Vikan - 18.09.1975, Síða 38
Það þarf meira en þokka-
fullt útlit til þess að fá að
koma nærri mönnum eins
og þeim á þessari slðu. Að
vísu hefur leikkonan Gina
Lollobrigida komist æði
langt á útliti slnu, en I þess-
um sjö tilfellum tók hún
myndavélina með sér. Að
yfirskini? Kannsld..
Neil Armstrong hinn dularfulli. Gina varð ▲
spennt fyrir fyrsta manninum, sem steig fæti
sínum á tunglið. HUn hitti hann i Mexikóborg,
þar sem hann fékk engan frið fyrir
aðdáendum sinum. „Mig langaði svo mikið til að
taka ljósmyndir af þessum einstæða manni,
sem allur heimurinn dáðist að.
MENNIRNIR SJÖ, SEM
LEGAST AÐ MYNDA
Paul Newman hinn
kynþokkafulli. Það er engin
furða, þótt Newman vekti
ýmsar kvenkenndir með
Ginu. „Um leið og ég sá
hann, varð mér hugsað:
Hvílikan kynþokka hefur
hann ekki til að bera. Karl-
maður frá toppi til táar. Mér
leið eins og feiminni skóla-
stelpu. Það var auðvelt að
skilja, hvernig hann fer að
þvi að halda sér ungum.
Hann fer I stutt gufubað og
stingur sér svo beint i
fskalda laugina heima hjá
sér.Hannsagði við mig: Mér
finnst betra að vinna með
konum en körlum. Þær eru
alltaf ferskar og lifandi — og
finna upp á öllu mögulegu.”
Sjarmörinn Evgeny
Evtushenko. Gina og
rUssneska ljóðskáldið
Evgeny Evtushenko drógust
hvort að öðru strax og þau
sáust I fyrsta sinn, en það
var I Moskvu. Arangurinn
varð þessi skemmtilega
mynd af skáldinu. Gina
segir: „Það var orðið mjög
áliðið, þegar við skildum. Ó,
hann var alveg æðislegur!
Ég tók mynd af honum,
þegar hann bauð mér til há-
degisverðar, en við vorum
fyrir löngu búin að ákveða að
borða kvöldverð saman....
Hann gaf mér bók og skrifaði
á saurblaðið: Til Ginu, sem
égelska, þótt vonlaust sé....”
--------------------►
Salvador Dali. Það varð
fagnaðarfundur, þegar Gina
fór til að taka myndir af
Salvador Dali, enda hafa þau
þekkst „alltaf” eins og Gina
segir. Hún stillti myndavél.
og var svo sjálf með á mynd-
inni ásamt Dali. „Ég bara
varð að taka mynd af hon-
um. Hann er svo stórkostleg-
ur. Hann var að vinna að
nýrri mynd. „Gina”, kallaði
hann. „Ég gaf þér einstaka
mynd.” og það gerði hann,
þvi hann hefur aldrei látið
neinn sjá hjá sér ófullgerða
mynd.”
38 VIKAN 38.TBL.