Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 34
HENCJU
RÁBIB I
Jæja, þá er haustið komið. Eða
væri kannski réttara að segja, að
haustið sé að kveðja og veturinn
að koma? Hvað um það, allavega
er þetta búið að vera hálfgert
hallærissumar, að minnsta kosti
hér sunnanlands. Engin sól, en
fullt hús af rigningu. Nóg um
veðurfar að sinni.
Það verða alltaf einhverjar
breytingar hjá útvarpi og sjón-
varpi, er vetrardagskráin hefur
göngu sina hjá þessum frómu, en
ekki að sama skapi spennandi
stofnunum. Eitt hverfur, og
annað kemur i staðinn.
Einu sinni var það, að ung-
lingar gátu hlakkað til þessara
breytinga, sem fylgdu vetrardag-
skránni, allavega hvað varðaði
sjónvarpið og nú 1-2 siðustu ár,
hvað varðar útvarpiö.
Mig minnir að Stefán Hall-
dórsson, núverandi blaðamaður
hjá Morgunblaöinu, hafi verið
einn af þeim fyrstu, er sá um þátt
fyrir unglinga, sem hægt er að
kalla þvi nafni, hjá sjónvarpinu.
Stefán sá um slikan þátt I ein 2
eða 3 ár. Þá uröu mannaskipti,og
Það voru meðal annars kaffibrúsakallar, sem sáu um að Ugluþættirnir urðu vinsælir á sinum tfma....
Þá er Arni Johnsen, blaða-
maður, þjóðlagasöngvari o.fl.
o.fl., byrjaður og reyndar langt
kominn með þriöju LP plötuna
sina. A þessari plötu verða 15
lög Arna við ljóð Halldórs Lax-
ness, og er óhætt að segja, að
ekki velur kappinn ljóðin af
verri endanum. Nafniö gaf Hall-
dór Laxness plötunni, og skal
hún heita „Ég skal vaka”. Arni
nýtur aðstoðar margra hljóö-
færaleikara á plötunni, en út-
setningar annast hinn þekkti út-
setjari og bassaleikari Jón Sig-
urðsson. Það er svo enginn ann-
ar en stórumboösmaðurinn
Amundi Amundason, sem
stendur að útgáfunni. Hvenær
platan kemur á markaðinn er
ekki gott að segja, en stefnt er
að þvi, að það verði fyrir jóla-
trafffkina i ár.
babblbabblbabbl
Það eru fleiri, sem eru aö
vinna að plötu þessa dagana.
Þar er á ferðinni enginn annar
en hinn vinsæli þjóðlagasöngv-
ari Hörður Torfason. Marga
hefur sjálfsagt veriö farið aö
lengja eftir nýju framlagi frá
þessum frábæra listamanni, en
nú er sem sagt allt á fullu hjá
Herði, og ættu ekki að liða
margir mánuðir, þar til viö sjá-
um nýja breiðskifu frá honum.
Hörður mun hafa i hyggju að
bjóða uppá meira af sinum eigin
ljóðasmiðum, en, eins og flestir
vita, hefur hann nær eingöngu
notað ljóð þekktra islenskra
skálda við lög sin. Verður ef-
laust spennandi að heyra þessa
plötu, þegar hún kemur fram,
þvi auk þess aö vera frábær
lagasmiður, hef ég það fyrir
satt, að Hörður sé vel liötækur i
ljóðagerð
babblbabblbabbl
Þá er örn Petersen i frii,
sagður vera um þessar mundir
á Spáni i afslöppun, og ekki veit-
ir honum af blessuðum. Annars
var verið að lauma þvi aö mér,
að kappinn hafi laumast erlend-
is undir fölsku yfirskyni. Til-
gangur fararinnar hafi sem áe
verið annar og kannski meira
áríðandi en að slappa af. Hann
Petersen hafi nefnilega farið til
að redda sér KAFFI á svörtum!
Trúi þeir sem vilja. Þetta ferða-
lag Arnar i kaffileit kvað standa
i beinum tengslum viö yfirvof-
andi kaffihallæri vegna hins gif-
urlega uppskerubrests á kaffi I
Brasiliu.
babblbabblbabbl
Ekki ætla þeir Brimklóar
gaurar að taka sér langt fri frá
störfum, það er að segja þeir,
sem eftir stóðu, er Jonni, Sigur-
jón og Pétur hættu. Það er
nefnilega búið að fá stórpoppar-
ann Bjarka Tryggvason i band-
iö. Mun hann þenja bassa hjá
þeim félögum, jafnframt þvi
sem hann notar raddböndin. Þá
hefur Rúnar Júliusson, fyrrver-
andi Hljómamaður, veriö sterk-
lega nefndur sem fjóröi maður i
hina nýju Brimkló. Og nú skuluð
þið halda ykkur. Hann Rúnar
verður á gitar. Sjálfsagt reka
margir upp stór augu, en ég hef
það fyrir satt, að Rúnar sé bara
skratti sleipur sem gítarleikari.
babblbabblbabbl
Þá er verið að opna enn einn
brynningarstaðinn i Borginni.
34 VIKAN 38. TBL.