Vikan - 18.09.1975, Side 19
ekki,” sagði Sam hlæjandi, og
þrýsti á gikkinn á
marghleypunni.
Þungar 45 calibera kúlurnar
hentu Varsity Vic um það bil tiu
fet aftur á bak, langt inn i runn-
ana. Þeir stigu út úr bilnum og
gengu að til að skoða hann. Lik-
aminn teygðist en lá svo kyrr.
„Sjúgðu svolitiö bensin upp úr
bensingeyminum og vættu hann i
þvi,” sagði hann.
„Til hvers?” spurði Sam.
„Lep sagði: „Brennið hann”,
og þegar stjórinn segir eitthvað,
þá meinar hann það sem hann
segir.”
Svo sátu þeir á aurhlifinni á
Pierceinum og horfðu á bálið. A
meöan drukku þeir þaö, sem eftir
var af viskýinu. Þegar þeir
ætluðu svo að ræsa bflinn komust
þeir að þvi, aö Sam hafði tæmt
allt bensinið af bilnum svo þeir
þurftu að ganga þrjár milur niður
með veginum áður en þeir gátu
stolið sér öðrum bil, til að komast
aftur i bæinn.
Big Dutch hallaði sér fram á
boröið og stundi mæðulega. Hann
helltí sér enn i glasiö. Gömlu góðu
dagarnir. Þeir voru svo sannar-
lega liðnir. Lep og Sam voru lika
farnir. Lep i stólinn og Sam hafði
fengið stungu I sundlauginni.
Hann tók upp glasið og horföi á
veigarnar i þvi. Allt var gullið,
séö i gegnum viskýglas. Það var
allt grisunum að kenna. Hann
trúði þvi aldrei að Sam kjaftaði.
Ekki gamli góði Sam. Sam var
vinur hans. En þeir drápu hann
samt. Þeir eru eins og iglur; nái
þeir taki, þá sleppa þeir aldrei.
En i þetta skiptið yrði annað uppi
á teningnum. I þetta sinn
sýndi hann þeim i t.vo heimana.
Hann svolgraði i sig úr glasinu
og teygöi sig eftir simanum.
Kannski hann hringdi i gömlu
konuna og léti hana vita að hann
væri á leið heim. Hún væri nú
þegar orðin nógu reið.
Hann var önnum kafinn við að
snúa talnaskifunni og tók þvi ekki
eftir Cesare, er hann opnaði
dyrnar.
— 0 —
Það var rétt fyrir dögun að hún
heyrði lyklinum hans snúiö i
skránni. „Ert þetta þú, Cesare?”
spuröi hún.
Rödd hans var þvinguð og
spennt. „Já”.
Hann var þegar kominn aö
rúmi hennar og farinn að tina af
sér spjarirnar i flýti miklum.
Hann kom upp i rúmið, likami
hans stifur og skjálfandi. Hann
greip um brjóst hennar.
Sársauki og ótti æddi um hug-
skot hennar. „Flýttu þér ekki
svonan Cesare,” tókst henni að
segja hlæjandi. „Það mætti halda
að þú værir amerikani1. ”
16. kapituli.
Cesare var að bera glas fullt af
appelsinusafa upp að vörunum
þegar Tonio kom með hraði inn i
herbergið. „Einhver herra Baker
að finna yður, ágæti,” tilkynnti
hann.
Cesare kinkaði kolli. „Visaðu
honum inn,” sagöi hann. Hann
drakk appelsiusafann sinn og stóð
upp er Baker kom inn i borð-
stofuna.
„Herra Baker,” sagði hann.
„Ég átti ekki von á að sjá yður
svo fljótt aftur. Fáið yður sæti og
þiggið kaffibolla”.
Baker settist niður og horfði
athugull á Cesare meöan Tonio
fyllti kaffibolla og setti fyrir
hann. Cesare horföi rólegur á
móti. „Ég sé að þér hafiö átt i
svolitlum erfiðleikum I gær-
kvöldi,” sagði Baker.
„Ég? ” svaraði Cesare kurteis-
lega. „Hvað kemur yður til að
halda það?”
„Morgunblöðin,” sagði Baker.
„Ég hefi ekki séð þau.”
Baker leit á samanbrotið blaðið
við hliðina á bolla Cesares. „Hvað
er þetta?” spurði hann og gaf til
kynna hvað hann átti við.
Cesare leit niður á borðið. Hann
leit upp aftur og á Baker, og það
vottaði fyrir brosi i augnakrókn-
um. „Wall Street Journal. Það
er eina blaðið sem ég les. Vegna
starfs mins.”
Baker fann að hann roðnaði.
Hann stakk hendinni i frakka-
vasann og tók upp eitt eintak af
Daily News. Hann breiddi úr þvi á
borðið fyrir framan Cesare án
þess að segja orð.
Cesare leit niður á blaðíð.
Striðsletursfyrirsögnin virtist
honum stökkva upp i andlitið á
sér:
RÝTINGURINN
STINGUR ENN!
BIG DUTCH MYRTUR!
Cesare leit upp á Baker. Hann
yppti öxlum. „Ég fæ ekki séð að
þetta skipti mig neinu máli,”
sagði hann. „Ég sagði yður að ég
þekkti manninn ekki.”
„Það er önnur frásögn á
fimmtu siðu,” sagði Baker.
„Stuttu eftir miðnætti var skotið á
mann og konu, sem voru á gangi á
Park Avenue fyrir framan Sea-
gram húsið. Konan féll niður i
gosbrunninn. Þau flýttu sér I
burtu áöur en nokkur gat borið
kennsl á þau.”
Cesare smurði sér sneið af
ristuðu brauði. „Og?” spurði
hann.
„Þessi barónessa, sem var i
fylgd með yður er þér komið heim
i gærkvöldi; dyravörðurinn segir
að kjóllinn hennar hafi verið
rennandi votur.”
„Það skaut enginn á mig,”
sagði Cesare og fékk sér svolitla
sultu ofan á brauðið.
Baker saup á kaffinu. „Það
skýrir alls ekki út hvernig kjóll
dömunnar blotnaði.”
Ilena kom i ljós i dyrunum fyrir
aftan hann. „Hvers vegna spyrjið
þér ekki dömuna sjálfa?” sagði
hún og kom inn i stofuna.
Mennirnir stóðu á fætur. Cesare
kynnti þau. „Herra Baker.hann
vinnur hjá FBI,” bætti hann viö.
Ilena glennti upp augun. „ó,”
sagði hún. Hún sneri sér að
Cesare. „Ert þú i klipu?” spurði
hún áhyggjufullri röddu.
Cesare brosti. „Ekki held ég
það. En herra Baker heldur að
EGE GÓLFTEPPIN
VEGGFOÐUR
ÚRVAL GÓLFDÚKA
MÁLNINGARVÖRUVAL