Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.09.1975, Qupperneq 7

Vikan - 18.09.1975, Qupperneq 7
á þessum markaði, ætti ekki að reyna að prútta annars staðar. En menn ættu einnig að gæta þess að vera vel á verði og gæta að eig- um sinum, þvi að þarna i mann- fjöldanum getur fólk átt á hættu að glata myndavélum sínum og seðlaveskjum án þess að verða þess vart fyrr en löngu seinna. Nokkrir geðslegir stúdentar, sem halda hópinn, taka að dást að myndavélinni minni, og þeir gefa mér ymsar ráðleggingar og vara mig við. Svo fáum við okkur sæti undir sólhlif, fáum okkur svala- drykk og segjum frá þvi, hve iskalt sé heima hjá okkur. Og þótt ótrúlegt sé rekumst við allt i einu á mann, sem býður stórkostlega skiðaklossa til kaups. Það hlyti að vera gaman að vita, hvernig hann hefur komist yfir þá. Slönguræktarstöðin er næsti liður á dagskránni. Þar eru aldar i kringum 1000 slöngur og eitrið úr þeim er notað i framleiðslu mótefna i Pasteurstofnuninni. Slöngurnar eru hafðar i stórum búrum, og það er ekki laust við, að það fari um okkur, þegar við sjáum slönguverðina klædda hvitum kakisloppum ganga hina rólegustu meðal þeirra, gefa þeim að éta og dæla úr þeim eitr- inu. En við komumst heilu og höldnu þaðan — og i kvöld ætlum við að skemmta okkur. Næturklúbbar Pat Pongs eru frægir um viða veröld og við get um ekki verið þekkt fyrir að láta hjá liða að sjá þá með eigin aug- um. En munurinn reyndist ekki Frá Ayudhya. Runnarnir eru klipptir til eins og dýr væru. tJr búddhamusteri. Munkarnir setja mikinn svip á borgarlifið i Hangkok ýkja mikill á þeim og næturklúbbum i öðrum stórborg- um heimsins. Eini munurinn er, að i Thailandi er það ekki litið hornauga, þótt konur þjóni herr- um sinum, og þvi verðum við bara aö gæta okkar sjálfir. Thailenskar konur eru ugglaust meðal fegurstu kvenna i heimi. Þær eru tigulegar og yndislegar og draga auðveldlega að sér athygli. Undanfarin ár hefur nýr hópur vændiskvenna skotið upp kollinum i Bangkok. Þar er um að ræða fátækar stúlkur úr þorpun- um i fjöllunum i norðurhluta landsins, sem komið hafa til höf- uðborgarinnar i hamingjuleit. Bangkok laðar þær að sér. Flestar þessar stúlkur eru ólæsar og h'afa enga menntun hlotið. Þær geta ekki valið úr vinnu, þvi að þeim býðst fátt annað en götusóp- un og þvottar. Slikt er erfið vinna og illa launuð. Þær eru flestar of stoltar til þess að snúa aftur til fjölskyldna sinna, þar sem er þröng fyrir og þær eru taldar óæskileg byrði, og þá snúa þær sér að vændinu. Við og við rekst maður á þær á bör- um, i næturklúbbum og á nudd- stofum, þar sem þær hafa ofan af fyrir ferðamönnum, sjómönnum og verslunarmönnum á við- skiptaferöalögum. Margir þeirra koma aftur og aftur til borgarinn- ar, og þá er ekki óvenjulegt, að thailensku vinkonurnar þeirra búi hjá þeim og stjani við þá meðan þeir standa við. Einstaka gestir verða svo ástfangnir, aö þeir hugsa sig ekki frekar um, heldur taka vinkonur sinar með sér heim. En flestum stúlknanna verður þessi atvinnu- vegur harður og ómannúðlegur skóli — enda þótt tekjurnar séu hærri en fyrir nokkra aöra vinnu, sem þeim stendur til boða. Draumar þeirra og vonir hverfa þeim smám saman og ekkert er eftir annað en ömurlegur og grár hversdagsleikinn. Þær kunna vel að leyna dapurlegum örlögum sinum og „leika á” margan gest- inn i borginni. A stærri veitingahúsum eru gjarnan haldnar thaidanssýn- ingar. Dansinn er fagur á að horfa, en erfiður skilnings — og hvaö gerir það til? Eitt kvöldið fórum viö i kvik myndahús. Að sýningunni lokinni standa allir upp, þjóðsöngurinn er leikinn og á tjaldinu birtist mynd af Bhumibol konungi og Sirikit drottningu hans. Annars sitja thailendingar sem bergnumdir flest kvöld framan við sjónvarpið — „nýja guöinn”. Um miönætti, þegar viö vorum á leið heim úr kvikmyndahúsinu, stöövuðu okkur nokkrar laglegar ungar stúlkur. Þær voru að selja iimandi blómsveiga. Bilstjórar hengja þá gjarnan á speglana á bilunum — eins og útsýnið sé ekki nógu slæmt fyrir i iðandi umferö- inni. Stúlkurnar áttu ekki nema fáeina sveiga eftir. Okkur fannst vera kominn háttatimi fyrir þær fyrir löngu, svo við keyptum þá alla. Þær hrópuöu af kæti. En morguninn eftir lá okkur við gráti. Hótelherbergiö var fullt af mosquitoflugum af blómsveigun- um, og þær höfðu bitið okkur illa i handleggi og fætur. 38. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.