ekki Faraóinn Ikhnaton er sannarlega ekki fegraður á þessari högg- mynd, sem synir hann meðsina siðu istru. Hinn fagri vangasvipur Nefertiti og geislar sólguðsins Atons leika ljúflega um hana. Ikhnaton og hin fagra. drottning hans, Nefértiti, éru nú búsett i þessu húsi, egypska safninu I Kairó. Þaö er að segja myndir af þeim. VILLUTRUAR FARAÓINN Vitið þið hver Ikhnaton er? Það er svo sem engin skömm, að vita það ekki, það eru margir með þvi marki brenndir. En mestan fróðleik um hann er að finna i egypska safninu i Cairo. Reyndar hefur farandsýning frá þvi safni verið á ferð i sumar, meðal annars i Olso. Ikhnaton (öðru nafni Akhna ton) er stundum kallaður „fyrsti einstaklingur sögunnar”, fyrsti maðurinn, sem hægt er að greina sem persónu. En þótt safngripir frá hans tima séu yfir þrjú þús- und ára, þá er Ikhnaton ennþá i heimsfréttunum og stöðugt deilt um persónu hans. A stjórnarárum sinum innleiddi hann eingyðistrú, ný trúarbrögð. Hann hafði mikinn áhuga á list- um, sérstaklega lagði hann á- herslu á, að listamenn fylgdu raunsæisstefnu. Sjálfur orti hann ljóð, sem likt hefur verið við sálma Daviðs, en að sjálfsögðu löngu fyrir tið Daviðs konungs. Freud hélt þvi l'ram, að Ikhnaton hafi verið fyrirmynd Mosear, og þannig upphafsmaður að trú gyð- inga. Aðrir hafa heiðrað hann fyr- ir að boða trú, sem byggð var á náungans kærleika, lika kristinni trú, hálfu öðru árþúsundi fyrir Krists burð. Deilur hafa risið um hann, þrátt fyrir og kannski einmitt vegna þess, hve litið er vitað um hann. Staðreyndir eru fáar, en mjög ljósar: Hann kom til valda i Egypta- landi árið 1378 f.Kr. og þá undir nafninu Amonhotep IV. — ,,sá sem Amon elskar”. Hann var kvæntur hinni fögru Nefertiti, sem getur hafa verið systir hans og fegurð hennar er rómuð enn þann dag i dag, vegna styttunnar, sem þjóðverjar fundu i Egypta- landi og er sú frummynd vand- lega varðveittá fornminjasafninu Dahlem i Vestur-Berlin. Nú er varla hægt að ganga meterslengd um basarana i Kairó, án þess að einhver vilji selja manni eftirlik- ingu af þessari frægu frummynd. I fyrstu réöi hann ríkjum ásamt föður sinum i hinni voldugu höf- uðborg Egyptalands og þangað streymdu auðæfi allsstaðar að úr landinu. Höfuðborgin var Þeba, þar sem Luxor er nú. En fljótlega hóf hann að byggja nýja höfuðborg, þrjú hundruð kilómetrum norðar og kallaði borgina Akhetaton, sem þýðir „sjóndeildarhringur Atons”, breytti nafni sinu og kallaði sig Akhnaton — „Aton er ánægður”. Hann gekk i berhögg við hina voldugu prestastétt I Egypta- landi, bannaöi landsmönnum að dýrka guðinn Amon og siðar alla hina guðina. Það átti að má nafn Amons af öllum likneskjum, veggjum mustera og grafhýsa um allt Egyptaland. Aðeins mátti dýrka einn guð, — Aton. Svo skipaði hann öllum mynd- listarmönnum fyrir, krafðist þess, að þeir væru raunsærri i list sinni. List þeirra hafði áður verið hefðbundin og flúruð. Fólk og framar öðru að sjálfsögðu faraó- arnir, áttu að vera fagrir, það er að segja það, sem nútimafólk kallar glansmyndir. t valdatið Ik- hnatons var þetta bannað. t þeirri deild safnsins i Kairo, sem helguð er timabili Ikhnatons, má sjá fólkið, eins og það hefur sennilega verið og einnig gefa þær góðar hugmyndir um lifnaðarhætti þess á þeim tima Myndin af Ikhaton sjálfum er sannarlega ekki fegr- uð, hún sýnir frekar óásjálegan mann, með hangandi istru og sér- kennilega uppmjótt höfuð. Svo eru þarna myndir og hlutir, sem sýna hann viðýmsar athafnir, — i leik með börnum sinum, eða i ná- inni samvist við hina fögru Nefer- titi. bannig rikti hann i áratug, í mótstöðu við prestastéttina, en hið volduga riki egypta setti ofan. Það sýndi sig lika, að strax eftir dauða hans, sótti allt i gamla horfið. Höfuðborgin var flutt aft- ur til Þebu, gamla guðatrúin haf- in aftur til vegs og frama. Lista- stefnan féll lika aftur i gamla hefðbundna formið. Eftirmaður hans varð Tutankaton, „barns- konungurinn”, sem skipti um nafn og kallaði sig þá Tutankah mon, sem siðar heíur orðið frægt nafn. Hin glæsilega, nýja höfuðborg, varð fljótt rústir einar, sem nú er hægt að skoða enn þann dag I dag, rétt hjá borginni Tel al-Amarna. Verk hans urðu flest glatkistunni að bráð, að þvi undanskildu, sem fornleifafræðingar hafa grafið upp og mest af þeim uppgreftri er nú að finna á fornleifasafninu i Kairo, þótt einstaka hlutir hafi lent á söfnum hingað og þangað. En þrátt fyrir hið stutta valda- skeið hans, hefur verið meira um hann ritað og deilt en nokkurn annan fornegypta. Hann hefur veriö dreginn inn I deilur um samband milli rikis og kirkju I mörgum löndum og á hann verið bent, sem hinn frjálslynda ein- vald, sem bauð voldugri presta- stétt byrginn. Hann hefur verið kallaður heimsborgari, friðarsinni og hug- sjónamaður. Eftir marxiskum skýringum, 44 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.