Vikan - 18.09.1975, Síða 3
myndlista- og handiðaskólanum.
Hitt var sýnu erfiðara að sætta
sig við, að myndlistin er vitaskuld
ekki aðalgrein i kennaraskóla og
þvi ekki sambærilegt kapp i nem-
endum hans og myndlistgskóla
hvað myndlistina snertir. Þessu
mætti kannaski likja við það að
hafa verið að þjálfa fyfstu deild-
arlið i knattspyrnu, þar sem allir
eru ákveðnir i að komast i lands-
liðið, og fara siðan að þjálfa
fimmta flokk, þar sem enginn
kærir sig um að komast upp úr
fimmta flokki. Þar fyrir hef ég átt
margar góðar stundir með
kennaranemum. Þetta er ungt
fólk og i þess hópi eru margir
ofurhugar — óhræddir og með op-
inn hug. Og i skólum er alltaf svo
mikil gerjun. Þess vegna er á
margan hátt gott fyrir listamann
að starfa með skólafólki.
— Kennslan i kennaraskólanum
er eins og gefur að skilja allt öðru
visi byggð upp en i myndlista- og
handiðaskólanum, fremur miðuð
við að vekja fólk til umhugsunar
og vitundar um listir en að þjálfa
það til listsköpunar. 1 þessu skyni
er leitast við að leggja áherslu á
kennslu i listasögu og safnferðir,
sem hvort tveggja er nauðsynlegt
til að fá svolitla heildarmynd af
listinni. Mér er sérlega minnis-
stæð ein slik ferð á safn Einars
Jónssonar i Hnitbjörgum. Með i
hópnum var fólk, sem hafði alist
upp i grennd við Skólavörðuholtið
án þess að hafa nokkurn tima leitt
hugann að þvi, hvað væri i þessu
mikla húsi þar. Svo kom það inn á
safnið og þvi opnaðist nýr heim-
ur. Kannski féll þvi ekki still og
viðfangsefni Einars, en þó játuðu
sumir fyrir mér, að þeir fyrir-
verðu sig hálft i hvoru fyrir að
hafa gengið framhjá Hnitbjörg-
um ár eftir ár, án þess að gefa
þeim menningararfi, sem varð-
veittur er þar innan dyra, gaum.
Þetta sama fólk var án efa allvel
að sér um flesta samtimamenn
Einars i bókmenntunum.
— Mannkynssagan, sem kennd
er i islenskum skólum, er fyrst og
fremst styr jaldarsaga og
herkonunga. Húmaniski þáttur-
inn hefur farið forgörðum um of.
Þetta tel ég illa farið, þvi að hann
i senn lifgar og fyllir upp mann-
kynssöguna. Ef við vitum,
hvernig fólk klæddist, á hverju
það nærðist, i hvernig húsakynn-
um það bjó og hvernig það tilbað
guði sina i listinni, en þar hefur
mannsandinn oft náð hæst,
verður sagan allt i einu lifandi og
skemmtileg. Stundum, þegar ég
hef verið að tala um til dæmis
egypska list i kennslustundum,
þykist ég hafa lesið forundan
út úr andlitum nemendanna:
Hvernig stendur á þvi, að maður-
inn hefur svona mikinn áhuga á
þessu? og ég hef verið spurður:
Hvað kemur' okkur þetta við?
Þrjú—fjögur þúsund ára gömul
listaverk! Til hvers þurfum við að
kunna skil á þeim? Svarið er ein-
falt: 1 þessum verkum talar
sagan beint og milliliðalaust til
okkar — af þeim getum við dregið
lærdóm og þekkingu — skilning —
án þess til komi nokkur túlkun
annarra en listamannsins, sem
vann þessi verk endur fyrir löngu.
Samtimi hans speglast i verkum
hans. Við spurningunni: Hvað
kemur þetta okkur við? eru raun-
ar til fleiri svör. Eitt er, að
auðvelt er að nefna dæmi um
tengsl egypskrar listar og verka
þekktra myndhöggvara samtim-
ans á vesturlöndum. Þangað
sækja þeir þrótt og þor — og hug-
myndir að tjáningarformi. Einn
þessara manna er Ásmundur
Sveinsson. Og þegar hægt er að
benda fólki á höggmynd eftir As-
mund Sveinsson, sem stendur á
almannafæri i Reykjavik, og
rekja tengsl hennar og egypskra
listaverka, sem sköpuð voru fyrir
þrjú til fjögur þúsund árum, gera
flestir sér ljóst, að egypsk list er
þeim ekki óviðkomandi. Hið
sama er að segja um list annarra
heimshluta og annarra timabila.
Listasagan er brunnur, sem við
getum öll teigað af og ég tel ákaf-
lega mikilvægt að sinna henni
meira i almennum skólum en
gert hefur verið. Eins þarf að
vikka það svið listar, sem hér hef-
ur verið kynnt. Okkur hættir við
að einblina um of á vestur-
evrópska list og teljum okkur
jafnvel of góð til að skoða list
asiuþjóða, suður-og mið-
ameriska og afriska list, og er
listin þó viða háþróuð og ákaf-
lega fjölbreytt i þessum heims-
hlutum. Hvað þá, að frumstæðri-
primitivri- og alþýðulist hafi ver-
ið sýndur fullur sómi. Um hana
hafa menn iðulega verið harð-
orðir, en það skyldi varast, þvi án
hennar verður engin list til. Þar
er jarðvegurinn, sem atvinnu-
listamenn spretta úr. Ef við göng-
um um þjóðminjasafnið og skoð-
um þar islenska list frá liðnum
öldum, og höfum i huga þær að-
stæður, sem hún var sköpuð við,
Asdis óskarsdóttir kona
Benedikts, Gunnar Óskar og
Val'gerður börn þeirra, Benedikt
og Eros.
Kvöldináltiðin. Þetta verk
Benedikts mun prýða Brciða-
bólstaðarkirkju á Skógarströnd.
Á vinnustofu Benedikts.
fyrrverandi kennara minum var
mér ómetanleg reynsla, sem ég
bý að enn.
— Þú starfar enn við kennslu?
— Já ég fór að kenna við
kennaraskólann 1966 og hætti þá
kennslunni i myndlisfa- og hand-
iðaskólanum að mestu leyti.
starfaði ég við kennslu með hon-
um i myndlistaskólanum, þar
sem hann var þá orðinn skóla-
stjóriaftur. Að vinna þannig með
Skiptin voru bæði góð og slæm.
Góð að þvi leyti, að við kennara-
skólann varð ég fastur kennari,
en hafði verið stundakennari i
38. TBL. VIKAN 3