Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 18.09.1975, Blaðsíða 31
— Joanna, vina min, þú ert aö gráta! sagði Robert. — ,Þú skilur þetta ekki, sagði ég. — ílg græt núna, vegna þess aö ég sé hamingjuglætu fram undan. Ég veit núna hvers vegna Mayana fór inn i norð-aust- ur turninn þarna um nóttina. Það var ekki til að hitta manninn minn, það var til að vera hjá Piers... Rétt fyrir klukkan eitt fann sjó- maöur lfkin af þeim og dró þau upp á ströndina, svo ég gæti þekkt þau. Mayana var fögur i dauðan- um, eins og hún hafði verið i lif- anda lifi. Hún hafði vafið báðum örmum um háls Piers og hann hélt um grannt mitti hennar. Sandurinn hafði verið miskunn- samur og huldi afskræmt höfuð hans. Andlitið var lika hulið dökku hári hennar, og það sást aðeins vangasvipurinn. Robert var kyrr hjá mér og við fengum eitthvert léttmeti um há- degið. Við ræddum um atburðina og reyndum að greiða úr flækjun- um. — Hvemig stóð á árásinni á Pollitt stúlkuna? — Það var i fyrsta sinn, sem Piers slapp út, sagði hann. — Prendergasthjónin sáu um það, sennilega til að fá meiri peninga. — Pollittshjónin fengu aðeins nokkra skildinga. Prendergast hlýtur að hafa stungið öllu hinu i eigin vasa. Þess vegna hefur Pollitt komið hingað til að biðja um meira, þegar Benedict réðist á hann og hrakti hann i burtu. — Hann hefði sennilega ekki gert það, ef spurningin hefði verið um nokkra skildinga, sagði Ro- bert. — Ég held að þau hafi sleppt Piers lausum i kvöld, eftir að þú rakst þau á dyr. Það ætti að refsa þeim eftirminnilega, sagði hann, — en ég er hræddur um að þau gangi laus. — Já, gangi laus til að svelta, sagði ég. — Það er engin von til að miöaldra fólk, sem ekki hefur nein meðmæli, fái vinnu og ég held að það sé nægileg refsing fyrir þau. Það var farið að dimma og ég bað Robert um að fara, ég vildi vera ein. Ég fór út i gamla garð- inn. — Hann kemur ekki, sagði ég við sjálfa mig. — Þessi veika von min er orðin að engu. Einhver hreyfing var fyrir aft- an mig. Það var Benedict. — Ég er að koma frá þvi að sjá þau, sagði hann. — Mayana og bróðir minn liggja nú i fjölskyldu- kapellunni, i gröfinni fyrir fram- an altarið, i sömu stellingum og þau voru, þegar þau fundust. Ég er búinn að láta loka kistunni vandlega, svo vandlega, að hún verður aldrei opnuð. Þau fá að hvila i friði, meðan Maillionkast- ali stendur. Hann kom að hlið mér og studdi höndinni á vegginn við hlið okkar. — Ég hefði viljað gefa mikið til að Feyella hefði ekki dáið, sagði hann. — En hún ruddist inn i herbergið, þar sem við vorum að reyna að róa Piers, en hann sleit sig af okkur og var búinn að kyrkja hana, áður en við gátum rönd við reist. — t öll þessi ár, sagði hann, — öll þessi ár, siðan orrustan við Balaklava, hefi ég öfundað móður mína. Guð minn góður, ég hefi öf- undað hana vegna þess að hún var ætið hjúpuð i minningarnar. — Þessu er öllu lokið nú, sagði ég, — og móðir þin getur ennþá lifað á minningunum, það er óþarfi að segja henni sannleik- ann. Benedict sneri sér nú að mér og starði á mig i undrun, rétt eins og hann hefði nú fyrst orðið var við mig. Svo slakaði á hörku- svipnum og hann brosti til min. — Þú vissir þetta ekki, sagði hann. —Það var heldur ekki von. Ég varaðist alltaf að tala um Piers. Sannleikurinn er sá, Joanna, að bróðir minn var hin óttalausa hetja i minum augum. Einu sinni, þegar við vorum smádrengir, vorum við að leika okkur á heiðinni, þá var naðra næstum búin að bita mig, en hann sparkaði henni i burtu og hún beit hann i fótinn. Ég gleymi aldrei þeirri stundu. Ég leit upp til mannsins mins og sagði: — Ó, Benedict, en hvað þú hefur mátt liða fyrir þessa ást þina á bróður þinum. — Það vár svo lftið, sem ég gat gert, til að bæta honum upp það lif, sem hann glataði, sagði