Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 40
ínig dreymdi Hálfhrædd í gömlum Ford Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig um, ef þú vildir vera svo góður, að ráða þennan draum f yrir mig, því að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem mig dreymir draum þessum líkan. (Ég tek fram að ég þekki unga manninn, sem kemur fram í draumnum lítillega. Þetta eru mjög ung hjón). Mér fannst ég keyra Ford bíl, mjög gamlan, liklega '55 módel. Hann var fallega f jólublár að lit, og mjög vel farinn, bæði að utan og innan. Mér fannst ég vera örlítið hrædd við að keyra hann, þó var allt í lagi með bílinn. Ég keyrði að einhverri blokk, og þar stóð þessi maður ásamt mömmu sinni, eiginkonu og litlum syni. (Ég tek fram, að ég hef aldrei séð mömmu hans eða eiginkonu). Ég stoppaði hjá þeim, og maðurinn settist vinstra megin við mig. Ég sagði honum, að ég væri hrædd að keyra þennan bíl. Þá tók hann í höndina á mér, og sagði: — Þetta er allt i lagi. Þú þarft engu að kvíða. I því kom konan hans inn og hann dró hendina að sér. Hún settist hægra megin við mig. Síðan keyrði ég af stað. Mamma mannsins og sonur gengu i burtu, en hjónin óku með mér. Mér fannst ég keyra áleiðis að miðborginni. Ég leit á konuna og hún brosti til mín, en leit strax undan. Mér fannst eitthvað falskt við þetta bros. Skömmu siðar stansaði ég fyrir utan einhverja verslun, og þar fóru þau út, án þess að segja aukatekið orð. Við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Kveðja. P.S. Hvað sérðu við skriftina? S.Þ. Draumráðandi hallast helst að þeirri skoðun, að draumurinn þinn boði, að þú verðir fyrir einhverju happi bráðlega. Helst virðist það ætla að vera i sam- bandi við ástamál, en það kann þó að reynast rangt. Ekki er laust við, að þú gætir lent i deilum við ein- hvern í sambandi við þín einkamál, og skaltu fara varlega i samskiptum við annað fólk á næstunni. Draumráðanda finnst gleðilegt að segja þér, að hann er ofur hrif inn af skriftinni og hæstánægður með stafsetninguna. Leiðinlegur kærasti og gamlar vinkonur Kæri draumráðandi! Égætla að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, ef þú sérð þér fært. Sá f yrri er svona. Mér fannst ég vera stödd í kaupstað, sem er hér í nágrenninu, ásamt stráknum, sem ég er með og vin - konu minni. Við vorum á Ijósgulum jeppa. Vinkona mín þurfti að ná í eitthvað inn í sjoppu, en það varð úr að ég fór inn fyrir hana. Þegar ég kom út aftur, var bíllinn horf inn og þau sá ég hvergi. Ég var strax alveg viss um, að vonlaust væri að leita að þeim, svo að ég gekk niður að bíóhúsi. Ég fór inn, og var sýningin í húsinu hálfnuð. Ég þekkti marga krakka þarna inni. Ég gekk að einum bekknum til þess að leita að auðu sæti, en þá sá ég vinkonu mína sitja þar ásamt strákn- um, vini mínum. önnur vinkona mín sat þarna líka nálægt vini minum. Ég gekk eftir sætaröðinni, og um leið og ég gekk framhjá vinkonu minni sagði hún: — Uss ekki trufla— Ég settist niður i autt sæti við hlið kærasta míns en hann hvislaði að mér að fara burt. Ég var ferlega spæld og flýtti mér út. Hinn draumurinn er svona: Mér f annst ég vera á skipi, sem var að sökkva og ís vera allt í kringum skipið. Allir stukku út á ísinn, og þá vorum við skyndilega stödd í kennslustofu i skóla, sem ég gekk í, þegar ég var lítil. Meðal þeirra sem þangað höfðu komist úr skipinu, voru tvær stúlkur, sem ég þekkti, önnur þeirra heitir Guðmunda og hin Anna Guðrún. Við vorum búin að vera þarna smá stund, þegar við heyrðum kallað: — Hvar er Guðmundur. Hann vantar. Mér finnst skömmu áður, eins og hann sæti fyrir framan mig, en Guðmundur var skólabróðir minn og leikfélagi. Ég veit að þessir draumar eru ólíkir, en ef þú mögulega getur, viltu þá ráða þá, en birta ekki draumana sjálfa, heldur bara ráðninguna, því að þeir eru svo langir. Bless. J.G. Þaö er regla hjá draumráöanda, að birta alltaf þá drauma í blaðinu, sem hann ræður. Draumráðanda finnst fyrri draumurinn þinn J.G. dálítið undarlegur. I fljótu bragði virðist hann geta boðað tvennt, bæði hamingju og óhaming ju. En þegar betur er að gáð, þá merkir hann, að þú eigir eftir að fá mjög svo gleðileg- ar fréttir á næstunni. Þessar fréttir verða til þess að þú ákveður að gera eitthvað, sem þú hafðir ekki gert þér vonir um að geta framkvæmt. Vertu vel á verði gagnvart hinu kyninu. Seinni draumur þinn J.G. er mun skýrari en sá fyrri. Það er svo til augljóst, að þú átt á næstunni von á að hitta gamla félaga og verða það sannkallaðir ánægjufundir. Ekki er ólíklegt að góð kynni eigi eftir aðtakast með þér og gömlum vini þínum, sem þú hef- ur ekki séð um nokkurt skeið. Um ófríðan ítala Kæri draumráöandi. Mig dreymdi draum, sem mig langar að biðja þig að ráða f yrir mig og er hann á þessa leið: Mér f annst ég vera að tala við systur gamallar vin- konu minnar. Ég spurði hana, hvort hún sæi bíl f rá út- landinu, en hún sagði nei. (Við erum nágrannar). Við vorum staddar skammt frá heimilum okkar, og þegar ég leit heim, sá ég appelsínugulan bíl, sem líktist Skoda. Þessi bíll var þó af annarri gerði og hafði útlent bílnúmer. Þegar ég sá bílinn, varð ég mjög glöð og eftir augnablik var kominn til okkar dökkhærður strákur með ,,Chaplin" skegg. Hann var í bláum gallabuxum og dökkbláum takka. Á buxunum var vín- rauð rönd. Þessi strákur var mjög ófríður, og þegar hann fór að tala við okkur, fannst mér hann tala þýsku. Ég vissi þó að hann var ítalskur. Ekki skildi ég (aað, sem hann sagði, en sagði allt í einu: Ég veit það. ég heit.... Þá tók hann í hendina á mér mjög blíðlega og hélt lengi í hana. Allt í einu var ég farin að tala við vinkonu mína (en við tölum sjaldan saman núorðið) og vorum við mjög kátar. Síðan f ór ég heim og þar var ítalinn. Ég kynnti hann fyrir mömmu,sem varð mjög ánægð. Um kvöldið fórum við svo í bió, og fannst mér það vera i Herðubreið á Seyðisf irði, en allur draumur- inn, að þessu undanskildu, gerðist í Reykjavík. I bíóinu töluðum við saman á ensku. Áður en myndin hófst heyrðust nokkrar setningar á þýsku í hátalaran- um, og ætlaði ég að fara að spyrja hann, hvort hann skildi þær ekki, en þá vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. P.S. Afsakaðu krassið. Þ.G. Draumráðandi vill byrja á því að mótmæla því að þetta sé krass. Honum finnst þú skrifa alveg ágæt- lega. Þú átt mikla hamingju í vændum, Þ.G. Lang- þráður draumur mun rætast áður en varir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.