Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1975, Side 14

Vikan - 18.09.1975, Side 14
Hann hafði verið svo vel undir þetta búinn, að þegar að þvi kom, gerði hann allt, sem hann átti að gera, vélrænt, rétt eins og einhver flókin vél færi i gang með þvi einu aö ýta á hnapp. Hann fór út Ur rúminu, fór i inniskó og slopp. Þegar maður er fjögra ára veit maöur heilmikið, þó að maöur geti ekki komiö að þvi orðum. Þú finnur þetta allt meö höndum og fótum, nefinu, já og yfirleitt hefur þú tilfinningu fyrir deginum. — Hvenær fór hún? spurði hann föður sinn. Það var lika vél- ræn spurning, vegna þess að hann hafði ekki mikiö timaskyn ennþá. — O, fyrir nokkrum klukkutim- um. Ég held að klukkan hafi ver- ið fjögur — Fjögur I nótt? Klukkan fjögur um nótt var yfirleitt ekki til i hugskoti hans. — Var ekki dimmt? — Það var eitthvað farið að birta. Ég heyrði eitthver,'hljóö i fuglum, en þeir voru ekki farnir að syngja. Það var bara svolitið skrjáf, eins og þeir væru að velta sér til i svefni. Þetta vakti áhuga hjá Jake.... fuglar að velta sér i svefni. Myndu þeir þá ekki detta út úr hreiörunum sinum? Ef þeir geröu það, hvað kæmi þá fyrir? Myndu vængirnir opnast af sjálfu sér, svo að þeir vöknuðu við það? Það hlaut að vera skritið að vera i fasta svefni og svo að vera allt i einu svifandi á vængjum i myrkr- inu? Hann hugsaði um þetta meðan hann var að þvo sér með þvotta- pokanum. Hendur hans voru svo smáar, að hann gat ekki undið þvottapokann, svo hann var alltof blautur, og faðir hans var farinn niöur. Honum fannst hann vera eitthvað svo stirður i andlitinu og hugsaði með sér, hvort húðin myndi rifna, ef hann færi að brosa. — Vertu nú kátur, sagði faðir hans, — hún verður ekki svo lengi I burtu — og sjáðu, hvað ég er bú- inn að hafa til góðan morgunverð handa þér. Pabbi hans fór að leika franskan þjón, setti diskaþurrk- una á öxlina, gekk um eldhúsið og trallaði: o-la-la. Jake fór að hlæja og ipinntist þess, þegar þau voru i sumarfrii i fyrra. Brunt egg: soðið, brúnt brauð i ræinum. Mjólk. Faöir hans var að reyna aö gera sitt besta. — Vita þeir, hvort þetta er stelpa eöa strákur núna? — Ekki ennþá, þetta tekur allt svolitinn tima, það veistu. Svolitinn tima? Þetta var heil- eilifð, hugsaði Jake sorgmæddur. óendanlegt.... vika eftir vikú, mánuð eftir mánuð haföi plássið fyrir hann verið að minnka i kjöltu móður hans. — Hvernig veröur með kjölt- una á henni mömmu, þegar hún kemur aftur? spurði hann. — Veröur hún búin að fá hana aftur? Get ég þá setið I kjöltu hennar? — Já, að sjálfsögðu, þaö verða engin vandræði. Það verður nægi- legt rúm fyrir ykkur bæði. Þaö var nú ekki sennilegt, hugsaði Jake, þegar hann var að MAMMA ÞEGAR FÓR ÍBURTU Þetta er svolitil frásögn, sem kannski getur komið ykkur til að fliuga, hvernig það er að vera aðeins f jögra ára og leiður á lifinu. skafa rauðuna innan úr eggja- hvitunni. Barnið, já hvort sem það yröi strákur eöa stelpa, var sannarlega velkomið i vagninn, en honum fannst hann hafa einka- rétt á kjöltunni. Það var þriðjudagur: dagurinn sem hann var I leikskólanum á morgnana. — Þú veist þetta allt, Jake, svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, er það ekki? Ég fer með þig i skólann, eins og venju- lega, svo sækir Flora þig um há- degið, þúborðarhjá henni, og svo kemur amma þin og sækir þig seinna I dag. Þú þarft bara að vera hjá henni I nokkra daga. — Ég veit það; — Þú ert nú orðinn fjögra ára, stór strákur, sagði faðir hans, og Jake fannst hann sjálfur vera eitthvað dapurlegur. Hver er að kvarta, hugsaði Jake, en gat samt ekki hent reiöur á, hvernig honum var inn- anbrjósts eða komið að þvi orö- um. Það ert þú, sem ert að stynja hugsaði hann til fööur sins, en sagði það ekki... ó, þetta full- orðna fólk... það gerði allt