Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 39
8---...........;
Castro hinn stórkostlegi.
Gina var hálfnakin i sólbaði
hjá sundlauginni við hótélið,
þegar Fiedel gekk framhjá i
hópi forvitinna krakka.
,,Mig haföi óað við þeirri
hugsun, að ég ætti eftir að
hitta þennan hættulega
mann. En hann virtist ekki
taka eftir þvi,hvefáklædd ég
var, og sinnti engu öðru en
isnum sinum. Hann talar
aldrei hátt, hann hvlslar og
er gæddur miklu aðdráttar-
afli. Hann er ókvæntur, en
hann sagði mér, að auðvitað
væri kona í lifi hans eins og
annarra karlmanna.”
Iiinn saklausi David
Cassidy. Allir aðdáendur
poppstjörnunnar Davids
Cassidy hefðu viljað gefa
mikið fyrir að fá að koma
eins nærri honum og Gina.
En hún fann ekki til neins
annars en móðurtilfinninga i
hans garð. „Hann er eins og
bam. Raunar er eitthvað við
hann, en hann er svo sak-
laus. Þegar ég tók mynd af
honum i rúminu, var hann
eins og hver annar nývakn-
aður unglingur. Hann litur
miklu fremur út fyrir að
vera sextán ára en tuttugu
og þriggja.”
-------------------------►
Sá sleipi Kissinger. Ginu var
lofaö fimm minútna viðtali
við Kissinger, en hún dvald-
isthjá honum i eina og hálfa
klukkustund. Bandariski
untarikisráðherrann játaði
svolltið fyrir henni: Ég hef
svo oft reynt að ná tali af þér.
Gina segir svo frá: „Nei, ég
var ekki taugaóstyrk. Hann
er svo rólegur, ekki frlður,
en yngri en hann lltur út fyrir
að vera á myndum. Hann
spurði mig, hvernig ég vildi
hafa karlmenn, svo ég spurði
hann hvernig hann vildi hafa
konur. Sterkar og greindar,
svaraði hann.”
38. TBL. VIKAN 39