Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1975, Side 6

Vikan - 18.09.1975, Side 6
Við höfum flogið heila nótt — lögðum upp frá Kaupmannahöfn i gærkvöldi. Við millilentum i Frankfurt, stóðum þar stutt við, héldum ferðinni siðan áfram og fengum okkur blund i vélinni. Þegar við vöknuðum, var sólin að koma upp yfir Himalayafjall- garðinum. Við réttum úr okkur stundarkorn i Nýju-Dehli, og ný áhöfn tók þar við stjórninni á DC- 8 þotu SAS, sem við flugum með. Nú höfum við flogið i samfleytt tólf klukkustundir. Þreytandi? Nei, hreint ekki. Það fer óvenju vel um alla i vélinni og þjónustan er frábær. 1 nótt var kvikmynda- sýning fyrir þá, sem voru of eftir- væntingarfullir til þess að geta sofið. Flest okkar eru vön ferðalög- um, en eftirvæntingin leynir sér þó ekki. Ferðalag hinum megin á hnöttinn er blátt áfram ævintýri. Yiö verðum að klipa okkur i hand- leggina. Þetta er ekki draumur — nú er komið að okkur. Land brossins opnast okkur — Thailand. Endalausir hrisgrjóna- akrar og áveituskurðir svo langt sem augað eygir. Þetta minnir einna helst á stórt skákborð. Þegar við stigum út úr flugvél inni á flugvellinum i Bangkok, streymir hitinn á móti okkur eins og út úr finnskri baðstofu. Vind hreyfir ekki hið minnsta. Hvernig' eigum við að komast gegnum þetta — þetta er engin nektarný- lenda! Það sem fyrir augu okkar ber á 20 kilómetra langri leiðinni frá flugvellinum inn i borgina, kemur ekki alveg heim og saman við það, sem við höfum gert okkur i hugarlund. Allt er hér með vest- rænum blæ, — ibúðarhús verk smiðjur og verslanir. Á vesturbakka árinnar Chao Phraya er aðalverslunarhverfi borgarinnar. Þar eru breiðgötur, háar bankabyggingar, lúxushótel og vöruhús á ameriska visu. Þarna ber einnig við loft lokkandi kvikmyndahúsa-,veitingahúsa- og næturklúbbaauglýsingar. Sagt er, að i Bangkok séu álika margir næturklúbbar og musteri — og musterin ku vera næstum 400. í vesturbænum hlýtur maður að álykta sem svo, að i Bangkok sé mikil velmegun. Fólkið er vel klætt, og nýtiskulegar byggingar bera vott um auðlegö. Manni finnst maður vera staddur i stór- borg i Evrópu eða Bandarikjun- um, nema hvað fólkið á götunum er miklu fjölbreytilegra að sjá, og að vitum leggur sterkan ilm af austurlensku kryddi. Hinum megin við ána er verka- mannahverfið, þar sem glæsi- bragurinn er minni og raunar ekkert til að státa af miðað við það, sem við erum vön. Þó virðist fólkið hamingjusamt og allt er ótrúlega hreint og þokkalegt. Hér eru vegalengdir miklar og opinberu strætisvagnarnir eru svo troðfullir, aö við veljum held- ur þann kostinn að ferðast með fólksbilum hótelsins. Þá fáum við lika leiðsögumann um leið, sem oftast nær talar ensku og þýsku ágætlega. Við þurfum að gæta þess eins að ræða um verðið fyrir- fram og venjulega borgar sig að ÆVINTÝRAFERÐ TIL THAILANDS 1. GREIN MATS WIBE LUND. Mats Wibe Lund var á ferð i Thailandi fyrr á árinu, og nú hefur hann skrifað fjórar greinar um ferðalagið, sem munu birtast i næstu tölublöðum Vikunnar. Og að sjálfsögðu tók Mats Wibe Lund einnig allar myndimar, sem greinunum fylgja. í þessari grein segir hann einkum frá höfuðborginni Bankok og