svo flókiö... Það var ekki þar með sagt, að hann saknaöi ekki mömmu, það var eins og allur ylur væri horfinn úr húsinu. En það var bara þaö, sem hann hafði búist við. Hann stóö stjarfur við útidyrnar, þegar faöir hans var tilbúinn, fyrri til I fyrsta sinn. Faöir hans var að flækjast eitthvað fram og aftur I eldhúsinu, þurrka af borðinu, loka skápum og gá aö þvi hvort allt væri I lagi. — Jæja vinur, sagði hann að lokum, — ertu tilbúinn? — Ertu með lykil? spuröi Jake, og faðir hans starði á hann. — Þú ert alveg eins og móðir þln, sagði hann og brosti glettnis- lega. — Þú ert nöldrari. Auövitaö er ég með lykil — og súkkulaði- stöngina þina. Og epli. Súkkulaði og epli. Hann fékk það á hverjum degi. Þetta var allt eins og venjulega. Það var lika allt eins i skólan- um. Næstum þvi. En einhvern veginn var það samt ööru visi, eiginlega skemmtilegra og bjart- ara.Frú Jones og Bella geröu svo mikið vesen i kringum hann. Hann fékk að leika sér lengur en venjulega með leirinn. Það var eins og allir væru eitthvað svo... ja, hann vissi ekki hvað það var, en það létu sér allir svo annt um hann. Honum fannst þaö ágætt. Um hádegiö beiö Flora eftir honum. Hún var nú ein af þeim, sem var að, missa kjöltuna. — Ég er búin aö hringja til ömmu þinnar, sagöi Flora, — Hún kemur klukkan þrjú. — Eftir sjónvarpsþáttinn? — Já, liklega. Þaö var notalegt heima hjá Floru, hún bjó i nýrri Ibúð, og allt var nýtt og fallegt. — Sjáðu nú, hvað þú færö að borða, sagði hún. Brúnt egg: soöið, brúnt brauð, skorið i ræmur. Mjólk. Epli og súkkulaði. — Ægilega gott, sagði hann en hljómurinn i rödd hans var hálf holur. Þaö var aö færast fjör i sjón- varpsþáttinn, þegar siminn hringdi. — Þetta er pabbi þinn, sagöi Flora, og augu hennar ljómuöu. Hann gekk aö slmanum, svolit- iö treglega. — Þú ert búinn að eignast systur, Jake. Hún er ljóshærð. Mamma biður kærlega aö heilsa þér. — Jæja, sagöi hann. — Má ég svo fara? — O, já... það er allt I lagi. Flora fór aftur i simann, og hún og pabbi tistu og skvöldruöu, rétt eins og spörvar. — Ó, er þetta ekki dásamlegt? sagöi Flora, og hún var ennþá með þennan annarlega svip, þegar hún kom aftur inn til hans. — Systur, Jake, finnst þér þaö ekki sniöugt? Það var eins og kominn væri jarðskjálfti eða hvirfilvindur. Eins og það gæti veriö nokkuð annað en systir eða bróöir. Þetta fullorðna fólk var smáskritið. — Viltu, að ég lesi fyrir þig stundarkorn, Jake? Þar kom þaö einu sinni ennþá, engin kjalta til að sitja i. Hann kom sér fyrir á kolli og hallaðisér fram, svo hann gæti séð mynd- irnar. Hingað og þangað voru orð, sem hann gat lesið. Köttur. Sól. Og svo þetta stóra flykki, sem hét vist fill. Hann átti erfitt með aö halda augunum opnum. Skyldi mamma hans ekki vera syfjuö, hún sem vaknaði um miðja nótt? Hann hugsaöi til hennar, eins og hún hafbi verið, þegar hún fékk sér siödegisblund. Hún var svo róleg og örugg og hún vaknaöi strax, þegar hann þarfnaðist hennar... svo róleg og örugg. — Amma þin er komin, sagöi Flora, og hann heyröi til hennar eins og úr fjarlægð. Svo opnaði hann augun. Amma hlaut að hafa verið þarna um stund: það var auð- heyrt, aö hún hafði verið aö tala við Floru. Þær voru eitthvaö svo æstar. — Systur, sagöi amma og leit á hann yfir barminn á tebollanum. O, þarna kemur það einu sinni ennþá.hugsaöi Jake. Bara systir. Það hefir jafnvel veriö skárra að eignast fil. Hann hefði þá getað riðiö á filnum. — Þakkaöu nú Floru fyrir þig, Jake, sagði amma hans. — Þakka þér fyrir, Flora. Amma ókminibil. Taskan hans lá i aftursætinu við hliöina á hon- um. Allt var fyrirfram tilbúið. — Ef þaö er eitthvaö, sem þig vant- ar, elskan, getum við alltaf skroppið eftir þvi, sagði amma. — En ég verö ekki svo lengi hjá þér. 14 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.