Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 35
Rff UTVHRPS r EIGIN BOBUM 1JBMM irBM — það er timi til kominn mwlmmmwm að fámann undir 25 árai ráðið. við tóku fjórmenningarnir, þau Jónas R. Jónsson Ómar Valdi- marsson, Ásta R. Jóhannesdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Sáu þessi fjögur um þáttinn veturinn 71-72. Höfðu þau umsjón með þættinum ýmist saman, tvö, tveir eða fleiri. Veturinn 73-74 var svo Jónas einn með þáttinn, og fór þátturinn smátt og smátt að þróast í þá átt að vera almennur skemmtiþáttur með blönduðu efni. Og svo kom kórónan í vetur, þar sem þátt- urinn var orðin ömurleg stæling og hundleiðinleg þar að auki, með ameriskum glimmerstælum. Einhversstaðar heyrði ég, að þeir kumpánar Jónas og Egill Eðvalds hefðu brugðið sér til Ameriku siðast liðið haust og verið þar viö stúderingar á ameriskum skemmtiþáttum. Rétt eftir heimkomuna lét Jónas hafa það eftir sér, að þeir félagar hefðu horft á svo marga þætti og stúderað svomörg prógrömm, að þeir hefðu verið orðnir hálf- ruglaðir. Þar tók Jónas sannar- 'ega ekki of stórt uppi sig, þvi Nú eru það þeir óðalsbændur, sem venda sinu kvæði i kross og opna diskótek, þarsem áður var matsölustaðurinn óðal. Láta þeir sér ekki nægja það hús- rými, sem fyrir var, en hafa keypt eina hæð i næsta húsi við hliðina, og verður staðurinn þvi i tveimur húsum. Ætlunin mun vera að ráða til starfa breskan plötusnúð, hvað sem það á nú að fyrirstilla. babblbabblbabbl Og enn einn staðurinn með diskótek. Að þessu sinni eru það forráðamenn Þórskaffis, sem eru á ferðinni. Verður þetta nýja diskótek á hæðinni fyrir meðan, þar sem Þórskaffi er nú til húsa. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um þennan stað fremur en þann aö ofan, þvi forsvarsmenn verjast allra frétta. Eitt var þó hægt að veiða upp úr þeim, þeir veröa meö vfnveitingaleyfi. S.Valg. halda mætti, að þeir hafi stórlega vankast i þessari ferð.Þvi ef þátt- urinn „Ugla sat á kvisti”, eins og hann var i vetur, er einhvers- konar þverskurður af skemmti- þáttum hjá kananum, já þá er þeim illa farið að förlast, svo ekki sé meira sagt. Nóg um sjónvarp i bili. Snúum okkur að útvarpinu. A þessum uppgangstimum sjónvarps, hvað gerð unglinga- þátta snertir, var útvarpið alveg steindautt. Forráðamenn þeirrar stofnunar virtust telja það hæfi- legt að bjóða uppá barnatima á sunnudögum, lög unga fólksins á þriðjudögum og þátt með nýjum lögum kl. fimm á laugardögum. Það var mikið kvartað um þetta við ráðið, en ekkert gekk eða rak. En svo kom kippurinn. Þeir fóru allt i einu að bjóða uppá hráa poppþætti á hverjum degi, að undanskildum sunnudegi. Meira að segja tvisvar og þrisvar suma dagana. Þættir þessir voru og eru kallaðir popphorn, poppkorn og popp og veit hvað. Með þessu háttalagi þóttust ráðsmenn vera búnir að afgreiða málið rækilega og settust ánægðir niður og struku istruna. En þetta er ekki stór skerfur, sem ungu fólki er ætlaður i dag- skránni. Útvarpið sendir út allt að 14-15 tima á sólarhring, svo allir geta séð, að stubburinn er ekki langur. Þetta jafnar sig sennilega upp með að vera 1 1/2 timi á dag, sem okkur er ætlaður. Einnig vil ég leggja áherslu á það, að þættir þeir, sem nú eru i gangi, eru algerlega flatir og steindauðir. Stjórnendur þeirra eru múlbundnir af allskonar úreltum reglum og þrengslum i heilabúi ráðsmanna. Til dæmis er algerlega bannað að taka viðtöl fyrir hljómsveitir, það má ekki einu sinni i tilefni nýrra hljóm- platna, er þær senda frá sér. Það kallast vist að auglýsa hljóm- sveitirnar, ef það er gert, segja þeir háu herrar. Mér er spurn. Er verið að auglýsa Sjálfstæðis- flokkinn, þegar tekið er viðtal við Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og formann þess flokks? Ég hélt ekki. Það hlýtur að vera eðlileg og sjálfsögð krafa ungs fólks að fá i fjölmiðlum þeim, sem það hjálpar til við aö starfrækja, gott efni við þess hæfi, efni, sem menn á þeirra aldursstigi og svipað þenkjandi velja og sjá um að setja fram. Það hlýtur að vera kominn timi til að ryðja burtu þeirri þröngsýni og molbúamennsku, sem ein- kennir vinnubrögð útvarpsráðs. Já, og hvernig væri að fá inni út- varpsráð mann, sem er undir 25 ára aldri? Hann ætti að ráma eitt- hvað i það, að einu sinni var hann ungur. Við skulum láta þetta nægja að sinni um útvarp og sjónvarp. Að lokum vil ég aðeins koma með þá hvatningu til útvarpsmanna, að þeir verði áfram með þá fáu þætti, er sniðnir voru fyrir ungt fólk og voru viö útvarpið siðast liðinn vetur. Og sjónvarpsmenn, lyftið hausnum frá bringunni — við viljum fá góðan þátt fyrir ungt fólk! S. Valg. Þarna er K.K.-sextettinn á sviAinu. Þessum þætti stjórnaði Egill EAvarAsson ’74. 38.TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.