Vikan

Issue

Vikan - 29.01.1976, Page 51

Vikan - 29.01.1976, Page 51
Rækjusalat ísérflokki. (fyrir 4—6). Ca. 200 gr rækjur 2 stk. avocado (má nota agúrku, avocado fæst sjaldan hérlendis) 1 lítil dós maís 1 rauð paprika V 1 1/2 blaðsellerí 200 gr sveppir 200 — 300 gr ostur blaðsalat Skerið avocado í bita (eða agúrk- una). Látið renna vel af maísnum. Skerið paprikuna og sellerí í strimla og sveppina í sneiðar. Blandið öllu saman í salatskál ásamt rækjunum og skreytið með grænui Tvær tegundir af sósu til að velja á milli: Annað hvort: 1 1/2 dl olía og 1/2 dl edik bragðbætt með einhverju saltkryddi, eða: 1 dl mayonesse, 1 dl sýrður rjómi og 1 dl chilisósa. Eggjakaka með sjávarréttum. Útbúið venjulega franska eggja- köku úr 1 eggi, 3/4 msk. af vatni og/eða rjóma og ögn af salti, þetta er skammtur fyrir einn, sem síðan er margfaldaður eftir þörf- um. Þegar eggjakakan er mjúk og kremkennd að ofan,. er settur jafningurinn, sem bíður tilbúinn. Útbúið jafning úr jöfnu magni af hveiti og smjöri og þynnið með rjóma. Síðan er sett í jafninginn það, sem við höfum tiltækt, t.d. smjörsteiktir sveppir, rækjur og kræklingar (muslinger). Síðan má drýgja jafninginn með fiskbollum, skornum í smáa bita. \ 5.TBL. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.