mannlifinu þar eins og það kom honum fyrir sjónir. Þessi piltur á helgarmarkaönum bauð til sölu græna jurt, sem vex i sikjunum. Þessi jurt er sölt á bragöið og notuð i salts stað. taka bilinn allt ár- eða siðdegið. Það er heppilegra en að láta hann fara og reyna að ná i annað farar- tæki heimleiðis: Við förum alltaf snemma á fæt- ur — þvi að mannlifið er fjörugt og litrikt á morgnana. Við borð- um léttan miðdegisverð á tima- bilinu frá klukkan 12—14 og hvil- um okkur þá um leið i loftkæling- unni til þess að vera tilbúin að taka viö nýjum áhrifum það sem eftir er dagsins. Það er blátt áfram heimskulegt að ætla að vera á ferðinni úti frá þvi snemma á morgnana og fram á kvöld. Hitinn er oftast 30—35 stig á Celsius og stundum allt að 40 stig, og loftrakinn er allt að 80—90%. í Bangkok er þægileg- astur hiti frá þvi i nóvember og fram i janúar. Að þeim tima liðn- um hefst hitaskeið og raka-, og loft er oftast þungbúið. 1 Bangkok ersvo margt að sjá og reyna, að við verjum fjórtán dög- um til dvalar þar og til ferða um nágrenni borgarinnar. t lok ferðarinnar dvöldum við að sjálf- sögðu á Pattayaströndinni við Slamsflóa i viku. Bangkok er kölluð mörgum nöfnum, meðal annars borg englanna —og þaö er skiljanlegt, þegar gengið er um nokkur skrautlegustu musterin. Við fór- um að skoða nokkur musteri i fylgd leiðsögumanna, en það var okkur ekki nóg. Við fórum aftur til þess að njóta andrúmsloftsins i kyrrð og ró. Best kunnum við musterunum Wat Phra Keo við höllina, Wat Benchamaborpit, sem Chulalongkorn konungur lét reisa, og Wat Trimitr, þar sem er búddhalikneski, sem vegur 5.5 tonn. Höllin er einnig þess verð að sjá vegna sérstaks byggingastils og skreytinga. Við vorum svo heppin að hitta Ernu Grant Henriksen frá Akur- eyri, og hún fór með okkur á marga matsölustaði, þar sem við snæddum dæmigerðan og mikið kryddaðan thailenskan mat. Flest hótelin bjóða nær eingöngu upp á evrópska og ameriska rétti, nema til hátiðabrigða við og við. Ernu, sem hefur búið i Bangkok I tiu ár, kynnumst við nánar i annarri grein. Ferðalög eru óhugsandi án þess að versla, og hér er auðvelt að eyða peningunum. Alls konar vefnaðarvörur eru mest freistandi og við hlökkum til þess að sveifla konum okkar i dansi i Súlnasalnum iklæddum dýrlegum kjólum úr thaisilki og bómull. Það er vel þess virði að heim- sækja vefstofurnár. Þvi þar er margt áhugavert að sjá. „Vantar yður hring i nefið, eða einhverja aðra skartgripi?” I skratgripaverslununum er meira úrval en við höfum nokkurn tima áður séð. I flestum stærri verslunum er fast verð á vörunum, en annars staðar tiðkast það að prútta um verðið. Við viljum ógjarnan missa af helgarmarkaðnum, sem haldinn er milli hallarinnar og þjóðminjasafnsins. Ferðafélaginu þótti ófært að fara með allan hópinn þangað, þvi aö fólk hefur svo mismunandi smekk og áhugamál. Við fórum þess vegna á markaðinn upp á eigin spýtur og röltum um markaðssvæðið klukkustundum saman. Þar eru sérstakar deildir fyrir matvæli, búsáhöld, fatnað, blóm og grænmeti, fisk, fugla — að ógleymdri skranversluninni. Sá sem ekki getur gert góð kaup 6 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.