Vikan - 18.09.1975, Síða 28
Carola Salisbury
STOLT
ÆTTARINNÁR
Ég var alltaf aö velta því fyrir mér hvers vegna þú værir
meö tappa I byssunni þinni!!!
Ég kom að dyrunum og tók i
lásinn, og mér til mikillar undr-
unar opnuðust dyrnar. Ég var þá
kominn i vistarveru mannsins
mins i fyrsta sinn.
Ég greip krumpaða pappfrsörk
af skrifborðinu og renndi henni
gegnum fingur mér. Og þá tók
hjarta mitt kipp, þvi að ég sá að
þetta var upphaf af bréfi til min.
,,Kæra Joanna.
Það er kominn tfmi til að þú vit-
ir sannleikann um...”
önnur örk var þarna lika, jafn
böggluð, en það stóð eitthvað
meira á henni:
,,Þvi ekki að segja J. sannleik-
ann? En get ég dæmt hana tif að
vita þessi skelfilegu örlög og bera
þau með mér? Hún fengi þá að
vita allt um Mayönu og barnið.
Mayana er eins sterk og hver
karlmaöur! ”
Ég gat ekki haft augun af þess-
um siðustu linum, undrandi og
engu nær. Hvert var þetta leynd-
armál hans? Það var sennilega
viðvikjandi Mayönu, sem hafði
svo lengi verið ástkona hans og
það var engum vafa bundið, að
hiín var lika móðir sonar hans.
Mayana, sem var sterk eins og
karlmaður. Benedict hafði fórnað
sér fyrir þessa konu, vegna þess
að hann elskaði hana.
Það var þá Mayana en ekki
Benedict, sem hafi myrt Feyellu
Mapollion, hvað sem annars var
hægt að ásaka hann um.
Rétt i þessu heyrði ég fótatak
fyrir ofan mig ! Það var einhver á
gangi á hæðinni fyrir ofan. Svo
varð dauðaþögn. En svo heyrði ég
hæla skella i hringstiganum.
Fótatakið nálgaðist...
Mayana? Fótatakið hætti fyrir
utan dyrnar á herbergi Bene-
dicts. Og svo .... ég sá hurðarhún-
inn snúast!
Dyrnar opnuðust hægt og ég sá
eitt auga. Ég skalf frá hvirfli til
ilja, en lyfti lampanum og sá
hryllilegt, náfölt andlit. Höfuðið
var alveg hárlaust, nema svoiitill
grár hárdúskur hékk yfir annað
eyrað. Stórt ör lá alveg yfir höf-
uðkúpuna. Vinstra augað var
blint. Hægra augað gneistaði og
ég sá rauðrennt en blátt auga,
blátt eins og hafið.
Maðurinn var hávaxinn og
klæddur einkennisbúningi ridd-
araliðsins, sem einhvern tima
haföi verið blár.
Svo rétti hann fram hendurnar.
Öpið, sem ég rak upp rauf
þögnina og ég sneri mér við, til að
flýja undan þessari hræðilegu
veru. Ég hljóp upp stigann, vissi
ekkert hvað beið min þar. Ég tók
þrjú þrepi einu, en ég heyrði fóta-
takið fyrir aftan mig og það kom
nær.
Mér fannst stiginn óralangur.
Svo komstég út um hálfopnar dyr
og var þá komin undir bert loft,
iskalt.
Mér var ljóst að þetta var mitt
siðasta, en ég hélt samt áfram og
kom þá að mittisháurp vegg.
Ég sneri mér við og stóð nú
andspænis morðingja minum.
Einkennilegt kokhljóð heyrðist úr
munni hans, þessum hryllilega
munni.
Ég reyndi að tala við hann,
reyndi að fá hann til að skilja
mig, en sá ekkert i ásjónu hans,
annað en brjálsemina.
— Piers! kallaði ég til hans. —
ÞU þekkir mig ekki, en ég er gift
Benedict bróður þinum, sem hlýt-
ur að þykja vænt um þig, að hann
skuli hafa gert allt, til að láta þér
liöa vel.. I öll þessi ár..
28 VIKAN 38. TBL.