Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1975, Síða 25

Vikan - 18.09.1975, Síða 25
1 skurðinn og fluttar tollfrjálst inn i Egyptaland. 17. nóvember 1869 var skurður- inn opnaður við hátiðlega athöfn. Ismail ferðaðist sjálfur um Evrópu til að bjóða gestum — konungum, prinsum, ráðherrum, frægum visindamönnum og lista- mönnum. Eugénie keisaraynja var þó mestur aufúsugestur. Is- mail hugðist gera opnun Súez- skurðar að atburði aldarinnar. Giuseppi Verdi var fenginn til að semja óperu sina Aidu til flutn- ings i óperuhúsinu i Kairó i tilefni opnunarinnar, en hann lauk henni ekki i tæka tið. Kóngaskipin og aðrar minni háttar fleytur söfnuðust saman i höfninni i Port Said og skörtuðu sinu fegursta. Að morgni 17. nóv- ember sigldu þau inn skuröinn. 1973. Egyptar hafa stur fyrir skurðinn 1974 hreinsuðu bandaríkjamenn, frakkar og englendingar skurðinn. Sprengjur úr tveimur styrjöldum voru sprengdar á bökkunum. Fremst fór Eugénie keisaraynja á Aigle snekkju sinni, og við hlið hennar stóð Lesseps. Fimm árum eftir opnun skurð- arins neyddist Ismail til að selja hlutabréf sin i skurðinum, og Disraeli forsætisráöherra Bret- lands lét stjórn sina kaupa þau fyrir 100 milljón franka, sem ekki gat talist mikið verð. Þar með áttu frakkar og bretar skurðinn saman, og egyptar báru ekkert úr býtum annað en afhroðiö. Áriö 1882 hernámu bretar skurðinn og bakka hans. Eftir þaö voru þeir einir um hituna, þvi frakkar gáfu sig i baráttunni um yfirráð þar. Það var ekki fyrr en 74 árum eftir hernám breta, að egypskur leiðtogi hafði hugrekki til þess að freista þess að heimta skurðinn úr höndum útlendinga. Klukkan 19.40 að kvöldi 26. júli 1956 hróp- aði Gamal Abdel-Nasser til mikils fólksfjölda, sem safnast hafði saman i Aledandriuijj A þessari stundu eru nokkrir bræð- ur ykkar, synír Egyptalands eins og þið, að taka Súezskuröinn á sitt vald...” Þær aðgerðir höfðu i för með sé innrás breta og frakka I Egypta- land, og hið unga riki Israel veitti þeim dyggan stuðning. Allar göt- ur siöan hefur verið heldur ófrið- vænlegt við skurðinn — eins þótt honum hafi verið lokað fyrir skipaumferð fyrir átta árum. En núhefur hann verið opnaður á ný, og von manna er, að þaö valdi ekki nýjum deilum, heldur geti orðið öllum þjóðum heims til heilla — og ekki sist egyptum, sem hafa orðið að þola margt fyrir þessa stórkostlegu sa«i-. göngubót. 38. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.