Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 4
 Unniö að gerð veggskreytingar | fyrir barnaskólann i Vik i Mýrdal. Benedikt við málverk sitt af Arnheiði Jónsdóttur forseta Nátturulækningafélags islands. og verkfærin, sem hún var sköpuð með, hljótum við að fyllast aðdá- un og hrifningu af elju listamann- anna og þrautseigju. Þeir lögðu allt, sem þeir áttu til i verk sin. Þvi standast þau og okkar er að þakka þann arf, sem þeir létu okkur eftir, og læra af honum. — Listasagan getur einnig stuðlað að þvi að eyða fordómum. t verkum listamannanna nálg- umst við þá menningu, sem þau eru sprottin úr, og fátt er liklegra til að auövelda okkur skilning á ólikum þjóöum. — Svo við snúum okkur að þinni eigin listsköpun, Benedikt. Hvenær hélstu fyrstu opinberu sýninguna á myndum þinum? — Hana hélt ég i Paris árið 1953. Allar myndirnar á þeirri sýningu voru harðsoðið abstrakt. Nú er ég fyrir löngu vaxinn frá abstraktinu i þeim skilningi, að ég mála ekki lengur hreinar abstraktmyndir, en þar fyrir er ég ekki einn þeirra manna, sem líta á abstrakttíma- bilið sem eins konar fangavist eða nauðungarvinnu, en það viðhorf hefur komið fram hjá sumum málurum, og þeir tala þá gjarnan i einhverjum fyrirlitningartóni um abstraktlistina. Það felli ég mig ekki alls kostar við, þvi að abstraktmyndlist krefst ákaflega mikillar ögunar i formi, og af henni spratt margt gott — einkum hjá málurum, sem höfðu reynslu að baki, þegar abstraktið tók að ryöja sér til rúms, og kunnu þvi aö varast ungæðisháttinn, sem var þvi samfara. Þótt þessir menn hafi flestir hætt að mála ab- strakt, má sjá áhrif abstraktlist- arinnar i siðari verkum þeirra, og þar sést þeir hafa sitt hvað af þvi lært. — Þessa sama viðhorfs og kem- ur fram i hálfgildings fyrir- litningu á abstraktinu gætir einnig, þegar menn afgreiða heil timabil listasögunnar með þvi, að þau séu liðin og þeir geti ekkert af þeim lært. Þetta álit ég mjög slæmt, þvi að um leið og litiö er framhjá einhverju timabili, ein- hverjum stil og einhverri tækni, er hætt viö brestum i undirstöð- unni. Þarna held ég lika, að ástæðunnar til þess, hve margir gefast upp eða staðna við list- sköpun, sé að leita. — Siðan sól abstraktsins dofnaði hefur enginn einn still ráðið lögum og lofum i myndlist- inni. Er ekki erfitt aö hafa engan stórasannleik? — Það er rétt, að nú er miklu meiri breidd i málaralistinni en var um skeið. Ég held það sé góðs viti, að leitað er til margra átta i senn. Hvað sannleikann áhrærir býst ég við, að menn verði að gera sig ánægða með þann sannleik að vera trúir sjálfum sér og sinni vinnu — og stöðugt leitandi. Þegar menn fara að fást við sömu viðfangsefnin aftur og aftur og nálgast þau ætið á sama hátt af ótta við, að þeim gangi illa að selja verk sin, er hætt við að illa fari. Listamenn eiga að túika viðfangsefni úr samtimanum — sá er tilgangur listar — og nálgast þau frá sem flestum sjónarhorn- um og með eigin aðferðum. Þá er tilganginum náð. — Hvað ertu einkum að fást við sem stendur? — Undanfarið hef ég æ meira fengist við portrettmálun. Andlit- ið er stórkostlegt viðfangsefni, sem ég hef gaman af að fást við, og svo er um fleiri málara að ég held, þvi að portrettmálun er að færast mjög i vöxt. Þegar skapa á listaverk úr portrettmynd, er auðvitað best að fyrirmyndin sitji fyrir, en á hinn bóginn leik ég mér stundum að þvi að mála portrett eftir ljósmyndum — jafnvel úr dagblöðum. Þá aðferð viðhafði ég, þegar ég málaði Feisal hinn arabiska, sem skotinn var af frænda sinum i vetur. Hann hafði stórkostlegt andlit — það var eins og Landmannalaugar. Annan og mér einkar hug- stæðan útlending hef ég einnig málað — þann merka þjóð- höfðingja David Ben Gurion. Égsá hann, þegar hann var hér á ferð á sjötta áratugnum og fann þá hjá mér einhverja hvöt til að gera af honum nokkrar skissur.Siðar vann ég úr þessu og loks varð úr þvi málverk af David Ben Gurion, sem ég hafði á sýningu fyrir tveimur árum. Að sýningunni lokinni kom mér i hug,hvort ekki væri viðeigandi að gefa sendi- herra tsraels á tslandi, sem hefur aðsetur i Kaupmannahöfn, þessa mynd. Fyrir milligöngu Aðal- steins Eggertssonar ræðismanns israelsmanna hér, kom sendi- herrann til min, þegar hann var hér á ferð, skoðaði myndina og féllst á að þiggja hana að gjöf. Honum þótti best við hæfi, að myndin yrði varðveitt á minningarsafni um David Ben Gurion i Beerseba i tsrael, og þangað verður hún send innan tiðar. Annars hefur portrettmálum alltaf verið ofarlega i mér — kannski af þvi, að einn fyrsti myndlistarhvati, sem ég varð fyrir, voru myndskreytingar i dönskum vikublöðum. Þó þær séu oft haglega geröar, þykja þær ekki merkileg list og eru það ekki, en vestur á Suðureyri þar sem engar myndlistarbækur voru til og engin myndlist yfirleitt, nema i landslaginu, voru þær nóg til þess að kveikja i mér og bræðrum minum löngun til að spreyta okk- ur á þvi að teikna andlit. Tról. 4 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.