Benedict. — Þegar hann var sagður látinn, var það auðvitað Saul, sem tók við arfleifö hans,.en þegar Saul dó, gat ég komist með Mayönu og barnið til Cornwall. Þú veist að sjálfsögðu, að Jackie er sonur Piers og ef allt hefði ver- ið með felldu, þá væri hann nú hinn raunverulegi eigandi og hús- bóndi hér á Mallion, en ekki ég. Ég held að Piers hafi ætlað að kvænast Mayönu, þrátt fyrir mál- leysi hennar. Jackie fæddist eftir að Piers — særðist. — Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Faðir minn talaði aldrei um það, — talaði yfirleitt aldrei um Piers. — Goodacre liðþjálfi var mikill aðdáandi Piers, sagði Benedict. — Hann tók þátt i þvi að leyfa móður minni að lifa i þessari blekkingu. — Þú launaðir honum vel, sagði ég. Benedict yppti öxlum. — Lið- þjálfinn var trúr félaga sinum úr striöinu. Benedict stóð nú alveg við hlið mér, en mér fannst hann aldrei hefði verið fjarri. — Ég ér mjög hryggur yfir öllum þeim sárs- auka, sem ég hefi gert þér, Jo- anna, sagði hann. — Ég gat aldrei komið að þvi orðum.... — Þú hefur nú tjáð þig fullkom- lega, Benedict, svaraði ég snögg- lega. — Þú komst að þvi orðum i bréfinu. Hin skjóta ákvörðun þin um að kvænast mér, voru hræði- leg mistök, mistök, sem ekki er hægt að leiðrétta. Ég skil það vel.... — Nei, þér skjátlast, ef þú heldur að ég hafi kvænst þér i fljótfæmi einni saman, Joanna, tók hann fram i fyrir mér. —■ En þú vilt kannski ekki heyra það, vegna þess að þú hlýtur að hata mig, en þessi ákvörðun min að kvænast þér átti sér langan að- draganda. — Ó, Benedict, hvislaði ég. — Ég held þú sért aðeins að reyna að vera mér góður, en það get ég ekki þolað. Segðu ekki fleira... Ég fann hendur hans hvila á öxlum mér. — Joanna, þú ert mér svo dýrmæt. Ég býst við þvi að allt fólkið hérna á Mallion geti sagt þér það lika, hve heitt ég .... hve heitt ég elska þig. Húsbyggjendur. EINANGRUNAR PLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæði með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstaö. Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar. Borgarplast hf. Borgarnesi simi: 93-7370 Kvöldsimi 93-7355. Vogar- merkiö 24. sept. — 23. okt. Einhverjir kunningja þinna eru i vandræö- um og leita til þin. Ef þú leggur þig fram, ætti þér að takast að hjálpa þeim, aö minnsta kosti um stundarsakir. Þú eignast einhvern mjög skemmtilegan og spennandi mótpart. Drcka- merkiö 24. okt. — 23. nóv. Þér til undrunar verðurðu var öfund- sýki i þinn garð af fólki, sem þú hefur hingaö til ekki skipt þér af. Réttast er fyrir þig að láta sem þú hafir ekki tekiö eftir neinu. Þú lendir i skemmtilegum fé- lagsskap ungs fólks um helgina. 23. nóv. — 21. dcs. Þú færð óvenju gott tækifæri til að taka þátt i framkvæmdum, sem munu gefa tals- vert i aðra hönd. Allt bendir til þess að þú verðir að leita á náöir ættingja þinna um stundarsakir. Reyndu að halda uppi góðu sambandi við kunn- ingjana. Geitar- merkiö 22. des. — 20. jan. Undanfariö hefurðu sökkt þér niður i störf- in og ekkert gert þér eða þinum til tilbreyt- ingar og upplyftingar. Fyrir alla aöila væri best að þú tækir þér hlé um stund og sinnt- ir þvi sem er að gerast i kringum þig. Vatnsbera- merkiö 21. jan. — 19. febr. Þú færð ágætt til- boð, sem þú skalt ihuga nákv.l., þvi það er i þinu valdi að notfæra þér það á árangursrikan hátt. Seinni partur vikunn- ar verður óvenju gest- margur. Þú kemst aö mjög góðum kaupum, sem þú býrð lengi að. Fiska- merkiö 20. febr. — 20. marz Hugmynd, sem náinn samstarfsmaður þinn fær, getur oröið þér til mikils góðs, ef þið eruð hagsýnir. Þú færð góðar fréttir, sem þú hefur beðið lengi eftir. Vinur þinn verður fyrir tilfinnan- legu tjóni, reyndu að hjálpa honum eitt- hvaö. 38. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.